Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 14

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 14
62 SIvINFAXI átlar. Einstaklingarnir, karlar sem konur, sogast eftir öldufalli nautna og stundargeðhrifa, án alls skynsam- iegs augnamiðs. Heimhugann skortir. Þvi fer fjarri, að við séum á heimleið. Einum, glæsi- legasta íslenidingi á síðari tímum var eitt sinn líkt við Gunnlaug ormstungu, en ætti ekkert Gilsbakkaheimili hak við sig. Þetta á við um of marga okkar. Víða blasa við í landinu erlend mannvirki. Við getum ekki varizt kvíða: Erlend þjóð gæti komizt milli okkar og landsins, laðað fram möguleika þess, sem við nytum svo aðeins sem náðarbrauðs. Hitt er hinsvegar vist: Islenzk menn- ing er að verða eíns og jörð, sem leggst í eyði, er hinir ungu skulu taka við af foreldrunum. Þessa þróun verð- ur að stöðva. Menning okkar er ekki hégómi. Ilana má ekki selja fyrir sigarettur og vín eða tölustafi i brezk- um bankabókum. Hún er viðnám íslendinga fyrr og síðar við aðstæðum landsins, ómissandi lykill að gull- kistum ytri gæða, en einkum, að við skynjum fegurð ættjaraðarinnar og göfgi íslenzks lundarfars, dreng- skapar og siðgæðis í eigin fari, og beitum þessu. „Heimleiðis“ hétu kvæðin, er Stepiian G. orti og til- einkaði oklcur ungmennafélögum. Heimilin mörg eru svipir hjá sjón. Hversvegna? Menn fara svo mjög að heiman. Norðmenn hafa cignazt Heimskringlu ineð því að lesa liana. íslenzk menning verður eins og fátæklegt heimili og iifvana, ef ekki er rækt lögð við liana. Ilöld- um því heim. Ef lil vill verður hin margrædda „sambúð“ langvinn í landi okkar. Tvennskonar þróun mætti hugsa sér í því sambanidi: a) Að „gesturinn“ kenndi okkur sína tungu og siðu, sem eðlilega verða aðrir en þeir, sem hann tíðkar á friðartímum iieima lijá sér, og verri, því að „þar sem enginn þekkir mann.........“. b) Að við kenndum „gestinum“ heimilisvenjur okkar. Slíkt væri ckki. óhugsandi. Sagan þekkir þess dæmi, að undirok- aðar smáþjóðir sigri þannig ofjarla sína. En sýna ekki

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.