Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 16

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 16
SKINFAXI 64 Jón Magnússon: Heðin Brú: Feðgar á ferð. Tórshavn 1940. Það mun hafa verið kringum 1920, sem fundum okkar HeSins Brú bar fyrst saman. Einu sinni um sumar- málin kom til mín ung- ur piltur af færeyskri fiskiskútu, Hans Ja- cob Jacobsen að nafni. Við liöfðum áður liaft nokkur bréfaskipti og leitaði hann mig uppi þess vegna. Mér varð nokkuð starsýnt á þennan unga báseta. Ilann var mjög prýði- lega til fara og fríður sýnum. Mér þótti vera undarlega skær bjarmi yfir augum hans og enni. Allur svipur hans bar vitni um, að hugurinn dveldi við fagr- ar sýnir úli í bláfjarska framtíðarinnar. Vorið 1926 bittumst við Jacobsen aftur, þá í Kaup- mannahöfn, og böfðum við þá nokkur kynni. Er mér mjög minnisstæður dagur, sem við dvöldum saman. Við fóru út úr borginni og gengum um græna skóga og beiti- lönd i fögru veðri. Hann stundaði ]>á nám við landbún- aðarbáskóla í Kaupmannaböfn, en var byrjaður að yrkja, og stefndu Ijóð hans öll heim til Færeyja. Þessi félagi minn bafði tekið við ldutverki sínu og var stað- ráðinn í að stuðla af alefli að menningarviðreisn þjóðar sinnar. Heðin Brú.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.