Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1941, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.11.1941, Qupperneq 17
SKINFAXI 65 1930 kom fram í Færeyjum nýr rithöfundur, Heðin Brú* að nafni. Var þar kominn Hans Jacob Jacobsen. Síðasta bók hans, Feðgar ó ferð, kom út i Túrshavn á síðastliðnu ári. Þessi bók er að vísu fyrst og fremst skáldskapur og hlítir lögum skáldsögunnar. En sagan virðist mér jafn- framt skær mynd af þjóðlífi Færeyinga og vera rituð sem hvöss gagnrýni og ádeila á þjóðarmeinin. IJeðin Brú hefir tekizt á liendur að lýsa örðugum kafla i menn- ingarsögu þjóðarinnar. Hann lýsir tveim kynslóðum, sem eru livor annarri fjarlægari en nokkrar tvær kyn- slóðir, sem áður hafa lifað i Færeyjum. Samúð höf. er rík með gömlu mönnunum, sem uxu upp við árarnar og liina fóttroðnu þjóðvegi. Þeim voru allar ferðir langferðir og bættuferðir. Þeir liafa slag- síðu af sveðjum, sem þeir bera i þungum sliðrum. Þessir menn fara fram bljóðlega og eyða fám orðum. En alll starf þessara manna miðast við þröngan liugs- anahring. Vinnuaðferðir þeirra eru úreltar og bjargar- vegur ólífvænlegur í samkeppni við tækni nútímans. Hjónin í Ketilsbúsi eru fulltrúar gamla fólksins og Ketill bóndi mjög minnisstæð persóna. Hann hefir til að bera ódrepandi seiglu og er bjargfastur við fornar venjur. Allt gerir hann, sem í mannlegu valdi stendur, til að sjá heimili sínu farborða, en vegna þess, að bann stofnar einu sinni ógætilega til matarskuldar, er ósigur hans óumflýjanlegur. Svo þungan brýtur strauminn á brjósti gamla mannsins, að hvalfangið, sem hann sjálf- ur átti hlutdeild i að afla, verður honum að fótakefli. Ungu mönnunum er öðruvisi farið. Þeir bafa bætt lendingarnar og lagt akvegina. Þeir fljúga út á fiskimið- in á vélbátum sínum, þegar Ketill bóndi leggst á árarn- ar ásamt lválfi, sem reikandi ráðs fylgir föður sínum, hálfbræddur við báðar kynslóðirnar. * Bækur HeSins Brú: Lognbrá 1930. Fastatökur 1935. F'jallaskuggin 1930. Feðgar á ferS 1940. — A.S.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.