Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 34

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 34
82 SKINFAXI fram við plankann. Réttu úr beygju fótarins og mjaðmarinnar. SnúSu þér fram og reistu brjóstið upp og fram. Teygðu öxl- ina upp og fram. Réttu úr handleggnum og spyrntu kúlunni síðast með fingrunum. Mundu, að allar þessar hreyfingar á að gera með vaxandi hraða. Þegar þér eru orðnar þessar hreyfingar tamar, þá fyrsl máttu æfa tilhlaupið. Þú getur talið Jjannig fyrir Jiér í kastæfingunum án at- rennu: „Á tá — niður -—- upp.“ Á tá — niður langdregið; en upp snöggt og með áherzlu. Æfðu tilhlaupið fyrst kúlulaust, rólega, og athugaðu hverja hreyfingu. Reyndu að skilja tilgang hverrar hreyfingar. Margur segist ekki geta æft köst, vegna áhalda- og hring- leysis. Alstaðar er aðstaða. Alstaðar eru til hnefastórir hnidl- ungssteinar. Líttu á melinn, árfarveginn og fjöruna. Alstað- ar áhöld, alstaðar kastaðstaða. Markaðu tvö strik með tveggja s'krefa millibili. Þá hefur Jiú hringinn. Safnaðu saman hnull- ungssteinum. Þá hefir l>ú kastáhöldin. ,'Ef Jiú ert á gangi um grýttan jarðveg, Jiá æfðu Jiig á að varpa smásteinum frá J)ér, eins og kúlu. Athugaðu þá alltaf vel, að Jiegar Jiú varpar hlut frá þér, má lófinn ekki snúa niður, Jivi að Jiá fær lilut- urinn ekkert flug, en varpast beint til jarðar; heldur á lóf- inn að snúa út á hlið og handarbalcið að þér, svo að fing- urnir strjúki vanga þinn, um leið og hluturinn spyrnist frá öxlinni. Við Jiessa stöðu handarinnar fær hluturinn hærra flug og varpast þar með lengra. 10 byrjendagallar. 1. Byrjað að æfa með tilhlaupi. 2. Vinstra fæti sveiflað eða dinglað til i tilgangsleysi. 3. Stokkið langstökk fram yfir miðjan hring. 4. Ekkert beygt sig yfir spyrnufótinn, en undið upp á lík- amann með bolvindu. 5. Byrjað að rétta úr sér áður en vinstri fóturinn nemur við jörðu. 6. Þegar rétta á sig upp, er rassinn rekinn út i loftið. (Sjáðu myndina af klaufanum, bls. 81). 7. Likaminn dettur undan kastinu til vinstri, í stað Jiess að falla áfram í kastáttina. 8. Lófinn snýr niður, svo að fingurnir Jirýsta kúlunni til jarðar, í stað liess að spyrna henni upp.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.