Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 41

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 41
SIÍINFAXI 89 5. Mól Ums. Dalamanna við Sælingsdalslaug 27. júlí. — Sláttumót sama sambands var haldið i Laxárdal i ágúst. Auk héraðsmótanna voru haldin mörg smærri íþróttamót fyrir eitt eða tvö félög. Skinfaxa er kunnugt um þessi: 1. Að Ivanastöðum í Austur-Landeyjum, keppni milli Austur- Landeyinga og Eyfellinga. 2. Að Hróarsholti i Flóa, keppni milli Umf. Vöku í Vill- ingaholtshreppi og Umf. Samhygðar í Gaulverjabæjarlireppi. 3. Mót Umf. Gnúpverjahrepps í Haga. 4. Umf. beggja Hreppanna héldu mót á Álfaskeiði, eins og venja er. 5. Að Borg i Grímsnesi, Umf. Hvöt í Grímsnesi og Umf. Biskupstungna. 6. Umf. í Kjósarsýslu héldu íþróttamót i Kjósinni. 7. Umf. í Staðarsveit og Miklaholtshreppi héldu íþrótta- mót að Hofgörðum. 8. Umf. Snæfell í Stykkishólmi og Umf. Miklaholtshrepps héldu mót í Stykkishólmi. Enn fremur er Skinfaxa kunnugt um, að Samband þing- eyskra umf. hélt iþróttamót i Húsavik 8. júni og almennt hér- aðsmót að Laugum 10. ágúst, og Ums. Austurlands hélt íþrótta- mót að Eiðum 3. ágúst. Þessi ungmennasambönd eru ekki ennþá í U.M.F.Í. Þrastaskógur. Jón Þórðarson frá Borgarholti, kennari í Beykjavík, var skógarvörður þar í sumar, hirti um skóginn, gerði við girð- ingu og bægði ágangi frá. Nýtt sambandsfélag. Umf. Sindri i Höfn í Hornafirði hefir gengið í U.M.F.Í. Félagsmenn eru 50. Formaður Benedikt Þorsteinsson. 17. júní 1941. Að kvöldi þess dags var útvarp frá U.M.F.Í. Ræður fluttu þeir séra Eiríkur .1. Eiríksson sambandsstjóri og Jens Hólm- geirsson skrifstofustjóri, og lesið var kvæði eftir Guðmund Inga Iíristjánsson skáld á Ivirkjubóli, langt og snjallt. Sam- bandsstjórnin hefir látið prenta kvæðið i vandaðri útgáfu, og' með þvi hina kunnu mynd sambandsins af Jóni Sigurðssyni. Fæst kvæðið hjá sambandsstjórn. Allir ungmennafélagar ættu að eiga það.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.