Mánudagsblaðið - 21.02.1972, Síða 1
Hestar og
afbrýðisemi
Það þykir vart í frásögur
færandi þótt afbrýðisemi grípi
menn og konur þegar illa
stendur á. öllu frásagnarverð-
ara er þó þegar afbrýði grípur
mann út í hest — alveg óskyld
an honum — en þó fór svo á
Naustinu fyrir skömmu.
Skemmtikraftur þar söng
hrossavísur, skopaðist að
hestamönnum og minntist
aldrei á þarfasta þjóninn nema
kalla hann „truntu“. Drukkinn
hestamaður — í eðlilegu á-
Framhald á 7. síðu.
Oft fer svo með eldri stjórn
málamenn er þingseta þeirra
er að hætta, að þeim eru fyrir-
gefnar yfirsjónir, afstaða til
málefna og ekki sízt breyting
hugarfars er líður að lífskvöld
inu. Þetta kemur Ijóst fram nú
í sambandi við vesturför
Hannibals Valdimarssonar
ráðherra, er hann sótti heim
höfuðstöðvar NATO þar í
landi.
DRITÓTTUR FERILL
Ferill Hannibals er bæði
langur og litríkur; hann hefur
víða komið við og skilið eftir
dritótta slóð. Meðaumkvun
sveitunga hans á Vestfjörðum
hratt honum inn á þing — og
þangað dró hann með sigri
sínum all-kyndugt lið, öllum
að óvörum. Vestfirðingar, sem
höfðu ætlað að gleðja gamla
manninn og veita honum loka-
blessun, fengu af þessu skapn
aðarvirðing.
Fyrsta verk Hanníbals var
að svikja það loforð, sem flest
ir töldu að hann myndi þó
halda, þ. e. að fara aldrei i
stjórn með kommúnistum!!!
SKUTTOGARAHNEYKSLIÐ -
HÆTTULEGAR ÖFGAR
Það skyldi þó aldrei verða upp á teningnum að hin öfga-
fullu skuttogarakaup okkar verði ekki aðeins „fiasko“ heldur
nær óyfirstíganleg útgjöld og algert, jafnvel vonlaust happ-
drætti, að þeir beri sig, jafnvel í sæmilegri aflatíð. Vitanlega
eigum við að fá, og þurfum að fá skuttogara, en að kaupa
þessi dýru skip í kippum, er hreint brjálæði, jafnvel þótt ein-
staklingar og þorp gætu nurlað út 10% kaupverðsins.
MANNEKLA —
SKIPIN BUNDIN
Mönnum er nú að verða
Ijóst, að ef svo fer að þessum
,,massa“-kaupum verður hald-
ið til streytu, þá eru skuldbind
ingar ríkissjóðs slíkar að af-
komu þjóðarinnar er stór
hætta búin. Komi þessi skip á
„réttum“ tíma verður að
leggja miklu af þeim skipum
sem fyrir eru, ef nokkur mögu-
leiki á að vera að manna þau.
Bregðist vertíð — aðeins einn
hlekkur — í þessu ofsa veiði-
tímabili sem gengið hefur og
gengur enn, þá er voðinn vís.
FÆRRI SKIP OG
JAFNARA
siglt verður í algjört strand.
Þá hlýtur núverandi stjórn enn
verri útreið en stjórn Her-
manns Jónassonar á árunum
og má búast við, að viss ele-
ment hennar þurrkist út með
öllu.
Undansláttar- og taumlaus
loforðastefna gagnvart ein-
stökum hagsmunahópum er
hættuleg. Heildin vill ekki
missa þá lifnaðarháttu sem
hún hefur tamið sér. Skatta-
byrðar og vesöld sem gæti um
svifalaust breytt lifnaðarhátt-
um almennings úr allsnægtum
í ok skulda og útgjalda — yrði
hverri stjórn banabiti, og hér
hafa sumir ráðherranna látið
kommúnista teyma sig út í ó-
færu, sem enn er ekki séð
fyrir endann á.
GUÐLAUGUR EINARSSON hrl.:
Áiyktun Hæstaréttar — Anga
langar morðbréfamálsins —
VESTURFERÐIN
Nú er Hannibal ráðherra og
enn mun hann vera u. þ. b. að
svíkja málstað sem hann hefur
barizt fyrir, en í þetta skipti
verður honum fyrirgefið.
Fyrir skömmu flaug hann
vestur á mund NATO-manna
Framhald á 7. síðu.
Reyndum mönnum brá að vísu^
ekki við svikin. Þau hafa löng-
um verið pólitísk fylgikona
Hannibals — flokks- og mál-
efnasvik eru þeir réttir sem
hann hefur þrifizt á.
Leikfang Mánudagsblaðsins
„Hefndin er heimskunnar fró ...“
Sex til átta skuttogarar er
alveg nægilegt og menn vita
hvernig útgerðir í þorpum
hafa gengið er þau fengu tog-
ara, sem gerðir voru út af bæj
arstjórnum. öll slík útgerð fór
á hausinn, ef eitt eða tvö bæj-
arfélög eru undan þegin.
VINSÆLDA-„VEIÐAR“
Ríkisstjórnin hyggur að hún
haldi vinsældum með að ausa
fé í útgerðarmál og landbúnað
inn, auk allra þeirra styrkja
og bruðls sem hún hefur
leiðst út í á öðrum sviðum. Ef
ekki er numið staðar nú og
breytt um stefnu er Ijóst, að
Áður en ég held lengra í
upprifjun „morðbréfamálsins"
fræga, sýnist mér rétt að víkja
nokkrum orðum að einskonar
„aðför“ eða „atlögu“ sem mér
virðist vissulega nátengd hin-
um eindæma málarekstri hins
svokallaða morðbréfamáls, og
óvéfengjanlega beint að mér
persónulega.
Furðu gegnir, að sjálfur
hæstiréttur lýðfrjálsrar þjóðar,
eins og íslendingar státa af
að vera, skuli voga.sér á jafn
opinskáan hátt að gjöra nán-
ast að reynd hið gullvæga
spakmæli;
„HEFNDIN ER HEIMSK-
UNNAR FRÓ — HÚN GRÍP-
UR ÁVALLT í TÓMT.“ —
— O —
Ég leyfi mér að birta hér á
eftir myndamót af „ályktun“
gerðri í hæstarétti Islands 12.
júhí .1961, undirritaðri af þá-
verandi hæstaréttarritara —
væntanlega fyrir hönd dóms-
ins? . ,
SJÁ MYND AF
ÁLYKTUN HÆSTARÉTTAR
Á 6. SÍÐU
Eins og lesendur sjá eftir
lestur þessarar ályktunar
hæstaréttar, þá er „felld niður
heimild mín (Guðlaugs Einars
sonar) til málflutnings fyrir
Hæstarétti VEGNA FRAM-
KOMU minnar“ . . .
En það er ekki nóg með
það!
Haestiréttur hefur aldrei
.fengizt til að. gera grein fyrir
því, HVER ÞESSI FRAM-
KOMA GUÐLAUGS EINARS-
SONAR VAR? —
Hvað veldur slíku?
Ég vil geta þess, að 12. maí
1961 var í Hæstarétti kveðinn
upp dómur í morðbréfamálinu
svonefnda, en þar að auki
hafði mér verið meinað að
gæta hagsmuna ákærða,
Magnúsar Guðmundssonar,
frá 14. apríl sama árs, án
nokkurrar víðh|ítandi skýring-
ar! —
Það var gert.með sams kon
Erafnhald á 6. síðu.