Mánudagsblaðið - 21.02.1972, Blaðsíða 3
Mánudagur 21. febrúar 1972
MsrrudagsfeJ.sBíIð
3
ÓÞELLO
Höf.: W. Shakespeare. — Leikstj. John Fernald
Eftirtektarverð sýning — Frábær
túlkun Gunnars Eyjólfssonar
IEIKHU
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
William Shakespeare er okkur
ekki alls' ókunnur. Flestir þekkja
hann af fræðilegri afspurn, aðrir
nokkuð af áhuga á leiklist, sumir
hreinlega af menningarlegu snobbi.
Það var vösk fylking sem brauzt
inn á frumsýningu Óþellos s. 1.
föstudagskvöld með menningar-
frömuðina Helga Sæmundsson,
Andrés Kristjánsson og „úthlumn-
arnefndina" í fararbroddi, þótt
sumir þeirra reyndar þyrðu ekki að
hætta virðingu sinni með því að
skoða sviðsverkið, kusu sennilega
að bíða einhvers skandinavískt Bör
Börson-verks, en að horfa á eitt af
meistaraverkum Shakespeares. Því-
lík framkoma mun vera einsdæmi
manna, sem kenna sig við bók-
menntir.
t Ég er sennilega einn um þá
skoðun að Óþello þ. e. eitt hlutverk
í leikritinu, Jagó, sé eitt af önd-
Vegisverkum skáldsins, því í þessu
hlutverki leikur meistarinn á allar
taugar hins mannlega lífs, speki,
klæki, svik, slóttugheit og öll þau
önnur afbrigði mannlegs lífs, sem
benda má á í fljótu bragði. Önnur
verk eru nafnkenndari, sum leik-
rænni og enn önnur viðameiri að
efni til, en í Jagó geymir skáldið
þvílíka þekkingu á mannlegri sál
og hugsun, samþjappaðri, að unun
er á að hlýða. Svo dásamlega tekst
þessum fláráða og valdasjúka
manni að leika á hugsun og skyn-
semi Óþellos, að næsta er ótrúlegt,
en tungumýktin og flærðin ná
þarna hámarki í öllum verkum
Shakespeares og tekst honum þó
oft vel einkum í verkum sem fjalla
um valdabaráttu brezka aðalsins.
Hvernig Jagó tekst að eitra sál
Óþellos, vekja óstjórnlega afbrýði
hug þessa harða og heiðarlega
manns, hermanns og sigurvegara,
er eins ótrúlegt og það er snilldar-
legt. Listin að „brúka" menn eins
og Jagó brúkar hinn snjalla aula
Roderígó og jafnvel Kassíó, heiðar-
legan tradisjónal hermann verður
manni íhugunarvert. Atburðarrásin
er í rauninni óskaplega einföld og
afbrýðin ein af frumstæðustu til-
finningum. Óþello er frægur og
mikill hermaður í þjónustu Fen-
eyjavaldsins og giftist leynilega
Desdemónu, dóttur Brabantíó, ráð
herra í Feneyjum. Honum er skip-
að að berja á hund-Tyrkjanum nær
Kýpur og skilur eftir konu sína í
umsjá Jagós, undirmanns síns. Eft-
ir að sigrast á Tyrkjum snýr hann
aftur til Kýpur, sem landsstjóri, en
þangað er þá Jagó kominn með
konu hans, og þar byrjar reyndar
aðalþráður verksins, því Jagó hatar
Márann og svífst einskis til að
koma honum á kné, sem tekst þeg-
ar hann, af hatri og afbrýði kyrkir
konu sína fyrir upplognar sakir.
Þetta er ósköp einfaldur þráður en
hvað svo sem skáldið gerir úr hon-
um er allt annað mál.
Hlutskipti leikstjórans er að
mörgu leyti hið skemmtilegasta.
Hann kýs að setja upp verkið á
hefðbundinn máta, en þó með auga
fyrir glæsilegum ytri búnaði og eft-
irtektarverðum klæðum flestra,
þótt Óþello sjálfur líði þar nokkuð
hinum viðamikla sloppi með
márískt" sverð spennt á heldur
framsettan maga. Tjöld eru skýr
og einföld, kjarni sviðsins óbreytt-
ur frá upphafi. Merkari persónur
eru allar glæsiklæddar, hermenn
prúðmannlegir með nefbjargir sín-
ar og annað stríðsmannaskraut,
konur skrautbúnar. Hann velur hléð
ekki réttilega (3. atriði 3. þáttar)
hefði verið heppilegra á eftir 2.
þátt er grunur Óþellos byrjar og
spennan vex fyrir alvöru. Honum
ætti að vera ljóst, að þótt menn
þekki verkið, þá dregur það ekki
úr spennunni, og allt veltur á snilli
Herdís, Gísli Alfreðsson, Jón, Baldvin, Kristín, Gunnar, Jón Gunnarsson.
flytjenda. Hraðinn er mjög góður,
einkum þar sem þörfin er mest
þegar dregur að uppgjörinu, enda
lokin hröð. Ég velti því fyrir mér
hvers vegna leikstjóri, sem þvílíka
áherzlu leggur á „stílþokka" í
klæðaburði á sviði, skuli enn nýtast
við hið afkáralega gerfi Márans
þ. e. þennan poka sem gefa á hon-
um „márskan" ytri svip, bogasverð
á maga, en jafnframt sleppir öllum
möguleikum til að vekja athygli á
ytri glæsimennsku Óþellos — túr-
ban eða álíka höfuðfat hefði nægt
til að tryggja áhorfendum að um
Mára væri að ræða, auk litarhatt-
arins. Sjálfur mætti Mr. Fernald
vita, að hermenn hans eða hennar
hátignar í nýlendunum t. d. Ind-
landi báru höfuðföt sem einkenni
uppruna síns og var þó aldrei villzt
á þeim og brezkum hermönnum.
Persónulega veit ég ekki um klæða
einkenni Mára á tímum Shake-
speares, en einhver hafa þau hlotið
að vera utan þessarar hólkvíðu
hempu og bogna sverðs, sem
spennt er á magann!!!
í titilhlutverkið hefur Mr. Fern-
ald valið Jón Laxdal, lítt þekktan
leikara hér heima, en hefur hins
vegar áratugs leikferil í Þýzka-
landi og getið sér þar góðan orð-
stýr. Fyrir utan gestaleik þá sjáum
við sjaldan ferskan leikstíl á svið-
inu hér. Þótt Jón leiki Óþello á
fremur hefðbundinn hátt, þá er
annar blær af leik hans í þessu
verki en annarra, ef þó má skilja
undan Gunnar Eyjólfsson, sem síð-
ar greinir frá. Jón er myndarlegur
maður, eins og Mári Shakespeares
gerir ráð fyrir, mikill vexti og fríð-
ur á sviði, en hempan verður hon-
um oftar kefli en kostur. Leikstíll
hans með fullri blessun Mr. Fernald
er áburðarsamur, hann er gjörólík-
ur hvítu mönnunum, tilfinninga-
ríkur, trúgjarn og óspilltur, sterkur
og hugmikill. Þó er eins og Jón
nái sér ekki almennilega upp fyrr
en í lok leiksins. Hvað veldur?
Ekki skortir hreyfingar, næstum
ýktar en sannar. Vera má að eitt-
hvað skorti á framsögn enda er
leikarinn búinn að Ieika á fram-
andi máli nær fimmtán ár, og rödd-
ina skorti mjög blæbrigði og ljóð-
rænan hreinleika, sem er banalt
í verkum Shakespeares. Ég hygg
þó, að meginorsökin felist í einum
sterkasta mótleik, sem ég hefi enn
séð á sviði, en þar var Gunnar
Eyjólfsson í hlutverki Jagós. Eins
og vitað er þá er Jagó veigamesta
hlutverkið og krefst mikilla túlk-
unarhæfileika. Slægðin, tungumýkt-
in og flærðin eru kostir gefnir
Jagó í ríkum mæli, og höfundur
fer þar á fágætum kosmm. í þetta
skipti fylgir leikarinn höfundinum
og jafnvel skeiðar framúr á köflum
— og þriðji aðilinn þýðandinn,
Helgi Hálfdánarson, lætur sitt ekki
eftir liggja. Gunnar nýmr nú þekk-
ingar sinnar og menntunar úr
RADA, sem aldrei hefur fengið
þvílíka útrás síðan hann í hamlet-
iskri útgáfu af Galdra-Lofti næst-
um lék félaga sinn Klemenz Jóns-
son af sviðinu í Iðnó. Ég er ógjarn
á að brúka stóru orðin í sambandi
við leik manna hér í leikhúsunum,
en verð þó að segja, að Gunnar
kom inn eins og ljón og fór út
eins og ljón. Yfir túlkun hans
hvíldi í senn listrænn og diabólsk-
ur blær, blær sem oft var óhugnan-
legur vegna þess hve vel leikarinn
gjörþekkti verkefni sitt, þýðandinn
náði flestum, ef ekki öllum, beztu
setningtun sínum úr línum Jagós
og höfundurinn er þarna upp á sitt
bezta í mannþekkingu og kafar þar
í undirvitund mannsins og lýsir
upp þau skúmaskot sem við vilj-
um flestir að ekki komi fram úr
koluskugga. Eintölin eru snilldar
vel samin og þar sézt bezt hve lítið
Shakespeare gerir úr Kassíó og
Roderígó hinum ástfangna, t. d. er
hann fyllir Kassíó: he will be as
full of quarrel and offence, as my
young mistress’ dog — og um
Roderígo: Now my sick fool,
Roderigo, whom love hath turn’d
almost the wrong side out, o. s.
frv. og þó eru þetta báðir virðing-
armenn, aðalsmaður og herforingL
Gunnari virðast ljósir kostir Jóns,
því hann leikur vendilega eftir
brezkri leikhefð og gerir mun
þeirra sem mestan, án þess þó að
auðvelt sé að benda á sérstök brögð
eða senuþjófnað. Þótt leikmáti
Gunnars, yfirleitt, sé mjög um-
deildur, þá fer ekki milli mála, að
þarna áttu bæði saman framsögn,
rythmi, fas og stíll, kryddað hæfi-
leikum sem við áttu og urðu Ieik-
aranum til verðugs sóma. Hafi
Gunnar verðuga þökk fyrir kvöld-
ið. Baldvin Halldórsson, Roderigo,
kom manni dálítið á óvart sem
mjög skemmtilegum leik. Búning-
urinn fór vel, tal hans og sýnileg
girnd á konu Óþellós var augljós
og skýr, og vakti leikur hans og
sviðsfas allt eftirtekt. Kassíó, Jón
Gunnarsson, nær mjög takmörkuðu
úr fremur smáu hlutverki. Skortir
hann hreyfingar og talanda, sem
þó eru aðalsmerki þessa herfor-
ingja. Þessir ungu leikarar okkar
eiga að bera þá virðingu fyrir leik-
Iistinni, að læra að hreyfa sig og
kunna framkomu. Leikarinn og
hlutverkið voru álíka sviplaus.
Ævar R. Kvaran, Barbantíó, kom
vel fyrir í hlutverki föðursins, féll
vel inn í mynd hins feneyska ráð-
herra og vonsvikna tengdaföður.
Desdemóna, Kristín Magnús Guð-
bjartsdóttir, vakti nokkur von-
brigði. Desdemóna er ung fögur
og freistandi kona, æsikona til ásta
þrátt fyrir orð föðurs hennar: „A
maiden never bold of spirit so still
and quiet that her motion blushed
at herself". Ég skil ekki val þessarar
stúlku, þótt hún slyppi nær skamm-
laust af sviðinu. Sú kenning að út-
lit sé óviðkomandi list er ákaflega
úrelt og Kristín einfaldlega skortir
æskublóma. Hvar er Sigríður Þor-
Framhald á 7. síðu.