Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Síða 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 24. apríl 1972
ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS
GESTARAUN
Prestur einn bjó eitt sinn í mörg
ár að Hvammi í Norðurárdal, er
Jón hét. Hann var hraustmenni
mikið. Hafði hann blöndukönnu
eina mikla með tveimur handar-
höldum, og var það vani hans, þeg-
ar vermenn komu þangað á vetrum
og báðu að gefa sér að drekka, að
bera þeim könnuna fulla drykkjar
og halda annarri hendi í annað
handarhald, en rétta aðkomumönn-
um hitt. En enginn gat tekið öðru
vísi við en svo, að hann skaut ann-
arri hendi undir botninn. Fékk
kannan nafn af þessu og var kölluð
Gestaraun. Eitt sinn kom þar ungur
maður norðan úr Skagafirði að
Hvammi með öðrum vermönnum.
Tók hann við könnunni með ann-
arri hendi, Iyfti Iokinu frá og stóð
og drakk svo með annarri hendi og
rétti presti síðan aftur. Engir hinna
léku þetta eftir. Prestur spurði
hinn unga mann, hve gamall hann
væri, en hann kvaðst vera átján
ára. Presmr horfði lengi eftir hon-
um og sagði síðan með döpru
bragði: „Þarna fara hraust bein
í sjóinn." Gekk það eftir, því pilt-
urinn drukknaði syðra á vertíðinni.
(E. B.).
SIGURÐUR SKÓLAMEISTARI
Það er haft eitt meðal annars
til merkis um krafta Sigurðar Vig-
fússonar, skólameistara á Hólum,
að eitt sinn brann þar smiðja, og
stóð í henni eirketill mikill, er
kallaður var Grettisketill, og átti
hann að hafa verið tekin úr Drang-
ey eftir fall Grettis. Þekjan féll
niður öðru megin, en Sigurður fór
upp á vegginn og greip til höld-
unnar annarri hendi og kippti katl-
inum undan þekjunni upp á vegg-
inn. En þegar athugað var, voru
í kadinum ein og hálf tunna stein-
kola. (E. B.).
Eitt sinn fór Sigurður Vigfússon
kynnisferð frá Hólum norður
Hjaltadalsheiði til Schevings klaust-
urhaldara á Möðruvöllum. Þegar
hann fór þaðan, fylgdi Scheving
honum afmr undir heiðina. Fóru
þeir af baki við stein einn mikinn.
Þá segir Sigurður: „Saa god (það
var máltæki hans) loftar þú ekki
þessum steini." Scheving segir:
„Það er ekki víst þú getir það
heldur." „Þú reynir fyrst," segir
Sigurður. Scheving gjörði svo, og
tókst honum að lyfta steininum.
Varð þá Sigurði bilt við, því það
ætlaði hann Scheving mundi ekki
geta, þó sterkur væri. Hleypur hann
þá að og þrífur til steinsins af öHu
afli, en steinninn varð léttari í
höndum hans en hann ædaði, svo
hann rak hann upp í enni sér og
sprengdi þar fyrir. (Séra Jón pró-
fastur Konráðsson.).
GRETTISHLAUP
Grettishæð heitir norðarlega á
Stórasandi, og er mælt, að Þorbjörn
öngull hafi dysjað höfuð Grettis í
hæðinni. Skammt þar fyrir norðan
er klettagljúfur, og er það að mesm
vatnslaust, þegar snjóar em Ieystir.
Minnir mig það sé kaUað Grettis-
hlaup. Hafði skessa ein eitt sinn elt
Grettir að gilinu og ætlað að taka
af honum fjóra hrúta, er hann
hafði náð. Hann krækti þá hrútana
saman á hornunum, hengdi svo yfir
axlir sér í bak og fyrir og stökk
síðan yfir. Gat hann naumast stöðv-
að sig á bakkanum hinu megin.
„Vel stokkið," mælti tröUkonan,
„ef maðurinn hefði verið óhrædd-
ur." „Lítið er það, sem gangandi
manninn dregur ekki," sagði Grett-
ir, „en stökktu betur, þú ert laus
og óhrædd." Hún rann þá eftir, en
gat ekki stöðvað sig á barminum.
Náði hún í víðirunna og hékk svo
fram af. Þó ætlaði hún að vega sig
upp, en Grettir gekk þá að og hjó
á hríslurnar, svo tröHkonan steypt-
ist í gljúfrið, og varð það hennar
bani. (Greinilegast E. B., hann
einn tilgreindi staðinn).
FALLEGA ÞAÐ FER SVO NETT
Einu sinni stóð kona úd á hlaði
og sá, hvar maður hennar var að
smala í fjallshlíð, seint á vetri.
Kom hún auga á, að hommi skrik-
aði fótur á hjarnskafli og hrapaði
fram af klettum, sem vom fyrir
neðan. Urðu konunni þá þau Ijóð
af munni, er síðan eru í minnum
höfð:
Fallega það fer svo nett,
flughálkan er undir,
hann er að hrapa klett af klett
og kominn ofan á grundir.
LÍTIÐ SÝNISHORN AFKARLA-
OG KERLINGASÖGUM
GUÐ STRAFFAR
ÞAGMÆLSKUNA
Einu sinni var ógnarlega kjöft-
ugur karl, sem alltaf var eitthvað
að mærða. Veðjuðu piltar nokkrir
eitt sinn við hann um það, að hann
gæti ekki þagað heilan dag, og hétu
honum spesíu, ef hann gæd það.
Karli gekk öllum vonum betur að
þegja, svo hinir fóru að verða
hræddir um hann mundi vinna.
Leituðu þeir ýmsra bragða að koma
honum til að tala. Seinast fóru þeir
að segja hvor öðrum sögur um það,
að þeir, sem lengi þegðu, misstu
stundum málið. Þá rauf karlinn
þögnina og mælti: „Ekki þori ég
að þegja lengur, ég veit ekki nema
guð minn góður straffi mig þá og
taki af mér málið." Tapaði hann
þá veðinu, þó hann héldi málinu.
OFT ER LJÓTUR DRAUMUR
FYRIR LITLU EFNI
Einu sinni vaknaði kerling i
rúmi sínu fyrir ofan karl sinn með
gráti miklum. Karl leitaðist við að
hugga hana og spurði hana, hvað
að henni gengi. Kerling sagði sig
hefði dreymt ógnarlega ljótan
draum. „Hvað dreymdi þig, skepn-
an'mTn? '”segir karl. „Minnstu ekki
á það," sagði kerling og fór að
snökta. „Mig dreymdi, að guð æd-
aði að taka mig til sín." Þá mælti
karl: „Settu það ekki fyrir þig. Oft
er Ijótur draumur fyrir litlu efni."
FRÁ JERÚSALEM ÞEIR SENDA
Einu sinni var kerling að sópa
sorp úr bæ og fyrir dyrum á jóla-
föstu, og vildi svo tH, áður en hún
Framhald á 6. síðu.
EINNAR MlNÚTU
GETRAUN:
ríve
slyngur
rannsáknarí
ertu
Hvernig lézt frú Beiamy?
Þegar prófessor Fordney ók um hina miklu um-
ferðaræð, þá skotbremsaði hann skyndilega svo að
bíllinn hans snarstoppaði. Hann hafði ekið framhjá
hrúgaldi, sem lá á miðri götunni. Hann hljóp þegar
á staðinn, og sá þá að það var kona, á að gizka
fimmtug, klædd venjulegum heimafötum og í peysu,
en á enninu var Ijótur áverki. Að útilokað var að hjálpa
henni var skjótt augljóst. Líkið var kalt og eflaust var
skýring á dauðanum sú, að ekið hafði verið yfir hana,
því tvenn dekkjaför voru á brjóstinu á henni.
Fordney skipaði einum lögregluþjónanna, sem var
að bægja hinum fjölmenna hópi vegfarenda sem safn-
ast höfðu saman, frá slysstaðnum, að hringja þegar á
lögreglustöðina. Klukkustund seinna var prófessor
Fordney enn að reyna að finna einhvern, sem varpað
gæti Ijósi á atburðinn.
Eftir langdregna og erfiða rannsókn tókst honum
að upplýsa að konan væri frú Belamy, sem bjó í út-
hverfum borgarinnar. Þá tókst lögreglunni loksins að
hafa upp á Nick Chester, sem var leigjandi hjá hinni
látnu konu, og sem játaði þegar í stað, að hann hefði
ekið henni í borgina í sínum eigin bíl. Hann sagði
að hún hefði farið úr bílnum um það bil tvær blokkir
rri 13***'' '
frá þeim stað, sem Fordney hafði fundið hana. Þegar
hann heyrði að frú Belamy hefði ekki verið með gler-
augun sín þegar hún fannst, þá gat hann til að hún
hefði gengið fyrir bifreið og ekillinn ekið burtu.
Prófessorinn stundi þungan. Hann myndi ekki
sleppa úr hitasvækju borgarinnar um þessa helgi.
Vinnan kæmi fyrst, svo var nú það.
„Nú jæja, hvernig stóð á því, að frú Belamy var
klædd í karlmannspeysu? Og hvers vegna var líkinu
af henni kastað út á þessum stað? Hún hafði sannar-
lega ekki orðið fyrir bíl eða myrt héma“, tautaði
prófessorinn við sjálfan sig gremjulegur á svipinn.
Hvernig vissi prófessorinn þetta? Svar á 6. síðu.
axmTnster
ANNAÐ EKKI
AXMINSTER Grensásvegi 8 — Sími 30676