Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Page 3
Mánudagur 17. apríl 1972
Mánud agsblaðið
3
ÓLAFUR HANSSON PRÓFESSOR:
NEFIÐ
í sambandi við nefið er til marg-
vísleg þjóðtrú, og eru ýmsar slíkar
hugmyndir alkunnar hér á íslandi.
Við þekkjum talshættina að rjúka
upp á nef sér og ná ekki upp í
nefið á sér fyrir reiði. í íslenzkri
þjóðtrú er nefið tengt reiðinni á
ýmsa vegu. Ef mann klæjar í nefið.
reiðist maður bráðlega Sú þjóðtrú
er einnig til í útlöndum, en þar
getur það líka vitað á fleira, ef
mann klæjar í nefið, t.d. á gesta-
komu. í Þýzkalandi er til sú trú,
að ef unga stúlku klæjar í nefið
verði einhver bráðlega til að biðja
hennar. Kfáði í nefinu getur líka
táknað að maður fái óvæntan koss
á sama degi.
NEFIÐ OG SKAPGERÐIN
Sú trú er eldgömul, að ráða megi
skapgerð manna og innræti af
stærð og lögun nefsins. Yfirleitt
þykir öllum betra að vera með stórt
nef en lítið, maður með lítið nef
þykir lítill fyrir sér, og stundum
er talið að hann sé þjófóttur. Sér-
lega illt er að vera með flatt nef,
slíkir eru oftast illmenni segir þjóð
trúin. í fornri indverskri þjóðtrú
eru tröll og illvættir oft flatnefja.
í ýmsum forngrískum sögum var
hin ormhærða ófreskja Medúsa
sögð með flat nef, og stundum er
hún sýnd þannig á myndum. Fólk
með kartöflunef er oft talið falskt
og lygið. Hins vegar er ágætt að
vera með arnarnef. Það ber vott
um gáfur, gott ætterni örlæti og
rausn. Enn eimir víða eftir af þeirri
trú, að menn með arnanef séu eð-
albornir í ættir fram. Ef nefið er
hvasst að framan eru menn háð-
fuglar.
Stundum má marka óorðna
Hluti á nefinu. Ef æð sézt á nef-
inu eru menn feigir.
v nuii ub
AÐ BREYTA
Á SÉR NEFINU
Sumir eru óánægðir með nefið á
sér og vilja hafa það allt öðru vísi
en þáð er. Og nú á dögum er mögu
leiki á að fá því breytt. Andlits-
skurðlæknar leika sér að því. En
löngu áður en þeir komu til sög-
unnar, var til sú trú að breyta
mætti lögun og stærð nefsins með
göldrum. Sú trú er útbreidd í Mið-
Evrópu, einkum í Sviss. Ef menn
vildu breyta nefninu áttu þeir að
fara út í skóg á jólanóttina Þar
skyldu þeir ieita uppi hæstu eik
skógarins og ná í það laufblað, sem
efst var á henni Síðan skyldi drepa
kött með hvíta rófu og rjóða blóði
hans á eikarlaufið. Svo áttu menn
að loka augunum, núa blóðinu af
laufinu á nefið og segja hvernig
maður vildi hafa það. Þá fékk mað
ur á svipstundu sitt óskanef.
NEFIÐ OG
KVEÐJUSIÐIR
Víða meðal frumstæðra þjóða
einkum á Suðurhafseyjum, heilsast
menn með því að núa samannefj-
um. Þessi siður er að líkindum
sprottinn af fornri trú á snerti-
galdur að menn geti skipzt á dul-
arfullum krafti við snertingu.
Stundum er kveðjan fólgin í því,
að menn sleikja nef hvors annars
eða bíta jafnvel í það. Sumsstaðar
á Austur-Indlandi og Mið-Afríku
heilsast menn með því að gefa
hvor öðrum langt nef. Þar er þetta
hátíðlegur kveðjusiður en í Evrópu
fór þetta snemma að verða háðs-
merki, og svo er enn.
LANGA NEFIÐ
í fjölmörgum ævintýrum er sagt
frá því, að menn geri óvinum sín-
um þann grikk að stækka nefið á
þeim með göldrum. Stundum varð
þá nefið svo langt að það hringaði
sig utan um haUir og heilar borgir,
og hundrað manns þurfti til að
bera það. Oft var þessum ósköpum
komið í kring með einhverju töfra
dufti eða töfrajurtum. Galdramenn
irnir kunnu oftast einhver ráð til
þess að færa nefið í samt lag afmr,
og tóku oftast fyrir það ærið fé eða
þeir heimtuðu að launum kóngs-
dótturina og hálft ríkið.
Á 17. öld var uppi í Frakklandi
maður sem átti sér undralangt nef
og fáránlegt, þó að engir galdrar
væru með í leiknum. Þetta var
skáldið og ævintýramaðurinn Cyr-
ano de Bergerac. Nef hans er lík-
lega hið frægasta, sem verið hefur
til á þessari jörð. Mörgum varð á
að hafa það í flimtingum, en það
var hættulegur leikur og kostaði
marga lífið. Bergerac skoraði hvern
þann mann á hólm, sem dirfðist að
gera gys að nefi hans og lagði
marga þeirra að velli. Þetta var
bæði Iangt nef og dýrt.
NEF OG
ANDARDRÁTTUR
Sérstaka helgi fær nefið oft á sig
vegna þess, að það er sett í sam-
band við andardráttinn og lífið
sjálft. Því er oft trúað, að sálin
fari úr líkamanum í gegnum nefið,
þó að stundum hugsi menn sér að
hún fari um munninn eða jafnvc-1
eyrun. Hjá Forn-Grikkjum þekktist
sú hugmynd að skáldin fengju inn-
blástur í gegnum nefið. Þar sem
andardráttur er stundum setmr í
samband við vindinn, kemur upp
sú trú að menn geit valdið stormi
með því að blása ákaft gegnum
nefið. Til þess að valda gerninga-
veðri eru reyndar tii margar aðrar
aðferðir.
LYKTIN
Það er alkunnugt, að frumstæð-
ir menn eru stórum lyktnæmari en
siðmenntað fólk. Einkum gildir
þetta tun veiðimannaþjóðir. Veiði-
menn Indíána geta fundið lykt af
dýrum í ótrúlegri fjarlægð. Það er
jafnvel fullyrt, að þeir geti með
lyktinni fundið, hvort dýrið er ungt
eða gamalt, karlkyns eða kvenkyns.
Hvítum mönnum þykir lyktnæmi
Indíána ganga göldrum næst. Flest-
um frumstæðum mönnum þykir
lykt af hvítum mönnum vond, jafn
vel svo, að þeir gretta sig alla af
viðbjóði. Galdramenn frumstæðra
þjóða þykjast geta fundið lykt af
öndum og draugum. Geta þeir af
lyktinni ráðið, hvort andinn er góð-
ur eða illur eða hvaða framliðinn
maður er á /erðinni.
Enn eimir eftir í Evrópu af svip-
uðum hugmyndum í þjóðtrúnni.
Hér á íslandi þekkist bæði drauga-
lykt og fylgjulykt, en það eru ekki
nema fáir útvaldir, sem bera skyn
á þá hluti. Þeir, sem glöggir eru
á fylgjulykt, vita gerla, hvaða per-
sóna nú sé væntanleg.
Bæði hjá frumstæðum þjóðum
og í þjóðtrú menningarþjóða
þekkjast þær hugmyndir, að spá
megi fyrir veðri af lykt. Sumir
finna lykt af roki löngu áður en
það skellur á Hér á landi er sú trú
útbreidd, að þegar mikill þefur er
úr koppum viti það á norðanátt.
Um þetta er vísan alkunna:
Veltast í honum veðrin stinn ^
Veiga mælti skorðan.
Kominn er þefur í koppinn minn.
Kemur hann senn á norðan.
HNERRINN
í sambandi við hnerrann eru til
margvíslegar hugmyndir í þjóð-
trúnni, og eru sumar þeirra æva-
gamlar. Bæði hér á íslandi og er-
lendis er sú trú algeng að hnerrar
boði gestakomu, menn hnerra gesti
í matinn. Dravídar í Indlandi trúa
því, að andar góðir eða illir, valdi
hnerrum, og má af hnerrunum
ráða, hvort heldur sé. Þarf þá stund
um að hafa einhverjar særingar í
frammi við þann, sem hnerrar svo
að ekki hljótist illt af í þjóðtrú í
Evrópn kom sú hugmynd snemma
fram, að sá, sem hnerraði, væri
bráðfeigur, ef ekkert væri að gera.
Til að koma í veg fyrir þetta gerði
sá, er hnerraði krossmark fyrir vit-
um sér. Þeir, sem viðstaddir voru,
höfðu oft einnig yfir einhver bæn-
arorð. Af þessum venjum mun vera
sprottinn sá siður að biðja Guð að
hjálpa sér, þegar menn hnerra.
Framhald á 6. síðu.
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER -
cc
LU
>
I
cc
LU
>
<
cc
LU
>
<
QC
LU
>
<
QC
LU
>
<
QC
LU
>
<
QC
LU
>
<
QC
LU
>
<
cc
LU
>
<
QC
UJ
>
<
QC
LU
LITAVER
LITAVER
Veggfóöur
Höfum fengið nýja sendingu af veggfóðri — Bjóðum nú
okkar glæsilega litaval á Litavers-kjörverði
Teppi
20 tegundir af teppum — Filtteppi — Nylonteppi með eða
án gúmí-undirlags — Ný mynstur — Nýjir litir — £n okkar
landsfræga Litavers-kjörverð
Mdlning
Nú sem fyrr bjóðum við 2000 tónaliti að eigin vali
Gólfdúkur — Gólfflísar
Glæsilegt litaúrval — Litavers-kjörverð — Margar tegundir
— Lítib vib í Litaveri —
— Það hefur ávallt borgað sig —
LITAVER
LITAVER
>
<
>
<
m
33
>
<
m
33
>
<
m
33
>
<
m
33
>
<
m
33
>
<
m
33
>
<
m
33
>
<
m
33
m
33
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER -