Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Page 7
Mánudagur 24. apríl 1972
Mánudagsblaðið
7
Hvert nú stúlkur?
Guðlaugur Einarsson, hrl.:
orðbréfamálið
Ár 1960, 8. apríl kl. 13.25
mætir í rétinum vitnið Sigur-
jón Ingason, sem áður hefur
mætt í máli þessu.
Áminntur um sannsögli.
Vitnið segir aðspurt, að yf-
yfirmenn lögreglunnar hafi
leitað til vitnisins, þegar
blaðagreinarnar tóku að birt-
ast og beðið vitnið, eins og
ýmsa aðra lögreglumenn, um
aðstoð við að upplýsa hver
eða hverjir stæðu að baki
greinanna. Vitnið varð við
þessum tilmælum, svo sem
skýrsla vitnisins frá 29. marz
ber nánar með sér, sbr. dskj.
nr. 6. Það mun hafa verið
í desember 1959, sem Magn-
ús Guðmundsson sagði vitn-
inu, að hann væri höfundur
betur en að það hafi þá
skömmu síðar skýrt Ólafi
Jónssyni, fulltrúa lögreglu-
stjóra, frá þessu atriði.
Ovæntur árangur
Framhald af 8. síðu.
það er aðeins í draumum aðal-
kvenpersónunnar sem þeir birt-
ast, stæltir og fullir karlmanns-
þróttL Upptaka á því atriði
myndarinnar sem sést hér að
ofan — einni draumsýninni —
reyndist fremur erfið, þar sem
hún fór fram í febrúar og frost-
ið var ekki sérlega vel til þess
fallið að kveikja svo mikinn ást
arbríma hjá statistunum að
greinilegt væri að þeir gætu
gagnað hinni ófullnægðu aðal-
persónu. En þetta tókst sæmi-
lega eftir atvikum og hver stat-
istanna hlaut 8.000 kall fyrir
viðleitnina.
★
En fyrst við minntumst á
„Playboy" áðan hefur það borið
til tíðinda að stúlka sú sem ætl-
unin var að væri svokallaður
„leíkfélagi" ritsins í þessum
mánuði, sýna sig þar í allri sinni
ásköpuðu dýrð, sá sig um hönd,
eftir að nektarmyndirnar höfðu
verið teknar af henni. Stúlkan,
Debbie Hanlon að nafni, 19 ára,
hafði verið á forsíðu ritsins í
nóvember, þá í baðfötum, en
hafði lofað að „sýna allt", eins
og ,Time" segir, í aprílheftinu.
En hún afturkallaði loforðið,
eftir að hún varð félagi í Vott-
um Jehóva. Nektarmyndir eiga
víst ekki upp á pallborðið hjá
þeim.
Menntaskóla-
Framhald af 1. síðu.
ekki það sem „höfðingjanna“
sé siður.
Það er langt því frá, að
blaðið ætli sér að „morali-
sera“ yfir nýstúdentum. Hins-
vegar finnst okkur full þörf á
því, að þessi hræsni og yfir-
drepsskapur skóla- og lög-
regluyfirvalda sé lagður niður.
Ef að leiðtogar þjóðarinnar og
væntanlegir fyrirsvarsmenn
hennar geta leyft sér að hunza
lög og reglur þá er ekki að
vita hvað aðrir leiðast út í.
Þegar vitnið varð þess á-
skynja, að Magnús Guð-
mundsson hafði skrifað hót-
unarbréfið til lögreglustjóra,
lét vitnið það kyrrt liggja,
enda átti vitnið ekki von á
því, að Magnús mundi senda
hótunarbréfið. Um einni og
hálfri viku eftir að vitnið sá
Magnús vélrita hótunarbréfið,
sagði Magnús vitninu frá því,
að hann hefði sent lögreglu-
stjóra hótunarbréfið, svo og
annað hótunarbréf. Magnús
sagði vitninu frá efni þess
bréfs. Eftir því sem vitnið man
bezt var efni þess eitthvað á
þá leið, að ekki liði löng stund,
unz lögreglustjóri yrði liðið
lík. Ekki minntist Magnús á,
að hann hefði sett kveðju und-
ir þetta bréf.
Daginn eftir eða svo skýrði
vitnið Erlingi Pálssyni frá
þessari vitneskju sinni um
hótunarbréfin, enda fannst þá
vitninu slíkt skylda sín, þar
sem málið var orðið svo alv-
arlegs eðlis. Erlingur tók
skýrslu af vitninu. Vitnið lét
þess ekki getið í þessari
skýrslu sinni, að það hefði
horft á Magnús vélrita hótun-
arbréfið, því að vitnið áleit
að með því gæti það kallað
yfir sig aðfinnslur yfirmanna
sinna vegna þess að það hafði
hleypt Magnúsi inn í stjórnar-
ráðið. Vitnið hafði fengið þau
fyrirmæli í sambandi við gæzl-
una, að hleypa ekki óviðkom-
andi mönnum inn í bygging-
una. Vitnið var ekki öruggt um
nema að Magnús yrði talinn
óviðkomandi maður i þessu
það gerðum vitnisins um það,
sambandi. Hins vegar réði
að vitnið hleypti Magnúsi inn,
að Magnús hafði áður verið
við gæzlu í stjórnarráðinu og
Magnús var umrædd skipti á
vakt og í einkennisbúningi.
Vitnið leiddi talsvrt hugann
að þessum hótanabréfasend-
ingum Magnúsar og taldi rétt
að segja yfirmönnum sínum
allt af létta. Þá var tekin af
vitninu skýrslan, sem dagsett
er 29. marz s.l. sbr. dskj. nr.
6. Vitnið segir aðspurt að yf-
irmenn þess hafi hvorki boð-
ið sér fé né friðindi vegna að-
stoðarinnar, sem þeir báðu
vitnið um í sambandi við að
upplýsa hver væri höfundur
blaðagreinanna.
Vitnið rekur ekki minni til
þess, að það hafi verið búið
að heyra um kæru Magnúsar
Guðmundssonar á Magnús
Sigurðsson, þegar vitnið á-
kvað að skýra yfirmönnum
sínum frá því, að það hefði
séð Magnús vélrita hótunar-
bréfið.
Um þær mundir, sem Magn-
ús skýrði vitninu frá því, að
hann væri höfundur blaða-
greinanna, spurði Magnús
vitnið eitt sinn að því, hvort
vitnið ætti ekki ritvél. Vitnið
! sagði honum, að hann ætti
I enga ritvél, en spurði, hvort
Magnús ætti ekki ritvél.
Magnús kvað svo vera, en
sagðist ekki geta notað hana.
Ekki innti vitnið Magnús nán-
ar eftir því hvers vegna hann
gæti ekki notað sina eigin rit-
vél og hvað hann ætlaði að
vélrita. Magnús lét orð falla
um að hann gæti fengið lán-
aða ritvél hjá manni vestur í
bæ. Ekki nafngreindi Magnús
þann mann.
Uppl. játað rétt.
Sigurjón Ingason.
Dómari I eggur nú fram
skýrslu, sem tekin var af vitn-
inu 27. febrúar 1960 og um
ræðir í framburði vitnisins hér
að framan.
Skýrsla lesin vitninu. Vitn-
ið staðfestir skýrsluna.
Síðasta málsgrein skýrsl-
unnar er brengluð, því að vitn-
ið vissi þaþð fyrst frá Magn-
úsi, að hann hefði sent lög-
reglustjóra hótunarbréfin sbr.
framburð vitnisins hér fyrir
dóminum í dag.
Uppl. játað rétt.
Sigurjón Ingason.
(sign.)
Vék frá kl. 14.45.
Ár 1960, 8. apríl kl. 14.47
mætir í dóminum sem vitni
Erlingur Pálsson, yfirlögreglu-
þjónn, til heimilis að Bjargi
við Sundlaugaveg, 64 ára
að aldri.
Áminntur um sannsögli.
Vitnið kannast við að hafa
tekið skýrslurnar af Sigurjóni
Ingasyni frá 27. febrúar og
29. marz s.l., sbr. dskj. nr. 6
og 19.
Vitnið skýrir aðspurt frá því,
að það hafi spurt Sigurjón
Ingason að því, þegar það tók
af honum seinni skýrsluna
hvers vegna hann hafi ekki
sagt allt af létta við fyrri
skýrslutöku. Sigurjón svaraði
því til, að hann hefði óttast
hefndir af hálfu Magnúsar, ef
Sigurjón skýrði yfirmönnum
lögreglunnar frá öllu því, sem
hann vissi um hótunarbréfin.
Sérstaklega ráði miklu um
þennan ótta hans tillitið til
fjölskyldu Sigurjóns, en hann
býr á afskekktum stað í
Garðahreppi. Við nánari yfir-
vegun hafði Sigurjón þó á-
kveðið að skýra frá öllu því,
sem hann vissi, því að honum
fannst það nauðsynlegt, að
yfirmenn lögreglunnar fengju
að vita allan sannleikann.
Vitnið segir aðspurt að það
eftist ekki um, að Magnús
Guðmundsson sé höfundur
níðgreinanna. Þá er vitnið ekki
í vafa um, að Sigurjón Inga-
son skýri rétt frá um þátt
Magnúsar í hótunarbréfunum.
Vitnið hefur ekki reynt Sigur-
jón að neinu misjöfnu. Hefur
hann reynzt heiðarlegur í
starfi.
Uppl. játað rétt.
Erlingur Pálsson
(sign.)
Vék frá kl. 15.15.
Framhald af 4. síðu.
Orlög þeirra
Hefur ekki hin glaðlynda og
glæsilega Zza Zza Gabor, sem er
þrígift og þrískilin, látið í ijós
álit sitt um sín margbreytilegu ást-
arævintýri: „Ég vildi óska, að ég
gæti verið köld og róleg eins og
enskar konur, en ég er alltaf í eld-
inum." Og einnig sagði hún, þegar
slitnaði upp úr ástarævintýri þeirra
Rubirosa:
„Ég var hrædd við að giftast einu
sinni enn."
Og hvað um Belindu Lee, sem
var gift myndatökumanninum
Cornelius Lucas, er hún skildi síðar
við. Hún var nærri dauð af svefn-
lyfjaeitrun í Róm, og samtímis var
farið í flýti með Filippo Orsino
prins á spítala, hafði hann tekið of
stóran skammt af svefnpillum og
skorið sig á púlsinn. Þau prinsinn
og Belinda höfðu verið bendluð
saman í blöðunum.
Og svo endaði þessi glæsilega
stúlka líf sitt í hræðilegum bíla-
árekstri.
Sönn hamingja
Auðvitað eru til undantekningar.
En næst er þið lesið um hina glæsi-
legu kvikmyndastjörnu, sem eyðir
fríinu sínu á Bahamaeyjunum, ekur
lúxusbílnum sínum eða bara situr
veizlu einhvers milljónarans, þá
ættuð þið að hugsa ykkur augna-
blik um.
Munið, að mqguleikar ykkar á
hamingju eru til lengdar miklu
meiri, jafnvel þó þið verðið að vera
án gervibirtu frægðarinnar.
(U. Bloom. — Stytt).
„Til fiskiveiða
förum..."
Hvítasunnuferð m/s Gullfoss
Jt til Vestmannaeyja
FRÁ REYKJA VÍK
19. MAÍ
TIL REYKJA VÍKUR
23. MAI
VERÐ FRÁ
KR. 4.218,-