Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Síða 1
24. árgangur
Mánudagur 8. mai 1972
17. tölublað
Ræfildómur lögregluyfirvalda!
Stúdentar þjóðarskömm —
Ríkisstjórn án löggæzlu
Ef það er nokkur hlutur sem lögregluyfirvöldin svíkja EKKI,
þá er það þegar til greyskapsins kemur. Framkoma lögreglu-
stjórans í sambandi við heimsókn Rogers hins bandaríska
sýnir, að hann er alls ófær um að stjórna öryggisvörðum
Reykjavíkur um leið og það sannar, að fámennur skríll getur
með leik yfirtekið höfuðstaðinn ÁN þess að þessi skrifstofu-
piltur þori að hefjast handa. Nú væri það svosem út af fyrir
sig, ef lögreglustjórinn yrði sér aðeins til skammar innanlands.
En ef hann ætlar að láta það viðgangast að fámennur hópur
ölmusupilta háskólans geri þjóðina að undri, þá væri honum
bezt að hverfa heim í eldhús sitt og huga að matargerð.
EKKERT EINSDÆMI
Það væri ekki ólíklegt, að
hérarnir í ríkisstjórninni, hafi
skipað lögreglustjóranum, að
hafast ekki að. Magnús og
Lúðvík voru búnir að undir-
stinga öfgamenn sína í skólan-
um, að sýna hug kommúnista
á íslandi til Bandaríkjanna á
einhvern hátt, en kváðust hins
vegar hvergi nálægt myndu
koma. Ef lögreglustjórinn hef-
ur látið að ósk þeirra, þá er
hann því meiri kvíga en ella.
Menn munp enn þegar hann
stefndi fjölmenni niður á Aust-
urvöll — ÞEGAR KOMMAR
VORU BÚNIR AÐ STEFNA
ÞANGAÐ ORUSTU- OG
RIBBALDALIÐI SÍNU, OG
Er það satt, að laun nokk-
urra leikara okkar séu að
líkjast launum Hollywood-
stjarna?
BLÓÐUG ORUSTA HÓFST
FYRIR FRAMAN ALÞINGIS-
HÚSIÐ OG STÓÐ REYNDAR
FRAM Á NÓTT! TÁRAGAS,
GRJÓTKAST O. S. FRV.
„ÖRYGGI“ — HLÁLEGT
í þetta skiptið voru þetta
rösk hundrað kommúnista á
framfæri landsmanna, sem
bjuggust fyrir í Árnasafni og
heituðust að verja það ef til-
raun yrði gerð að sýna gesti
þjóðarinnar safngripi. Lögregl-
Fyrir 3—4 mánuðum vildi
það óhapp til á dráttarbraut-
inni á Akranesi, að stoðir
brustu með þeim afleiðingum,
að eitt skipana í viðgerð fór
á kaf, en önnur urðu innlyksa,
svo ekki sé rætt um tjónið hjá
fyrirtækinu sjálfu, ásamt tapi
því sem eigendur skipana urðu
fyrir.
Skjótt kom í Ijós, að vegna
vanefna, þá var um undir-
tryggingu að ræða, og var bú-
ið við að fyrirtækið ylti um
koll vegna útgjalda. Sökum
þess að um mikla atvinnu og
nauðsyn dráttarbrautarinnar
var að ræða hljóp ríkið undir
an í Reykjavík hefur stundum
gumað af „öryggisráðstöfun-
um" sínum er erlendir þjóð-
höfðingjar hafa sótt okkur
heim. Ef „öryggi" hennar er
ekki meira en svo, að henni
kemur slíkur undirbúningur
óvart, þá er hann minna virði
en margan grunaði og ekki
undrandi þótt útlendir enn
byggi meira á erlendum vörð-
um, en mótorhjólandi skraut-
fjöðrum á undan bílum sínum.
SLAGSMÁL
OG KVENLÖREGLA
Það er að vísu aðalstarf lög-
reglustjórans að sjá svo til, að
menn hans kunni vel að slást
utan skemmtistaða, stilla tii
friðar á heimilum og sinna
dyravörzlu, utan vinnutíma.
Hins vegar hefur lögreglustjóri
og „vaktstjórar" minna sinnt
því, að menn þéirra yrðu betur
búnir til viðtöku ef alvörutíð-
indi bæru að garði. Lögreglan
í Reykjavík sinnir þeim friðar-
störfum, sem kvenlögregla
baggann og veitti einkafyrir-
tæki þessu all-stórt lán, 23
milljónir, svo rekstur gæti
haldið áfram og fyrirtækið
staðið sæmilega við sitt. Hér
er sem sagt um nauðsynjafyr-
irtæki að ræða — í einkaeign.
Ætla mætti, að fyrirsvars-
menn fyrirtækisins væru harla
ánægðir yfir þessum málalok-
um og björgun fyrirtækisins,
sem, eftir reglum einkarekst-
urs, hefði annað hvort orðið
að fá einkalán eða fara á
hausinn. Sú varð þó ekki
reyndin, að forráðamenn köfn-
uðu úr þakklæti.
Framkvæmdastjórinn hafði
samband við Mbl. og kvað
margt ama að. Hann sagði lán-
ið bæði of lítið, lánstímann
alltof skamman og yggldi sig
út í prósenturnar en þó hóf-
lega: okkur vantaði 36 milljón-
ir, fengum 23, og lánið er að-
eins til 12 ára, fyrsta árið frítt,
sem er of stutt og vextir eru
81/2%!
Nú skal ekki efað, að öllu
þægilegra hefði verið að fá 36
milljónir en 23 milljónir. Það
gefur auga leið. Og lán til
lengri tíma en 12 ára hefíi ef-
laust verið ákjósanlegra. Þá
hefðu vextir eflaust mátt vera
minni.
En að menn, sem telja sig
reka einkarekstur, gjalda að
annarra landa annast, en
breytir þó til í því, að hún
slæst frítt við drykkjumenn og
óstýrlátar konur. Má vera að
þar sé orsökin, að ekki fæst
fólk í kvenlögregluna. Það er
nóg „kvenlögregla" fyrir og
smápía í forustuliðinu.
RÁÐHERRATUSKAN
Það er ekki til afsökun fyrir
framkomu lögregluyfirvald-
anna nú fremur en áður þegar
á hefur reynt. Að vísu kann
ekki að skipta máli þótt banda-
rískur ráðherra hafi ekki feng-
ið að skoða dýrgripi landsins.
En vera má, að enn hafi þess-
um stúdentaræflum tekizt að
draga álit íslands og íslend-
inga niður í skítinn. Forsætis-
og dómsmálaráðherra sýnir
enn gleggra en fyrr, að hann
er tuska, alls óhæfur í bæði
embættin. Sú staðreynd, að
hann seldi balann sinn og
keypti sér baðkar þegar hann
tók við embætti, eins og frægt
Framhald á 7. síðu.
vísu afhroð, skuli svo ó-
beint ráðast á ríkið þ. e. al-
menning, fyrir að punga
ekki út þeirri summu sem
þeir þykjast þurfa, er dálít-
ið í ósamræmi við frjálst
framtak og leikreglur einka-
reksturs. Eflaust munu þeir
skjóta sér bak við grímu
þjóðarnauðsynjar og ís-
lenzks iðnaðar, plús atvinn-
unnar sem fyrirtækið veitir.
Máske gleyma þeir þvi, að
þeir reka ekki fyrirtækið
með persónulegt tap fyrir
augum og njóta og hefðu
notið góðs af, ef óhappið
hefði ekki skeð. Almenningi
finnst að hið opinbera hafi
gert mjög vel í þessu tilfelli
— miklu betur en oft hefur
verið gert. Nauðsynjafyrir-
tæki er ansi víðtækt orð —
öskubílar eru líka nauðsyn
og margir vinna við þá —
líku máli skiptir um fjölda
annarra fyrirtækja og iðn-
greina. Dráttarbrautir eru
ekki heilagar kýr í þjóðfé-
laginu. Síður en svo.
Og þótt snöggir blettir
séu margir á ríkisstjórninni,
þá er ástæðulaust fyrir
einkarekstursmenn að vera
með nöldur þegar þeim er
gott gert.
Eiturneyzla opinberra
starfsmanna
Það gengur nú fjöllunum hærra, að notkun eiturlyfja
fari vaxandi á skrifstofum og vinnustöðum hins opin-
/ bera, þó einkum meðal yngra starfsfólks. Deildarstjór-
? ar slikra stofnana hafa brugðizt illa við þessum vá-
? gesti, en ennþá hefur ekki fengizt að gert.
/ Eiturlyfjaneyzla þessi er á ótrúlegustu stofnunum
/ hins opinbera, en er blaðið leitaði álits ábyrgra aðila,
þá var þvi játað, að slíkt væri víst við lýði, en betra
/ væri að nefna ekki þær stofnanir, því reglan væri ekki
/ algild, og myndi verra af leiða ef slíkt yrði birt, þvi
/ margir væru saklausir. Blaðið mun leita ha'dbetri upp-
/ lýsinga á næstunni.
Akranes:
Dráttarbrautin og nöldrarinn
Finnabuxur o.fl.
Tilberar og Finnabuxur
þóttu vafasöm fyrirbrigði í
gamla daga, eins og sjá má
á 2. síðu.
Eigtnkonur
grafnar lifandi
Greftrunarsiðir eru marg-
víslegir eins og próf. Ólafur
Hansson lýsir í seinni grein
sinni á 3. síðu.
Ásatrú og
prestar
Hver er sekur? Sjá leið-
ara — Prestar styrkja Ása-
trú, segir Kakali á 4. síðu.
Fúlhyggja
Fúlhyggja er orð J. Þ. Á.
yfir svo marga af fremstu
þingþrösurum okkar og
leiðtoga, auk furðulegra
upplýsinga um þróun launa-
mála á íslandi.
Flugfreyjur
okkar eru súrar
Flugfreyjum skortir bros,
segja Loftleiðafarþegar á 6.
síðu — en gaman — og
fræðiefni er í sjónvarpinu
syðra.
Gæsaskyttur
Sjöunda síðan birtir bréf
lesenda um skrifstofustjóra,
flugfreyjur, gæsaskytterí o.
fl.
Sænskar dýrar
Þær eru dýrar þær
sænsku — þótt fríðar séu
— og Marlon Brando var
bara „feitur kall“ í augum
einnar filmstjörnu. — Og
svo Úr einu í annað.
— S. J.