Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Qupperneq 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 8. maí 1972 SNAKKAR EÐA TILBERAR eru búnir til af konum þannig, aS fyrst taka þær mannsrif úr kirkju- garði. Á hvítasunnumorgun stela þær koparstykki, er þær brjóta úr klukku í kirkju. Síðan reyta þær hár af herÖakambi á nýrúinni kind, er ekkja á, og í því hári vefja þær mannsrifið og koparstykkið saman, geyma það svo í barmi sér og spýta víni úr úr sér á það í næsta skipti, þegar þær verða til altaris, og er þá tilberinn gjörður En nær- ingu verða þeir að hafa af að sjúga konurnar sjáifar, og eru slíkar kon- ur auðþekktar af því, að þær eru haltar og hafa blóðrauða vörtu, Iíka spena, innanlærs, er tilberinn sýgur. Þannig má koma tilberum af sér: að Iáta þá tína saman öIJ lamba- spörð á þremur afréttum og færa sér, því þá springa þeir. Tilsýndar eru tilberar í lögun eins og upp- blásinn langi, íbjúgur til beggja enda, og stafnstingast þeir og eru mjög fljótir. Einu sinni kom maður að morgni dags að ullarbing, er hann ætlaði að breiða úr, en í því bili kom tilberi og þyrlaði burt með sér öllum bingnum. En fjörugur eldishestur var nærri, og reið maðurinn honum á eftir tilberanum, sem mest mátti hann. Sá maðurinn, að hesturinn yrði að springa, ef svo færi Iengi fram, en þegar koma á hlaðið á fjórða bæ, skauzt tilberinn úr bingnum og upp undir konuna, er var úti stödd. Maðurinn hljóp að konunni og tók hana höndum, fann tilberann inn á henni og hleit liann frá henni og sprengdi hann. En svo hélt tilberinn sér fast, að sugu- vartan slitnaði af konunni, og dó hún af blóðrás. Annar maður fór að fylgja fé sínu sjálfur, vegna þess undirflog gjörðust tíð hjá honum. Sá hann, hvar snakkur kom í fé sitt, og lof- aði hann honum að sjúga, sem hann vildi, og elti hann síðan mjólkur- fullan og seinfæran heim á búr- glugga konu nokkurrar. Var konan að strokka. Þegar á gluggan kom, kallaði tilberinn: „Af munnagjörð- ina, mamma." Ældi hann síðan hinni stolnu mjólk gegnum glugg- ann ofan í strokkinn, steypti sér sjálfum á eftir inn um gluggann og skauzt upp undir konuna, og tók maðurinn hann þar. Tilberasmjör þekkist á því, að sé kross gjörður í það, springur það allt í smámola. Því er sá siður upp kominn, að þegar konur hnoða smjör saman, gjöra þær kross í það með fingri. Var sú rák ætíð höfð á leignasmjöri því, er galzt til stól- anna. (P. Ó. og margir fleiri). FINNABUXUR, GJALDBUXUR, PAPEYJARBUXUR eru allt hið sama. Þær eru þannig til búnar, að maður tekur mannslík og flær belg af því upp að mitti, eða svo langt sem þurfa þykir, stel- ur síðan einhverjum peningi, helzt stórum, eins og spesíu. Á það að vera frá ekkju og á helgidag um messu, milli pistils og guðspjalls. Síðan fer maður í buxurnar, gjörir vasa á þær og lætur hinn stolna pening þar í, og er ætíð annar pen- ingur hjá honum, þegar maður fer ofan, í vasann. Buxurnar verða holdgrónar, og kemst maður ekki úr þeim, nema þeim sé komið á annan. Losnar maður ekki úr seinni skálminni, fyrr en maður er kominn úr þeirri fyrri og sá, sem við tekur, er búinn að fara í hana. En deyji maður í Finnabuxum, fer maður illa. (Greinilegast E. B.). Mensalder í Papey fór í Finna- buxur og rakaði saman ógurlega miklu fé, en ekki kom hann buxun- um af sér. Varð hann því að Iok- unum sturlaður og þungsinna. Er svo mælt, að einu sinni, þegar ver- ið var að búa um hann, hafi hann sagt, að senn mundi þetta fara af og annað taka við. Nokkrum dög- um seinna var hann í góðu veðri að reika út um eyjuna. Gjörði þá felli- byl mikinn, og síðan hefur Mens- alder ekki sézt. (Gunnhildur Jónsdóttir). ALEXANDER MAGNUS Svo er sagt, að konungur nokk- ur, er Alexander Magnus hét, hafi gjört kontrækt (Contract) við djöf- ulinn, að ef hann léti sig vinna all- an heiminn, mætti hann eiga sig. Konungur þessi lagði mikinn hluta heimsins undir sig á tólf árum. Kom hann loks til Babylonar. Var hann þá orðinn svo drambsamur, að hann kallaði sig guðs son og lét tilbiðja sig. Ekki drakk hann nema dýrasta vín af gullbikar, og er þá mælt, að djöfullinn hafi drep- ið hann þannig, að honum lét sýn- ast hann drekka vín úr gullskál, en reyndar var það eitur úr hófi af Auglýsing Skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavikur. Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hór með að aðalskoðun bifreiða fer fram 4. maí — 22. júní nk. sem hér segir: Fimmtudaginn 4 maí O- 1 — O- 50 Fösmdaginn 5. maí Ö- 51 — Ö- 100 Mánudaginn 8. maí Ö- 101 — Ö- 150 Þriðjudaginn 9. maí Ö- 151 — Ö- 200 Miðvikudaginn 10. maí Ö- 201 —• Ö- 250 Fösmdaginn 12. maí Ö- 251 — Ö- 300 Mánudaginn 15. maí Ö- 301 — Ö- 350 Þriðjudaginn 16. maí Ö- 351 — Ö- 400 Miðvikudaginn 17. maí Ö- 401 — Ö- 450 Fimmmdaginn 18. maí Ö- 451 — Ö- 500 Föstudagiiin 19. mai Ö- 501 — Ö- 550 Þriðjudaginn 23. maí Ö- 551 — Ö- 600 Miðvilnidaginn 24. maí Ö- 601 — Ö- 650 Fimmmdaginn 25. maT Ö- 651 — Ö- 7Ö0 Fösmdaginn 26. maí Ö- 701 — Ö- 750 Mánudaginn 29. maí Ö- 751 — Ö- 800 Þriðjudaginn 30. maí Ö- 801 —• Ö- 850 Miðvikudaginn 31. maí Ö- 851 — Ö- 900 Fimmmdaginn 1. júní Ö- 901 — Ö- 950 Föstudaginn 2. júní Ö- 951 —- Ö-1000 Mánudaginn 5. júní 0-1001 —■ Ö-1050 Þriðjudaginn 6. júní 0-1051 — 0-1100 Miðvikudaginn 7. júní 0-1101 — 0-1150 Fimmmdaginn 8. júní 0-1151 — Ö-1200 Fösmdaginn 9. júní 0-1201 — Ö-1250 Mánudaginn 12. júní 0-1251 — Ö-1300 Þriðjudaginn 13. júní 0-1301 — Ö-1350 Miðvikudaginn 14. júní 0-1351 — Ö-1400 Fimmmdaginn 15. júní 0-1401 — Ö-1450 Fösmdaginn 16. júní 0-1451 — Ö-1500 Mánudaginn 19. júní 0-1501 — Ö-1550 Þriðjudagin 20. júní 0-1551 — Ö-1600 Miðvikudaginn 21. júní 0-1601 — Ö-1650 Fimmmdaginn 22. júní 0-1651 — Ö-1700 og: þar yfir. Bifreiðaeigendum ber að færa bifreiðlr sínar til skoðunar til Bif- reiðaeftirlitsins Vatnsnesvegi 33 og verður skoðun framkvæmd þar daglega kl. 9—12 og 13—16.30. Tengivagnar og festivagnar skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Einnig skal færa létt bif- hjól til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgild ökuskír- teini. Sýna ber skilríki fyrir þvl, að bifreiðaskattur og vátrygg- ingargjöld ökumanna fyrir árið 1972 séu greidd og að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Einnig ber að sýna skilríki fyrir því, að Ijóstæki þifreiða hafi verið stillt. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd eða Ijósatæki stillt verður skoðun ekkl framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöld eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Bæjarfógetinn í Keflavík. reiðhesti konungs, er dauður var og hann hafði viljað láta tilbiðja (P. Ó.). UPP KOMA SVIK UM SÍÐIR Einu sinni var tekin gröf í kirkjugarði á prestsetri nokkru. Kom þar upp með öðrum greftri hauskúpa ein, og stóð bandprjónn gegnum hana. Prestur geymdi haus kúpuna, þangað til messað var næsta helgan dag á eftir. Beið hann þess, að allt fólk var komið í kirkju, og festi hann þá kúpuna yfir kirkju dyrum. Eftir embætti gekk prest- ur fyrstur út með meðhjálpurun- um og hugði að þeim, sem út gengu. Urðu þeir einskir varir Gættu þeir þá að, hvort nokkur væri eftir inni, og sáu þeir þá, að kerling ein gömul mjög bograði að hurðarbaki, og varð að neyða hana til útgöngu. Drupu þá þrír blóðdropar af kúpunni niður á faldtraf kerlingar. Hún mælti þá: „Upp koma svik um síðir." Gekkst hún þá við því, að hún hefði ráðið fyrri manni sínum bana með því að reka prjón gegnum höfuð hans. Var hún þá ung og hafði átt hann nauðug og samfarir þeirra verið skammar. Konan bjó sjálf um líkið, og höfðu ekki aðrir hugað að því. Síðan hafði hún gengið að eiga annan mann, en hann var þá líka dauður. Það er mælt, að erlingu þessari væri drekkt, eins og gjört var mæðrum, er fyrirfóru börnum sínum. Auglýsið í Mánudagsblaðinu EINNAR MÍNÚTU GETRAUN: Hwe slyngur rmnsóknari ertu Snjallt lögreglubragð „Einhver ykkar, eldri nemenda, hljótið að muna eftir Ed Krause, sem útskrifaðist fyrir nokkrum árum“, sagði Fordney prófessor við nemendur sína. „Hvað , um það, ég hitti Ed í gærkvöld — hann er sérh'aSfður starfsmaður hjá ríkislögreglunni — og hann lenti í dálitlu æfintýri, nú fyrir skömmu, sem ég er viss um Íað þið hafið áhuga á að heyra." Krause og stamstarfsmaður hans, George Hoffman, unnu sem vinnumenn á búgörðum, sem þeir eiga Otto Shendrik og Honus Wenger, en þeir eru báðir undir grun sem njósnarar. Dag einn ollu gerðir Shendriks því, að það var nauðsynlegt fyrir Ed að ná sambandi við Hoffmann, en þeir höfðu fyrirfram komið sér sam- an um stað fyrir stefnumót sín. Um kvöldið gerði hann sér upp afskaplega mikla tannpínu og spurði Shendrik ef hann gæti lánað bílinn hans til að komast í búð í þorpinu og fá meðöl. Hinn grunsemdarfulli og nízki bóndi gaf leyfi sitt — ef Ed borgaði fyrir benzínið. Þorpsbúðin var nákvæm- lega 61/2 mílu í norður frá bænum. Shendrik sagði að hann næði nákvæml. 13 mílum á hverju benzin-gallóni. Hvað um það, þegar Sendrik var búinn að taka niður mílufjöldann á hraðamælinum þá greiddi Krause hon- um fyrir gallónið. Shendrik bannaði honum að fara einu feti lengra en í búðina, og Þar sem hjólbarðar voru skammtaðir, þá kom ekki til mála að eyða dekkj- um með því að flækjast um. Þetta var sko ekki skemmtilegt fyrir Ed Krause. Hann varð að mæta í búðinni — Shendrik gæti rann- sakað það — en stefnumótsstaður hans við Hoffman var tveim mílum lengra í burtu, afleggjari mílu suðu af búðinni. Og hann hvorki kunni að taka mælinn úr var tveim mílum lengra i burtu, afleggjari míil suður hefði ekið lengra en 13 mílur, þá vissi Ed að hann yrði rekinn. Samt varð hann að ná sambandi við Hoff- man. „Ed er sniðugur" sagði prófessorinn að lokum ,,og 7 hann leysti þetta vandamál með glans. Hann ók í 7 þorpsbúðina og siðan á stefnumótsstaðinn við Hoff- 7 man og síðan til bæjarins. Hann snerti ekki á mælin- 7 um (né heldur nokkur annar), en samt, þegar Shend- 7 rik skoðaði mælinn, þá sýndi hann, að ekið hafði verið 7 nákvæmlega 13 mílur. Hvernig fór Krause að þessu?“ 7 Já, hvernig tókst Krause þetta? Svar á 6. síðu. )

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.