Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Qupperneq 3
Mánndagur 8. maí 1972 MánudagsbSaðið 3 ÓLAFUR HANSSON PRÓFESSOR: Að grafa sína dauðu (Framhald úr síðasta blaði). MÁSÓLEUM . í fornöld voru konungum og höfðingjum oft reist vegleg graf- hýsi af allt öðru tagi en pýramíd- arnir. Frægast af öllum slíkum graf húsurn er grafhýsi Másollosar kon- ungs í Litlu-Asíu. Það var í forn- öld talið eitt af sjö furðuverkum heimsins og af nafni Másollosar er dregið hið alþjóðlega heiti á graf- hýsum, másóleum. Á síðari öldtun hafa verið reist mörg skrautleg graf hýsi, en fegurst þeirra allra er Taj Mahal í Agra á Indlandi, sem ind- verskur fursti á 17. öld lét gera fyr- ir sig og drottningu sína. Ýmsir arkitektar og listfræðingar hafa lát- ið svo ummælt, að það sé fegursta hús á þessari jörð, en um slíkt verða skoðanir auðvitað alltaf skipt ar, ekki er til einn algildur mæli- kvarði á fegurð. LÍKBÁTURINN Meðal margra þjóða ríkir sú trú, að hinir dauðu þurfi að fara yfir fljót eða höf til að komast til dauða ríkisins. Þetta er til dæmis alþekkt frá Forn-Grikkjum, sem trúðu' því, að hinir framliðnu þyrftu að fara yfir fljót (Akeron eða Styx) til að komast í ríki Hadesar draugakon- ungs. Karon hét ferjumaðurinn, sem flutti þá yfir fljótið, og hann vildi fá sinn ferjutoll og engar jrefja-r þessvegna var hjá Grikkjum alltaf látinn peningur undir tungu- rætur hins dauða, svo að hann gæti borgað' ferj utoll inn. Framan af var peningurinn stundum brotinn í tvennt til að drepa hann líka, í dauðraheimum var ekki hægt að nota Iifandi pening. Trúin á för hins dauða yfir fljót eða höf hefur leitt til þess, að menn eru oft jarðaðir í bátum. Á Suður- hafseyjum voru Iíkin stundmn lát- in í báta, sem síðan var hrundið á haf út. Reyndar þekkist líka hitt á stöku stað að varpa Iíkunum hrein- lega í sjóinn. Og þetta kemur stund um fyrir enn, þegar menn deyja á rúmsjó. Eins og alkunnugt er, var það allalgengt á víkingaöldinni á Norðurlöndum, að lík væru látin í skip og haugar opnir yfir. Leifar þessara greftrunarsiða héldust sums staðar alllengi í því að líkkistur voru eins og bátar í Iaginu. Sumir ætla jafnvel, að báturinn sé hin upprunalega fyrirmynd líkkistunn- ar. Hún mun þó eiga sér fleiri fyr- irrennara, svo sem hola trjástofna eða höggnar steinþrær. Líkistur eru annars af ýmsum gerðum. í Frakklandi tíðkast það t. d. að hafa handföng á endum líkkistunnar, en ekki hliðunum, og bera líkmenn- irnir hana á öxlunum. LÍKBRENNSLAN Líkbrennsla er án efa yngri en greftrunin, en þó er hún ævaforn. Hún var algeng í Evrópu þegar á yngri steinöldinni. Sá siður tíðkað- ist hjá Forn-Grikkjum og Rómverj- um að brenna lík frjálsra manna, en lík þræla ( og glæpamanna) voru grafin óbrennd. Á Norður- löndum tíðkuðust greftrun og lík- brennsla hlið við hlið um Iangan aldur, og er ekki vitað með neinni vissu, eftir hvaða reglum þar var farið. Enn í dag er líkbrennsla út- breidd meðal Indverja. Langt fram eftir 19. öld tíðkaðist það í Ind- landi, að ekkjur voru brenndar lif andi á líkbáli manns síns. Að einhverju leyti er líkbrennsla sprottin af þeirri skoðun, að nauð- synlegt sé að losa sálina úr öllum tengslum við líkamann, svo að hún geti farið algerlega frjáls ferða sinna. En hún er þó áreiðanlega öðrum þræði sprottin af hræðslu við afturgöngur. Menn trúa því, að draugar eigi erfiðara um vik, ef líkin eru brennd. Þessi skoðun sést sums staðar í íslendingasögunum, svo sem í sögunum um Glám og Þórólf bægifót. Sumir eru mjög andvígir lík- brennslu af trúarlegum ástæðum. Parsar í Indlandi telja hana hinn voðalegasta glæp, sem unnt sé að drýgja. Hjá þeim er eldurinn há- heilagur, og með líkbrennslu er eld urinn saurgaður á svívirðilegan hátt. Og sumir spíritistar á okkar dögum halda því fram, að mönnum líði ekki vel fyrsta kastið hinum megin, ef Iík þeirra eru brennd. Þeir segja, að þeim finnist að þeir séu allsnaktir og hafi af því mikinn ama. SMURNING Smurning líka á sér trúarlegar orsakir. Menn trúa því, að sálin lifi áfram í líkinu eða leiti þangað að minnsta kosti öðru hverju. Til smurningar eru notaðar ýmiskonar kryddjurtir og stundum einnig salt. í þessari list hafa engir komizt eins langt og Forn-Egyptar. í Egypta- landi hefur fundizt fjöldinn allur af smurðum líkum eða múmíum og eru mörg þeirra 4000—5000 ára gömul. Þó má oft sjá andlistdrætti mjög greinilega. Egyptar smurðu einnig lík helgra dýra. Það hefur fundizt fjöldi af smurðum líköm- um heilagra katta. Margar þjóðir fyrr og síðar hafa smurt lík. Það hefur vakið furðu, hve framarlega íbúar Aleutaeyja við Alaska standa í þessu, en þeir eru annars harla frumstæðir. dögum halda þv, fram, að mönnum GREFTRUNAR- FÓRNIR Við jarðarfarir höfðingja fara oft fram fórnir í stórum stíl. Er þá fórnað bæði mönnum, dýrum og alls konar munum. í fornum grískum heimildum er sagt frá því, að greftrunarfórnir hafi tíðkazt í mjög stórum stíl hjá Skýþum, sem byggðu Suður-Rússland í fyrndinni. Þegar höfðingjar Skýþa voru greftr- aðir var þrælum og hestum fórnað hundruðum saman, svo að heldri mennirnir yrðu ekki fótgangandi og einmana á gresjum eilífðarinn- ar. í Afríku tíðkaðist það víða fram undir síðustu aldamót, að konum höfðingja var fórnað við greftrun þeirra. Við andlát höfðingja eins í Vestur-Afríku var öllum konum hans, 600 að tölu, fórnað, svo að hann yrði ekki konulaus hinum megin. SORG Þeir, sem missa nána ættingja, láta oft sorg sína í ljós á áberandi hátt. Þeir syngja stundum sorgar- söngva á ákevðnum tímum dags marga mánuði eftir fráfall ástvinar- ins. Víða mála menn sig sorgarlit- um eða bera ákveðna sorgarbún- inga Víða er svart liturinn en í Austur-Asíðu er það hvítt og með sumum þjóðum gult. Sums staðar tíðkast það, að menn og konur raki af sér allt hár, er þau verða fyrir ástvinamissi. Ástralíunegrar hafa þann sið, að þeir bíta af sér einn fingurkögg- ul, ef þeir missa náinn ættingja, Hendur gamals fólks, sem hefur átt mörgum á bak að sjá, eru því illa leiknar stundum og til fárra hluta nýtar. Einkennilegur siður var á Hawai á meðan þar var sjálfstætt ríki. Við lát konunga gengu öll lög úr gildi í nokkra daga. Þá máttu menn drepa og stela, án þess að þeim væri refsað fyrir. Notuðu margir sér þetta, sem hversdags- lega voru mestu heiðursborgarar. Þá gat hinn fátæki orðið stórríkur á einni nóttu með því að vera duglegur að stela, og þótti sá auður velfenginn. Þá gám konurnar los- að sig við leiðinlega eiginmenn, kálað þeim í allra augsýn, og þóttu jafngóðar eftir Sá, sem ekki notaði sér á einhvern hátt þetta einstæða tækifæri, var litinn óhýru auga, þá var litið svo á, að hann bæri enga sorg eftir sinn ástsæla konung. í Austurlöndum stráðu menn oft ösku í hár stt tl að sýna sorgi sína. Askan varð þá oft einnig tákn iðr- unar eftir einhver afbrot. Askan sem iðrunartákn smeygði sér inn í kristnina, og á öskudeginum geym- ast minjar um slíka siði. Hjá frumstæðum þjóðum má finna vísi að líkræðum. Við jarð- Framhald á 6. síðu. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER - oc UJ > cc UJ > < cc UJ > < cc UJ > < I- oc UJ > < I cc UJ > < cc UJ > < oc UJ > < oc UJ > < oc UJ > < cc UJ > < LITAVER LITAVER Veggfóöur Höfum fengið nýja sendingu af veggfóðri — Bjóðum nú okkar glæsilega litaval á Litavers-kjörverði Teppi 20 tegundir af teppum — Filtteppi — Nylonteppi með eða án gúmi-undirlags — Ný mynstur — Nýjir litir — En okkar landsfræga Litavers-kjörverð Málning Nu sem fyrr bjóðum við 2000 tónaliti að eigin vali Gólfdúkur — Gólfflísar Glæsilegt litaúrval — Litavers-kjörverð — Margar tegundir — Lítiö viö í Litaveri — — Það hefur ávallt borgað sig — LITAVER LITAVER > < m 00 > < m 33 > < m 33 > < m 30 > < m 3J > < m co > < m oo > < m oo > < > < m LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — UTAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER -

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.