Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Síða 4
4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 8. mai 1972
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON
Sími ritstjórnar: 13496 — Auglýsingasími: 13496
Verð I lausasölu kr. 30,00 — Áskriftir ekki teknar
Prentsmiðja Þjóðviljans
NATO, kndráS og
sök vestanmanna
Frétt Mánudagsblaðsins um síðustu helgi, um að hafið í
kringum Island, svo og utan lofthelgi landsins, væri morandi
af rússneskum vígvélum og njósnavélum, hefur vakið mikla
jathygli. Ekki er það þó, að þetta væru nýjar fréttir. Síður en
svo, en samt eru hugsandi menn orðnir uggandi um, að stefna
kommúnista um brottrekstur NATO-varnarliðsins verði ofan
á í ríkisstjórninni og ráði þar bæði ótti og stundarhagsmuna-
stefna Framsóknarflokksins, undir stjórn óþroskaðs forsæt-
isráðherra og reynslulítils og meinlauss utanríkisráðherra.
Hinir eiðbundnu landráðamenn í öryggismálum þjóðarinnar,
Magúns og Lúðvík, eru í senn harðir og einbeittir og heittrú-
aðir á áform austrænna leiðtoga sinna um að „frelsa ísland“
og spara ekkert í að stappa stálinu í öfgafulla, fámenna en
harðsnúna klíku fylgismanna sinna, sem sí og æ vekja athygli
á sér með hávaða og kröfum. Hannibalistar í ríkisstjórninni
hafa hinsvegar fengið bakþanka enda lýzt þeim svo, að taki
Rússar yfir, þá er dögum pólitísks frelsis þeirra skiótt lokið
— sem og reyndar öfgamanna sem harðast fylgja eftir brott-
rekstri varnarliðsins.
Allur þorri (slendinga, um 90—95%, vilja áframhaldandi
veru varnarliðsins. Þessi meirihluti, eins og jafnan gildir um
meirihluta hjá hverri Þjóð, er sofandi og tómlátur um öryggi
lands síns. Hann trúir því ekki, innst inni, að öryggið sé í
hættu, vegna þess að hann er vanur því, og öryggið hefur
sótt hann heim og tekið bólfestu fyrirhafnarlaust. Þessu var
líkt farið í löndúnum áúsTantjalds,'sém nú lúta alræði komm-
únista og yfirstjórn Rússa. Fámennir hópar hrifsuðu völdin,
náðu hernum undir sig, og, fyrirvaralaust, urðu einvaldið
í hverju landi. Fólkið,' hirin dáðlaúsi svefnþruhgni méirihluti,
vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið fyrr en um seinan. Sorg-
legasta dæmið um tilraun til endurbóta er Dubcek og „vor-
dagar“ hans, sem Rússar, að bón þarlendra manna á borð
við Magnús og Lúðvík, komu fyrir kattarnef.
Bandaríkjamenn eiga líka sína sök á því, að vinsældir
þeirra, sem fulltrúa NATO, eru ekki sem skyldu. Það er stað-
reynd, að þeir hafa, viljandi eða óviljandi, svikið þá samninga.
sem gerðir voru í upphafi við varnarliðið. Talið er að um 3000
sjóliðar og skyldar herdeildir séu staðsettar syðra. Þó síðari
árin hafi tekizt að „blanda" herdeildum Bandaríkianna, bæði
til lands, lofts og sjávar vestra, þá vildu íslendingar, að varn-
arherinn hér yrði einungis skipaður mönnum, sem mest líkjast
íslendingum. Við erum 200 þúsund og þjóðarstofninn þolir
ekki of náið samband við ólíkustu þjóðabrot. Þarna hafa jafn-
réttis- og lýðæðisskumarar vestmanna svikið. Herliðið er
fullt af filipínum og blámönnum. Svo er langt gengið, að sjálf-
ir „hvítu" mennirnir í sjóhernum syðra, þola ekki filipína sína,
og láta það óspart í Ijós. Hér hjá okkur er ekki um kynþátta-
fordóma að ræða, heldur þá einföldu staðreynd, að eðli þessa
fólks er svo gjörólíkt okkar, að við kærum okkur ekki um að
Bandaríkin, í nafni NATO, séu að flytja „innanlandsvandamál"
sín til Islands. Látum 20 milljónir blámanna kúga 200 millión-
ir „hvítra, gulra Ijósbrúnna og eirrauðra Bandaríkjamanna",
það er þeirra business, ekki okkar.
Hinsvegar verður því ekki neitað, að síðasta áratuginn hafa
NATO-menn á Islandi sýnt einmuna kurteisi og látleysi í garð
Islendinga, sem mun sjaldgæft fyrirbrigði þar sem vamarlið
eru staðsett. Sá er annar , en minna verður, Ijóður á ráði
bandarískra. Þeir létu fámenna klíku kúga sig til að draga
úr styrkleika sjónvarpskrílis Þeirra, sem fjölmargir íslendingar
höfðu góða dægradvöl af. Þetta ofbeldi var svo einstætt, að
engin dæmi munu slíks, Að venju báru Bandaríkjamenn ekki
gæfu til að skilja hug og anda íslenzku þjóðarinnar, fremur
en svo oft í samskiptum sínum við erlendar þjóðir, og sköp-
uðu sér óþarfa óvild með þessum gjörðum.
Umfram allt. Landið má sízt nú vera varnarlaust og sem
meðlimir NATO krefst allur þorri Islendinga, að varnarlið frá
NATO sé hértil öryggis. Landráðastefnu kommúnista, í dular-
klæðum ættjarðarástar, verður ekki sinnt.
KAKALI skrifar:
í HREINSKiLNI SAGT
ÞaS skyldi þó aldrei vera, að
hið almenna getuleysi presta
sé farið að hrekja menn til nýrra
trúarbragða, jafnvel aftur til Ása
trúar, eins og komið hefur fram
í blöðum? Á íslandi starfar
fjöldi trúarflokka, sumir all-fjöl-
mennir, aðrir fámennir en allir
harðsnúnir. Það er t.d. fullyrt,
og með talsverðum rökum og
sannleika, að meðlimir eins trú-
arflokksins sleppi við opinbera
refsingu eða fangelsisvist vegna
hörku leiðtoganna, líkt og full-
yrt er í sambandi við Frímúrara.
Það er því ekki ónýtt að innrit3
sig í einhvern slíkan trúarflokk,
einkum ef viðkomandi er valtur
á svelli dyggðarinnar og gjarn
á að komast í kast við lögin.
Það kann eða vera, að „Jesús
kasti öllum syndu bak við sig"
eins og oft er sungið á samkom-
um Hjálpræðishersins, sem er
sama sinnis og „ríkistrúin" okk-
ar en hitt er eins víst, að ís-
lenzkum presmm tekst mun
1 verr en kollegum þeirra í öðrum
trúarflokkum, að halda meðlim-
um hjarðarinnar utan múra fang
elsanna, ef þeir reynast brotleg-
ir í mannlegu samfélagi. Víða
um heim, skýtur upp nýjum trú
flokkum, en flesdr t. d. þeir
amerísku eru venjulega stofnað-
ir af geðsjúkum ofsamönnum,
stórsnjöllum svikurum og fjár-
plógsmönnum, eða hálfvilltum
svertingjum, sem með auknu
frelsi, sem þeir kunna flestir lítt
með að fara, hverfa aftur til upp
runa síns og mynda trúarflokka
eftir þokukenndri mynd frum-
skóganna. Þá er það helvítistrú-
in, sem ryður sér nokkuð til
rúms, en upp er komið að þar
standa að baki hálærðir fjár-
plógsmenn, sem hafa hinn ó-
vitrari Iýð, svo og afskræmis-
fólk eins og hippa og eiturlýð,
að fylgismönnum.
Nú hafa íslendingar horfið
aftur til uppruna síns, að
minnsta kosti nokkur stykki, og
vilja endurvekja trúna á Óðinn,
Þór og aðra kappa en telja að
sjálfsögðu lítið eða ekkert hald
í væli presta Lúthers og sífelld-
um innri erjum þeirra, afbrýði
og helgiverkahnupli, sem er að
verða eitt af aðalsmerkjum ís-
lenzkra trúmála. Það skal játað,
að til eru, en aðeins fáir, prestar,
sem virðast liafa bein í nefinu
og eru ómyrkir en snjallir í máli
hvort heldur úr stól eða persónu
lega. En þeir eru svo fáir og
fjarlægðin milli þeirra heil ljós-
ár. Þá var mér tjáð nýlega, að
prestur einn hafi í útvarps-
predikun, látið einarðlega í ljós
álit sitt á ræfladýrkun borgaryf-
irvaldanna, en, eins og kunnugt
er, þá er atkvæðasnap „meiri-
hlutans" komið á það stig, að
úthlutað er íbúðum af fínustu
og dýrustu gerð til drykkjuræfla.
kvenna og karla, sem svo Iauna
þessa „góðgirni" að þeir stela
vöskum, klósettum, jafnvel bað-
kerum og gólfteppum til að
selja fyrir áfengi, og borgaryfir-
völdin borga viðgerðirnar, nýj-
ar innsetningar tækja, með
smeðjubros og vona — en að-
eins byggja á voninni — að at-
kvæði þessara ræfla (sem auð-
vitað ættu ekki að vera atkvæð-
isbærir) falli í skaut hins hrikt-
andi borgarstjórnarmeirihluta,
sem enn heldur velli. Þessi prest
ur er óvenjulega hugrakkur og
Hrekja prestar
nean til nýrrar
trúar _
Asatríani eykst
fylgi — Voru
gsðln verri? —
Öidrykkja í
Blómaát á
himnum -
Helvítistrúin —
Sinnisveikj —
Verkefnahring-
ur — Sam-
keppnin —
Hvert stefnir?
trúari sinni köllun en vælugerð-
ismenn, þessir náhrafnar sem fá
jafnvel stirðnuð hræ til að
hrökkva í kút undir útfarar-
snakki sínu.
Það væri víst ekki svo vitlaust
að hverfa aftur til einhvers
forms Ásatrúar. Ekki það, að
kristin trú sé í raun réttri ann-
að en ágæt og göfug hugsjón.
Hún hefur bara verið svo geypi-
lega misnotuð af miklum hluta
þeirra manna, sem tekið hafa að
sér að „reka erindið", að jafn-
vel heittrúaðir hafa í raun
sannri misst kjarkinn og, oft,
trúna. Ásatrúin er ekki svo bölv-
uð og víst gefur hún eins góð
fyrirheit um annað líf og Lúther
bóndi gefur. Öldrykkja í Valhöll
(ekki við Suðurgötu) er ekki
dónaleg tilhlökkun eftir stritið
á jörðu og sumir munu segja,
að það sé öllu glæsilegri „fram-
tíð" en að fljúga milli blóma-
beða á himnum uppi, leika á
hörpu, og eiga á hættu að hitta
þann leiðinlegasta hóp manna
og kvenna sem hugsast getur.
Hótunin um „neðri staðinn" er
ekki að vísu glæsileg, en hins-
vegar er að gæta þess, að þar
yrði þó mun skemmtilegri sam-
kunda, en „uppi" ef að líkum
Iætur og fyrirheit presta er snef-
ill af sannleika.
Trúmál, eins og kvennamál,
geta orðið að hálfgerðri sinnis-
veiki, sem engin takmörk þekk-
ir. Kirkjumenn hafa orðið þekkt
ir að því, að hafa afskipti af
málum Iangt utan verkahrings
þeirra. Utan sjálfra safnaðar-
starfanna, þá vasast þeir í alls-
kyns „góðverkum", troða sér
inn á heimili, öllum til bölvun-
ar, með umvöndunina og „ráðin"
sín, selja blöðunum greinar um
málefni sem þeir hvorki bera
skyn á né kemur við, þvælast
um á börum borgarinnar — í
„björgunarleiðangrum" — og
mæla út gesti, hrissta höfuðið
og lauma sér síðan í eitt sherry-
glas þegar lítið ber á. Sumir
kunna að meina vel — oss er
ekki töm illgirni — en samt er
ekki laust við að oss gruni, að
þetta sé ekki annað en bölvuð
forvitni, blönduð öfundsýki og
undirniðri Ieynilegri löngun til
að fá sér einn léttan sherry og
taka — a. m. k. í huganum —
lítinn þátt í ánægju annarra.
En hvar eru svo prestar dags-
ins í gær? Hvar er Vídalíns-út-
gáfan? — eða aðrir gamlir ræðu
snillingar sem í minnum eru
hafðir? Þeir fyrirfinnast ^ekki. í
dag eru þetta — undantekning-
arlítið — eins og sirkusfílar sem
halda í halann á hverjum öðrum
og standa upp á hálftunnum,
sem oft minna á predikunar-
stóla. 1
Það er því engin furða þótt
menn fari að leita sér að nýjum
og haldbetri trúarbrögðum, þar
sem hofgoðar eru mikilfenglegri
en þeir sem nú leiða kristna. Eg
á bágt með að trúa því, að allir
sem uppi voru fyrir Krists burð
hafi farið beint til helvítis og
ég á enn verr með að trúa, að
meirihluti mannkynsins, sem
ekki trúir á OKKAR guð muni
gista í eldinum og kvölunum.
Kirkjustörfin á íslandi eru að
verða samskonar samkeppni
milli presta og safnaða og kjóla
kaup, innbú og gardínur milli
nýríkra smáborgarafrúa. Það
þarf annað og meira til að halda
fólki við trúna en dansagerðir
og söngva, þótt góðir séu.
Kirkjustörfin eru vissulega að
breytast, en við þau loðir helgi-
slepja, sem setur á þau falskan
blæ. Miklu betra væri, að sumar
athafnir yrðu afnumdar með
öllu og prestar látnir fella hemp
ur sínar en gerðir að einskonar
æskulýðsleiðtogum hverfanna,
sem síðan myndu keppa um
árangur. Þá yrði gaman og þá
hyrfi þessi laumusamkeppni um
sálarheill einstaklinga, ferming-
ar og skírnir.
En umfram allt: Það vantar
andans menn, rnenn sem hrífa t
Framhald á 6. síðu. I