Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Síða 5
Mánudagur 8. maí 1972
Mánudagsblaðið
5
Óvinsælar athugasemdir:
„Reynslan sannar, að atvinnulýðrœðismenn eru fljúg-
andi hýenur, óseSjandi á linnulausu bruni á milli
trogs og jötu, sem ekkert þekkja viðurstyggilegra en
sjálfstceðan atvinnurekanda, nema ef vera skyldi bjarg-
álna verkamann."
„Alkunn eru þau örlög stjórnmálamanna að verða að éta ofan
í sig fyrri staðhcefingar og kenningar. Magn þeirra rakalausu full-
yrðinga, sem stjórnmálamönnum er stundum gert að innbyrða,
fer svo gjarnan eftir því, hversu miklir pólitískir glaumgosar
þeir voru áður en ábyrgðarstörf hlóðust á herðar þeirra."
— MORGUNBLAÐIÐ. þriðjudaginn 25. Apríl 1972.
FÍNIR MENN
Draumur verkalýðsrekenda
um mikla peninga með lítilli
fyrirhöfn er fyrir Iöngu orðinn
veruleiki. Þeir, sem heima í hér-
aði og sérhver í sínum félags-
skap, þóttu jafnan smáskrítnir,
út undan sér og eiga ýmislegt
til, biðla nú hvorki kinnfiska-
sognir né magadregnir til þeirra,
er strita myrkranna á miili fyrir
sköttum og skyldum upp I út-
haldskostnað atvinnulýðræðisins.
Sultarslefan er horfin úr goggn-
um, skottið er reist. Þeir skólpa
ekki lengur af skónum sínum í
göturæsum eða klóra sér að húsa
baki.
Nei, síður en svo, öldin er nú
öll önnur.
Nú eru þetta húsbændur þjóð
arinnar, herrar landsins, forsjá
ríkisins. Nún tróna þeir á hjöss-
unum, bústnir og sællegir, í
nefndum og ráðum, útvarpi og
sjónvarpi, þingi og ráðuneyt-
um, bönkum og öðrum peninga
smiðjum, við stór skrifborð í
stórum skrifstofum, hlýjum og
björtum, og gera sig breiða með
því að sáldra út frá sér fyrir-
mælum, reglugerðum og tilskip-
unum.
Alþýðan hefir óneitanlega
hlúð vel að nytjaplöntum sín-
um, reynzt rausnarleg og gjöful,
eins og hennar var og er von og
vísa Ekki verður því heldur
neitað, að óskabörnin hafi haft
þá háttvísi til að bera að þakka
fyrir sig með áhrifaríkum hætti.
Það hafa þau sannarlega gert og
gera mögulunarlaust, venjulega
einu sinni á ári, með yfirnáttúr-
lega háum kauptöxtum, sem
hvarvetna hlytu að vekja öfund,
jafnvel í Suður-Ameríku, oftast
20—30% hærri en árið áður
ef .sérkröfurnar", „flokkatilfærsl
urnar" og önnur „aukaatriði"
eru talin með, en það gera reynd
ar fæstir atvinnurekendur og
enginn verkalýðseigandi.
MILLJÓNAFRAMTIÐIN
Enginn getur með góðri sam-
vizku láð alþýðu þó að hún sé
hreykin af kauptöxtunum sín-
um. a. m k. fyrstu dagana eftir
undirskrift. og sé full aðdáunat
á þrautseigju og harðfylgi bar-
áttujálka sinna. Það skil ég vel
— og reyni að virða að verðleik-
um, því að 20—30% árleg
hækkun dregur sig saman í álit-
Iega upphæð. Mér reiknast svo
til, að verkamaður, sem hafði kr.
250.000,00 í árslaun árið 1971,
muni fá í árslaun kr. 2.229.025,-
12 árið 1983, eftir aðeins þrjú
kjörtímabil, og er þó ekki reikn-
að nema með 20% kauphækk-
un á ári. Þetta þýðir, reiknað
dálítið öðruvísi, að verkamaður,
sem væri svo hógvær að láta sér
nægja sömu Iífskjör árið 1983
og árið 1971, eftir ein þrjú
vinstriskeið, og svo framfara-
sinnaður að vilja helga sig bók-
menntum, listsköpun eða vís-
indum, eins og hugur flestra
sósíaliskra verkamanna stendur
til, þyrfti ekki að vinna lengur
en tæpar 45 mínútur á sólar-
hring.
Af þessu má augljóst vera,
hvers vegna „Morgunblaðið"
hrósar verkalýðsrekendum á
hvert reipi fyrir „djúpstæðan
skilning á högum þjóðarinnar"
segir að þeir hafi „sýnt einstæða
umhyggju fyrir afkomu atvinnu-
veganna", og tekur alveg sér-
staklega fram, að „fylgismenn
stjórnarandstöðunnar beggja
megin við samningaborðið" hafi
átt „drýgstan þátt í, hversu giftu
samlega hefir tekizt til", og að
þess vegna ,andar nú öll þjóðin
léttara." (Sjá ca. annan hvern
leiðara „Morgunblaðsins" og
fjögur Reykjavíkurbréf; Desem-
ber 1971 — Febrúar 1972).
Lofgjörð „Morgunblaðsins" er
auðvitað heilshugar og í af-
bragðsgóðu samræmi við stefnu
þess og stjórnmálaþroska. Rit-
stjórar þess vita vel, að það
stendur skrifað skýrum stöfurn
mjög ofarlega á loforðalistum
allra flokka atvinnulýðræðisins,
„að kaupmáttur launanna eink-
um Iauna hinna Iægst Iaunuðu,
skal tryggður". Sjálfstæðismetin
fá því að sjálfsögðu ekki skilið,
að launþegar hafi hina minnsm
ástæðu til þess að kvíða framtíð-
inni.
KR. 26.429.899,86 —
ÁRSLAUNIN
Tölur eru oftast fróðlegar og
skýra málin yfirleitt vel, en ná
þó sjaldan tilgangi sínum til
fulls nema þær birtist í réttu
samhengi og eðlilegum saman-
burði. Það er því rétt að geta
þess hér, einkum vegna þeirra,
er kynnu að býsnast út af 20—
30% árlegum kauphækkunum
„hinna lægstlaunuðu", að þeir
eru til og það hreint ekki svo
fáir, sem þykir skömmin ein
koma til 20—30% kauphækk-
unar. Það sanna t.d. „Lög um
breyting á lögum nr. 4, 6. marz
1964, um þingfararkaup alþing-
ismanna" sem samþykkt voru .á
Alþingi 2. apríl 1971, og tóku
gildi 1. júlí sama ár. Með Iögum
þessum hækkuðu þeir atvinnu-
lýðræðismenn, er þá voru þing-
þrasar, sýnileg árslaun sjálfra
sín úr kr. 123.000,00 í kr.
772.296,00 að meðtöldum bíla-
styrk, eða um rösk 485%
(„vinnutími" þingþrasa 4 dagat
í viku, 3 tímar á dag að meðal-
tali, í 5 mánuði á ári).
Af því að ég hefi enga rök-
rétta ástæðu til þess að ætla, að
peningagræðgi atvinnulýðræðis-
manna muni þverra að ráði á
næstunni, en geri mér hins
vegar vonir um að þingþrasar
Iáti sér nægja 485% kauphækk
un á 7 ára fresti næstu 3 V2 kjör
tímabil, eins og undanfarið, þá
ættu árslaun þeirra að nema kr
26.429.899,86 eftir hækkunina
árið 1985. Eg vil ekki vera ó-
sanngjarn eða gera neinum get-
sakir ,og hefi þess vegna reikn-
að með að háttvirtum muni
endast heilsa til þess að halda
óstyttum „vinnutíma"
Og þá verður gaman að eiga
mörg og auðsveip skilningsgóð
atkvæði, sem „gera skyldu sína
á kjördegi".
En sökum þess, að það er og
verður bæði gaman og gróða-
vænlegt fyrir atvinnulýðræðis-
menn, raunar lífsskilyrði þeirra,
að eiga og eignast mörg atkvæði,
þá leiðir af málsins eðli, að það
verður bæði ógaman og kostn-
aðarsamt fyrir almenning að
eiga einlægt sæg atvinnulýðræð-
ismanna yfir höfði sér. Reynslan
sannar, að atvinnulýðræðismenn
eru fljúgandi hýenur, óseðjandi
á Iinnulausu bruni á milli trogs
og jöm, sem ekkert þekkja við-
urstyggilegra en sjálfstæðan at-
vinnurekanda nema ef vera
skyldi bjargálna verkamann.
HVER TRÚIR?
Mér finnst ekki með öllu ó-
eðlilegt þótt mörgum kunni að
þykja framangreindir útreikning
ar mínir á væntanlegum „kjör-
um" verkamanns árið 1983 ann-
ars vegar, og feng þingþrasa árið
1985 hins vegar, vera harla ævin
týralegir, e. t v. dálítið brosleg-
ir. Þeir eru hins vegar hvorugt,
heldur stærðfræðilega hárréttir
og reistir á raunverulegum, á-
þreifanlegum lýðræðisforsend-
um og þess vegna hryllilegir.
Ótrúlegir eigi að síður, en þó
ekki ótrúlegri en mörg önnur
dæmi, sem mjög auðvelt er að
draga fram í dagsljósið.
Kunningi minn einn keypti
sér t. d. spariskó fyrir nýliðna
páska. Þeir kostuðu kr. 5.350,00
eða sem næst jafnvirði notalegr-
ar íbúðar á tímum síðustu hægri
stjórnar á íslandi (1927—1931),
þ. e. áður en „stjórnmálamenn-
irnir" í stíunni við Austurvöli
urðu gripnir þeim afdrifaríka
heilahristingi að halda, að ekki
væri vogandi lengur að líða
þegnunum sjálfræði í hinum per
sónulegustu málefnum sínum,
nefnilega ráðstöfunarrétt yfir
eigin aflafé og lögmætum eign-
tun.
Eg á eimfremur ekki sérlega
erfitt með að gera mér í hugar-
Innd, að yfirgnæfandi meirihluti
landsmanna myndi reka í roga-
stanz yfir ósvífni minni og
barnaskap, ef ég gerðist svo
djarfur að gera tilraun til þess
að telja þeim trú um, að þing-
þrasar vorir rupluðu milljónum
króna árlega af vinnulaunum
skattgreiðenda til greiðslu fyrir
störf, sem þeir hafa svarið að
vinna sjálfir. Mörgum hlyti á-
reiðanlega að verða á að hugsa
sem svo, að slík staðhæfing væri
sett fram gegn betri vitund eða
í stjórnlausu ofstækiskasti. Þeir
myndu án nokkurs efa minnast
þess, að aldrei býður sig fram
svo málstirður prakkari til þing-
setu, að hann ekki öskri með
báðum tungunum að hann einn
(ásamt kumpánum) hafi þekk-
ingu á öllum þáttum mannlegra
viðfangsefna, að hann einn (á-
samt kumpánum) ráði yfir
þeirri kunnáttu og úrræðaauð-
Iegð, sem dugi til lausnar á sér-
hverjum vanda. M. ö. o.: Það
sé því óhugsandi að slík gersemi
anda og atgerfis, munns og
handa, þurfi í smiðju til ann-
arra eftir að komið er á þing
(sýnileg árslaun kr. 806.424,00
árið 1972).
En — hægan, hægan!
Mig er ekki að dreyma. Því
síður er ég að skrökva.
TIL ÞESS ERU LÖG
— OG FJÁRLÖG
Eg hefi hér fyrir framan mig
„Lög um sérfrœðilega aðstoð
fyrir þingflokka", samþykkt 4
Alþingi 6. apríl 1971 — ein-
staklega lýðræðislegt plagg.
Upphaf og meginefni 1. gr
hljóðar svo í öllu sínu aðdáun
arverða hispursleysi
„GreiSa skal þingflokki
tiltekna lágmarksfjárhæo
og að auki ákveðna upp-
hæð fyrir hvern þingmann
til að kosta sérfræðilega
aðstoð fyrir þingflokkinn
og þingmenn hans við þing-
störf . . . “
Alveg sérstök grein, 4. gr.,
kveður á um undanbragðalausa
greiðslu fjárins, og þar er skýrt
tekið fram, að greitt skuli upp
á dag, ársfjórðungsleg:a. 4 gr.
tekur og af öll tvímæli um það,
að sjóðurinn skuli tryggilega var
inn gegn öllum hugsanlegum af-
skiptum óverðugra, því að þar
segir berum orðum:
„Þingflokkur ræður sjálf-
ur ráðstöfun þess fjár, er í
hans hlut kemur.“
Já, „þess fjár, er í hans hlut
kemur."
Mig minnir að sama orðalag
finnist í alþjóðalögum sjóræn-
ingja frá 17. öld
Að síðustu kemur
„ÁKVÆÐI TIL
BRÁÐABIRGÐA
Á þessu ári skal varið
3.4 millj. kr. til aðstoðar við
þingflokka samkvæmt lög-
um þessum.“
Það kom reyndar von bráðar
í ljós, að kr. 56.666,67 á þing-
þrasa á árinu 1971 reyndist ekki
nógu þekkingaraukandi upphæð.
Seðlabanki íslands og allir aðrir
íslands bankar, Háskóli íslands,
Hæstiréttur íslands, Hagstofa
íslands, Efnahagsstofnun ís-
lands, Fiskifélag íslands, Verzl-
unarráð íslands Búnaðarfé-
lag íslands, Iðnaðarmála-
stofnun íslands, Verzlunarráð
íslands, auk x-)-y annarra stofn-
ana, samtaka, sambanda og fyr-
irtækja, sem ávallt, og einnig nú,
hafa verið örlætið sjálft á ó-
keypis þróunarhjálp við þjakaða
samborgara, átm ekki heldur
neina þekkingu eða kunnátm af-
lögu, sem talið var óhætt að
treysta.
Snör handtök voru því brýn,
enda hægt um vik þar sem þeir.
er hjálpar vora þurfi, höfðu
áramga æfingu í að smeygja
liprum og löngum fingrum i
vasa leiðitamra sakleysingja.
Á fjárlögum alþýðulýðveldis-
ins íslands fyrir árið 1972, A-
Hluti, 4. gr., 1 00 Æðsta stjórn
ríkisins, 201 Alþingi, Viðfangs-
efni 09 Sérfræðileg aðstoð fyrit
þingflokka, era veittar kr.
3.570.000,00, en fjárveiting
samkvæmt ákvæðum annars
hluta 1. gr. laganna („og að auki
ákveðna upphæð fyrir hvern
þingmann") er falin í sömu
grein fjárlaga, Viðfangsefni 02
í kr. 51.991.000,00, og harma
ég því að geta ekki birt han?
að þessu sinni.
Vegna þess að ég Iegg áherzlu
á, að engum detti neitt Jjótt >
hug um þá, sem reyna að sjá sét
og sínum farborða af djörfum
Framhald á 6. síðv