Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Síða 2

Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Síða 2
2 AAánudagsblaðið Mánudagur 23. október 1972 IEIKHÚ LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR: FÓTATAK Höf.: Nína Rjörk Árnadóttir. —- Leíkstj.: Stefán Baldursson Að missa verk ur höndum sér Það er gleðilegur vottur alvör- unnar í íslenzku leiklistarlífi, LR- útgáfunni, að í byrjun leikársins skulu ekki allar helztu kvenstjörn ur félagsins vera ófrískar, eins og varð, þegar þær fyrst komust á regiulegt mánaðarkaup hérna um áriðpþótt sumar þeirra slömp uðust af fram á mitt leikár, oft meira af vilja en mætti. Nú háir þessi mannlegi veik- leiki ekki stjörnunum okkar og mæta þær nú frískar og fullar af áhuga og hæfileikum til starfs- ins. Og hvað er þá að? Ekki margt ennþá, nema — þær vantar verkcfni, verðugt verk efni til að spreyta sig á. S.l. mið- rikudagskvöld frumsýndi Leik- félag Reykjavíkur nýtt íslenzkt leikhúsverk. EÓTATAK, eftir IRínu Björk Arnadóttur. Þótt verk þetta sé einfalt í sniðum, þá er hugmyndin mjög þokkaleg. Gallinn er sá, að höfundur hefur ekki unnið nærri nógu vel úr þeim viði, sem fyrir héndi er, og verra, látið verkið í hendur leik- stjóra, sem hvergi bætir úr né kippir því upp úr þeirri lægð og leiðindum, sem allur fyrri helrrt- ingur verksins, því miður, ber á borð. Nína Björk hefur samið ein- þáttunga og tekizt all-þokkalega, þó aldrei eiginlega slegið í gegn. Þetta mun frumraun hennar í að semja heilt leiksviðsverk og reyndar er aðalkosturinn sá, að verkið er tiltölulega stutt. Þó nær það sér örlítið á strik eftir hlé, en þá hafa mcnn almcnnt tapað trúnni á verkið, nema ætt- ingjar og vinir, auk þcss hóps frumsýningagesta Iðnós, sem tel- ur það siðferðilega skyldu sína að klappa í tíma og ótíma. Þá þótti nokkur nýlunda, að í þetta skipti slógu þeir nýtt met, klöpp- uðu fyrir kynningu lcikara á sjálfum sér, sem mun einsdæmi, líkt og t.d. menn klöppuðu fyrir bókartitli án þess að kynna sér efni og meðferð þess. Fótatak fjallar um lítið þorp, auðmann, pólitískan hugsjóna- mann, (þegar hann er fullur), fisksala, ungt nýgift par; þrjár konur, Jónu verkamannskonu, Sesselju og Huldu, auðmannsdótt urina, auk aðalpersónunnar Mar- grétar hinnar lömuðu. Margrét er einskonar trúnaðarkona þorps- ins, beggja kynja, mild og blíð, skapgóð og þekkileg. Henni er kunnugt um allt, sem eitthvað er, þekkir hvers manns raunir og vonir, drauma og áhugamál. Hún er einskonar „instituion" staðar- ins, miðstöð alls sem máli skiptir. Eina leyndarmáliö, sem hún þeg- ir yfir eða, réttar sagt, trúir eng- um fyrir, er, að hún muni bráð- Iega fá máttinn í fæturna. Þó stenzt hún ekki mátið og segir Huldu frá þessu leyndarmáli, en þó ckki fyrr cn mátturinn er kom inn, að mcstu. Hulda er hálfvit- laus á taugum, velferðarþjóðfé- lags afbrigði með mciri auð cn aðrir. Við þessi tíðindi bregður hcnni svo við, að hún telur Mar- grétu ætla að hlaupa á brott með föður sínum, ekkli, og skilja sig cftir á spítala. Aðrar persónur verksins bregðast við á líkan hátt, allar hcimta þær óbcint að Mar- grét komi aftur í stólinn, og leikn um Jýkur með þv/, að þær — í hryllilega symbólskum og aula- legu atriði — fá ósk sína upp- fyllta, hlekkja hana í gullinn hjólastól — annað symból — á sjálfan jóladaginn, daginn, sem Margrét heldur sitt fyrsta boð. Eins og sjá má á þessari mjög svo einföldu lýsingu á gangi leiksins er hugmyndin ekki afleit. Það sem aflcitt er, er að höfund- ur hefur hvorki gefiö sér tíma né persónulegt tækifæri til að vinna úr hugmynd sinni, snyrta hana og fága, byggja upp samtölin og hnitmiða þau, í stað þcss að tala í scnn tæpitungu og um leið gera sumar ágætar persónur, scm gætu hafa orðið, að hálfgerðum mærð arvofum. Utan Margrétar má heita að engin pcrsóna Ieiksins sé cftirminnileg og þær skortir svo mjög persónuleika, að þær eru gleymdar í hléi, sem ættu að vera minnisstæðar a.tn.k. út verkið. Sesselja t.d. er ekki annað en gufa út allt verkið, sama máli gegnir um HuJdu, þótt hana grípi nokkur skapbrigði, og aldrei get- ur höfundur komizt hjá þeim regingalla að láta Eddu tala tæpi- tungu, sem unglingarnir gera ekki í dag, stikla kringum mergj- að mál, ósvífni og uppreisnarhug og hugmyndir cins og köttur kringum heitan graut. Sú týpa á að vera hið gagnstæða við Huldu, en höfundi tekst að gera þær í rauninni svo nauðalíkar og ó- merkilegar að raun cr að. Því miður hafa tnenn gert sér góðar vonir með Nínu Björku, en í þetta skipti, þá olli verk hennar vonbrigðum, miklum vonbrigð- um. Það cr ckki nóg að sýna spretti né hefja sig til flugs ef gefizt er upp á sprettinum og flugið fatast. Segja má, að fyrir höfundi vaki, að gera skugga- mynd af þorpssnakki eða þorps- lífi án upphafs eða cndis. Líka má segja, að þessi skuggamynd takist að nokkru leyti í einstaka atriðum af mjög mörgum, óþarf- lega mörgum atriðum. Symbol- ikkin í lokin er svo snubbótt að hún missir marks cftir það, sem á undan cr gengið. Meira segja — og þetta styður upphafs- og endislausa skuggamynd — þá er fjöldi lausra þráða í „myndinni". Lóló og Doddi, hvernig fór? hver var „vinurinn" Möggu? Góður höfundur skilur ekki karaktcra í verki sínu hangandi á bláþræði — í hengiflugi. Laxncss getur það máske, en hann hefur þó alltaf einhverja stefnu, einhvern aðaltón, sem er það sterkur að aukaatriði falla í hrcina gleymsku., eða eru afgreidd svo átakalaust, að menn missa ekki sjónar af aðaltcma verksins. Nína Björk gerir lítinn scm cngan grcinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum, skapar engar cftirminnilegar pcrsónur, sterk einkenni finnast ckki og lcikar- ar, og leikstjóri hjálpa höfundi ekki nokkurn skapaðan hlut, því vissulega hefði mátt leiðbeina höf undi og sýna henni hvar veikustu punktar verksins iiggja. Þjóðin, a. m. k. ekki Reykjavík, er ekki svo aðframkomin af leiklistar- þorsta, að ekki hcfði mátt bíða um stund meðan verkið var betr- umbætt í viðunanlegt form. Því miður er það árátta ýmissa Icikhúsmanna, að gera „allt ein- faldara" og vissulega hefur sú stefna mikið til síns máls. Hins- vegar getur svo farið, að leik- tjaldamenn gangi einum of langt t' „cinfaldleik" sínum og sú varð raunin á Jressari sýningu. Tjöldin cru einföld, fremur ósmekkleg og lélega unnin, sviðið, þ.e. allir veggir titra og skjálfa, feykjast til þegar gustur kemur á sviðið. Þetta er efalaust geysilega snið- ugt, en þar sem ég hefi séð svona ytra, þá ráða cnn smekkur og sæmileg virðing fyrir „make- belive" andrúmslofti leikhússins — en ckki algjört virðingarleysi eins og hér kom í Ijós. Af lcikendum bar mest á Helgu Bachmann, Margréti, og Jónu, Gu'Örúnu Slephensen, en almennt var leikurinn hvorki fugl né fiskur, þótt, eins og fyrr segir, smáum sprettum hafi brugðið fyrir. Þau Soffía Jakobs- dóttir og Guðmundur Magnús- son, nýliðar, að ég hygg, vöktu dálitla athygli í fremur gaman- sömum hlutverkum nýgiftra hjóna. A. B. Godfather Fi'amhaid af 3. síðu. verið fleygt. Hann lá á grúfu, en annar fóturinn stóð upp úr, stirðnaður. Enginn hefði fund- ið hann, ef ekki akandi maður, sem þarna átti Ieið um, hefði ekki séð skó, sem stóð beint upp í loftið. „Hvers vegna gerðuð þið það?" spurði rannsóknarlög- reglan um leið og hún dró teppið ofan af hinum illa ieikna skrokki Þeir vonuðu að morðinginn myndi falla saman. Engin gerðinn gerði það. Mafían sigrar Eftir dauða Tony þá hékk hópurinn saman nokkra stund en leystist síðan upp. Ró og friður ríkti aftur í hverfinu og Mafían héit áfram að gera við- skipti sín á sinn eigin hátt, vitandi að þjóðfélagið leyfir þeim það vegna þess að yfir- bragðið er svo virðulegt. Lög- reglan lét sýnast, að hún væri að leita að morðingja Tonys, en málið leystist aldrei. Eng- inn okkar vissi nokkurntíma hver svikarinn var. (Framhald.) 1 M m ■ * Hin Sigu haustfargjöld gera yöur kleift a3 hverfa um stund úr svalviðrum þeim, sem oft fylgja þessum árstíma hér, til að njóta mildari veðráttu, þar sem ennþá ríkir sumar. NotíS yð’ur 25%—30% haustafslátt okkar til loka október Ferðaskrifstofurnar og umboSsmenn Loft- leiða um allt land veita upplýsingar og selja farseðla. Sími 25100 beint samband við farskrár- deild. LOFTLEIOIR

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.