Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Page 7
Mánudagur 23. október 1972
Mánudagsblaðið
7
8. SlÐAN
hvötum. Þér eruð of tvístíg-
andi og kjarklítill í ástamálum
yðar. Þess vegna þurfið þér á
konu að halda sem á það til
að taka sjálf frumkvæðið. Þar
sem þér eruð iðuiega hlédræg-
ur og framkvæmdasnauður I
kynmökum yðar, ætti ástkona
yðar að hafa til að bera það
sjáifstæði og einbeitni að hún
leiti á yður endrum og eins.
Hún ætti að vera þannig gerð,
að hún gæti unnið bug á efa-
semdum yðar um hæfnt yðar
sjálfs, gefið yður aftur trú á
karlmennsku yðar. Þér eruð of
haldinn ótta við að þér verðið
svikinn í tryggðum — kokkál-
aður. Þessi nær stöðugi ótti
veldur því að yður er ósýnt
um að koma fram af þrótti og
karlmennsku. Þér ættuð að
reyna að vera athafnasamari og
sjálfstæðari í skiptum yðar við
hitt kynið.
1 — 4 — 6
Yður veitist ekki örðugt að
komast í kynni við konur, sem
yður geðjast að. Ef þér eruð á
höttunum eftir einhverri á-
kt'eðinni, þá eruð þér afar þol-
inmóður og látið ekkert aftra
yður. Þér vitið nákvæmlega
hvernig fara á að. Þcr eruð
ákaflega sjálfumglaður í ásta-
málum og gerið mikiar kröfur
til fylgikonu yðar. Þér sækizt
eftir tilbrigðum í kynmökum
yðar og ætlizt til þess af ást-
konu yðar að liún sé einnig
hugmyndarík og fús til að
reyna hvers konar afbrigði í
hvílubrögðum. Þér munduð
ekki tii léngdar geta átt góðar
samfarír við heimakæra hús-
móður, ,sem heimilið er fyrir
öllu, því að þér gerið miklar
kröfur í ástaltfi yðar. Þér þurf-
ið á stöðugri tilbreytingu að
halda, verðið alltaf að sanna
eitthvað nýtt. En þrátt fyrir
það mynduð þér aldrei láta
leiðast út í ævintýri umhugs-
unariaust. Þér látið ekki ginn-
ast, heldur metið jafnan ná-
kvæmlega kosti og galla, áður
en þér takið endaniega ákvörð-
un.
2 — 3 — 5
Því verður ekki haldið fram
með rökum, að þér njótið mik-
illar kvenhylli. Til þess eruð
þér ekki nógu útsmoginn og
einbeittur. Satt bezt að segja
eruð þér of hógltfur og sjálfum
yður nógur. Yður skortir hug-
rekki til að fella ástarhug tiJ
konu, verða ástfanginn. Þér
viljið sem minnst fyrir öllu
hafa og því er vður geðfelld-
ast ef kona sem yður lízt vel
á leitar á yður að fyrra bragði.
Yðtur fellur vel að Játa skjalla
yður og snúast í kringum yður.
Þér væntið þess af ástkonu yð-
ar að hún leitist á allan hátt
við að geðjast ýður. Þér viljið
gjarnan gamna yður, en allt
verður þó að vera í hófi. Við-
horf yðar til kynlífsins er ákaf-
lega jarðbundið og einkennist
af hófsemi og raunsæi. Kyn-
mökin eru yður einungis þægi-
leg tilbreyting í hversdagsleika
lífsins. Það væri alJs ekki úr
vegi fyrir yður að láta svolítið
meira til yðar taka, því að
kröfuhörð ástkona gæti varla
sætt sig við yður til lengda'-
ef þé'r reynið ekki að bæta
2 — 3 — 6
Þér eruð svo útsmoginn í
kvennamálum, svo fimur elsk-
hugi, að þér náið alltaf því
marki sem þér setjið yður, þótt
stundum kosti það ýmsa útúr-
dúra. Konum er það ljúft að
gefast yður á vald. Ástæðan er
sú, að konur finna það af eðl-
ishvöt sinni að þær muni vera
vel settar hjá yður. Og þær
hafa rétt fyrir sér. Þér eruð
bæði nærgætinn og kunnið á
því lagið að gera öðrum til
geðs. Ástkonu yðar finnst að
þér séuð aðcins til hennar
vegna. í faðmi yðar verður sér-
hver kona auðsveip ástmær, því
að þér hafið lag á því að vekja
með henni þær óskir og hvatir
sem duldust í fylgsnum sálar
hennar og líkama. Þér eigið
ekkert æðra markmið en að
veita ástkonu yðar hamingju,
og eruð fús til þess að fara
margs á mis í því skyni, Hálf-
kæringur er yður ekki að skapi.
Meginregla yðar í ástamálum
er þessi: Annað hvort allt eða
ekkert.
2 — 4 — 5
í Iivert sinn sem þér fellið
lnig til konu, finnst yður að
þér munið eiga í vændum ein-
stakt ævintýri, að þér munið
gera nýjar, óvæntar og töfrandi
uppgötvanir. Ekkert er yður
ógeðfelldara en að vera við
eina fjölina felldur. Þér leitið
stöðugt nýjunga, sem geri ást-
ina enn unaðssamari og fjöl-
breytilegri. Og af þeim sök-
um alið þér oft með yður svo
sérstæðar ímyndanir og óskir
um kynlífið, að það er ekki
ævinlega auðvelt fyrir yður að
fá þeim fullnægt. Gætið að því
að það er ekki öllum gefið að
vera jafn frjáls og óbundinn.
og þér viljið vera. Þér væntið
þess af ástkonu yðar að hún
sé umburðarlynd og jafnframt
reiðubúin að fara af troðnum
slóðurn. Þér leitið hjá henni
öryggis og blíðu, en viljið jafn
framt að hún svali þrá yðar eft
ir fjölbreytni í ástalífinu. Þér
þurfið á að halda fullkominni
eiginkonu og húsmóður, ást-
ríkri móður og ástríðufullri
hjákonu — í einni og sömu
persónu.
2 — 4 — 6
Það mætti nefna yður fagur-
kera ástarinnar, svo næmur og
viðkvæmur eruð þér í þeim
efnum. Þér takið ekki mikið
mark á svokölluðum „leiðarvís-
um" sem eiga að sýna hvernig
beztum árangri verði náð. Þét
eruð sannfærður um að því
aðeins geti maður og kona
vænzt hamingju í samlífi sínu
að bæði séu þess fús að opna
hvort öðru hug sinn allan. Þeg-
ar þér vinnið hylli konu, er
hún yður ckki aðalatriðið,
heldur persónulegt afrek yðar
sjálfs. Yður er það gefið að
heilla konur, því að þér getið
verið mjög töfrandi. Og þó
líður ekki á löngu þar til þér
fáið ósk yðar uppfylita. Þér
vitið nákvæmlega hvað er um
að ræða og hvað kona ætlast
til af karlmanni. Þér ætlizt til
þess af ástkonu ýðar að hún
sé hreinskiptin og opinská, en
hún má hvorki láta of mikið
á sér bæra eða troða öðmm um
tær — sízt af öllu yður sjálf-
Hvor þeirra er eðlilegri?