Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Síða 8
ENGIN KEÐJA ER STERKARI E N VEIKASTI HLEKKURINN t [1 TRYGGING ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 skólamálin o g bygging Sjó- mannaskólans. Öryggismál. tJtgáfa Sjómannablaðsins Vík- ings. Kjaramál sambandsfélaga. Endurnýjun togaraflotans. Samþykktir 1944. Sameiginleg kaup félaganna hér í Reykjavík á húseign- inni Bárugata 11. Vita- og hafnarmál. Endurnýjun á Síldarverk- smiðjum ríkisins. önnur margvísleg félagsmál og þjónustustarfsemi fyrir sambandsfélaga. Staðið frá fyrstu að Sjó- mannadeginum og uppbygg- ingu Hrafnistu, Dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna hér í Reykjavík. Fyrir þingfulltrúa hefur stjórn- in lagt fram all ýtarlega skýrslu ásamt skýrslu þeirri, sem hún sendi frá sér á síðastliðnu ári og verður ekki farið út í það nánar hér. Kaupgjaldsmálin hafa verið sterkur þáttur í sögu sambands- ins, og nú hafa þrjú sambandsfé- lög tvívegis á þessu ári hafið verkfall til að freista þess að ná fram hlutfallslegri hækkun á laun sín og þeirri hækkun, sem farið hefur fram hjá sambæri- legum stéttum í landi. Mismun- urinn er æði mikill, þó að það sé enginn, er réttilega metur starf farmannsins, sem beri á móti því, að honum beri ekki meiri laun á sjónum, heldur en stéttarbróðir hans í landi, sem nýtur síns heim- ilis, auk þess sem hann getur oft unnið margvísleg aukastörf til uppbyggingar heimilinu og utan þess. Mat á starfi og aðstöðu er ekki virt, þegar almennt er litið á þessa hluti. Verkfalli nú í vor lauk með gerðardómi, er átti að ljúka störfum fyrir 1. nóvember, sem hann og gerði. En það vakti furðu margra, að í dómnum kemurfram tímaþröng dómenda og vankunn- átta á þeim málum, er þeir áttu að kveða upp dóm um. Verkfalli því er nú hefur staðið yfir, lauk eftir 15 daga, með miðlunartil- lögu sáttasemjara fyrir milli- göngu ríkisstjórnarinnar, og samninganefnda félaganna. Verkfall er ekki hafið án þess að það sé búið að þrautreyna ýmsar leiðir til úrlausnar. Það er biturt vopn og vandmeðfarið, og því ekki óeðlilegt, að menn séu ekki á eitt sáttir um hvernig því skuli beitt. Allir vilja fá sneið af kökunni og deilt er um, milli stétta og starfshópa, hvað sneiðin á að vera stór, sem í hlut hvers og eins á að koma. Á stríðsárunum er sjómenn knúðu fram stríðsáhættuþóknun, öðru nafni (hræðslupeninga),fyr- ir að leggja líf sitt í hættu, til að afla bjargar í bú, stóð ekkilengi á viðmiðun við þá þóknun, sem einungis varð til áhættunnar vegna, og stríðskakan var fljót- lega étin upp. Með nýjum tækjum, tækni og stærri skipum, skapaðizt upp- gripasíldveiði á undanförnum ár- um. — Uxu tekjur sildveiðisjó- manna þá mjög mikið. Það stóð heldur ekki á viðmiðun við þær tekjur allt frá verkamönnum til lækna og lögfræðinga. En þessi viðmiðun verður alltaf óraunhæf, þar sem tekjur sjómanna miðast við aflahlut, sem er breytilegur eftir aflafeng og þess verðmætis sem fyrir hann fæst á heims- markaði. Óheillavænlegast í þess- um viðmiðunum er það, að aldrei er miðað við neinar meðaltekjur þessarar stéttar, hvað þá heldur þar undir, heldur er alltaf miðað við toppinn. Því miður er nú ekki hægt að öfunda síldveiðisjómenn af útlegð þeirra hálft árið norður á dumbshafi, þénandi í sumum tilfellum, vart meira en fyrir þeim sköttum, er þeir þurftu að inna af hendi til ríkis og bæjar frá síðasta skattári. Það væri til bóta að breyta greiðslufyrirkomulagi til þeirra sjómanna, er afla útflutnings- verðmæta sjávarafurða. En það er ekki víst að allir séu sammála 8 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.