Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Side 13
ég ekki. Enda ekki um síldar- farma af Skagafirði að ræða. Félagið átti upphaf að fleiru, bæði frá fyrstu hendi og í félagi við aðra, sem of langt yrði upp áð telja. Eitt var það mál, er félags- menn lögðust þungt á móti, en það var að maður, sem hafði með útgerð að gera, væri tilnefndur sem skoðunarmaður skipa og báta. Töldu þeir það geta haft hinar alvarlegustu afleiðingar og sendu frá sér margvíslegar á- bendingar þetta mál varðandi, en þær munu hafa fengið misjafnar undirtektir. Það er öllum kunnugt, sem les- ið hafa skráðar heimildir og einnig eldri mönnum, er muna nokkuð aftur í tímann, að Norð- menn þóttu nokkuð álgengir við landhelgi okkar, þegar þeir voru að hefja herpinótaveiði hér við land. — Ennfremur voru mikil brögð að því, að reynt væri að koma norskum skipum undir ein- hverjar þær íslenzkar heimildir, að þau mættu veiða innan ís- lenzkrar landhelgi. Voru oft þau ráð tekin að fá íslenzka skip- stjóra á skipin, án þess þó að skipin yrðu skráð sem íslenzk eign. Þetta var eitt af mörgu, sem Skipstjórafélag Norðlendinga lét sig varða og lagðist þá alveg á móti þessari skipan og reyndi allt sem það gat til þess, að íslenzkir skipstjórar létu ekki hafa sig til slíkrar atvinnu. Af gjörðabókum félagsins má sjá, að félaginu hef- ur orðið töluvert ágengt í málinu, enda bar mikið á þessu við bæjar- dyr félagsins, þar sem síldarverk- smiðjan í Krossanesi var norsk eign og aðalflotinn, sem lagði upp í verksmiðjuna, voru norsk skip. Ekki þróaðist félagið þannig, að engin átök yrðu innbyrðis í því. Áður en ég skýri frá því nán- ar, vil ég geta þess, að strax eftir stofnun þess hafði það tekið þá stefnu að vera á móti hvers kon- ar undanþáguveitingum í starfi skipstjóra eða stýrimanna. Þótt félagið á seinni árum vegna breyttra viðhorfa í sjávarútvegi landsmanna neyddist til að mæla VÍKINGUR Þorsteinn Stefánsson, liöfundur þessarar greinar. Hann var forinaSur félagsins í 7 ár. með nokkrum undanþágum, er fé- lagsandinn sá sami í dag og allt frá stofnun að vera á móti öllum undanþágum í þessum störfum. Skal þá skýrt frá tveimur hin- um stærstu ófriðaröldum, sem gengu innbyrðis ýfir félagið, og munaði minnstu að hin síðari klyfi það. Áður en skipstjórafélagið var stofnað, hafði sýslumanni Eyja- fjarðarsýslu orðið þau mistök á að gefa nokkrum mönnum, er höfðu 30 smálesta próf, stýri- mannsskírteini allt að 300 brúttó- smálestir í innan- og utanlands- siglingum. Hvernig þessi leiðu mistök urðu til, upplýstist aldrei, sem frá félagsins hendi var á margvíslegan hátt reynt að kom- ast eftir. Við stofnun félagsins urðu sumir þessir menn, er hlut áttu að máli, meðal stofnenda. Þegar þetta upplýstist innan fé- lagsins risu talsverðir úfar. — Gengu nú klögumálin sitt á hvað, svo sem bækur félagsins frá þess- um tíma sýna. Er staðið í sífelld- um viðtölum, bréfaskiptum og skeytasendingum við sýslumann Eyj afj arðarsýslu, skólastj óra Stýrimannaskólans og Stjórnar- ráðið. Voru á fundum heitar um- ræður. Vildu sumir bera klæði á vopnin, þar sem þetta snerti hags- muni félaga Skipstjórafélagsins, en aðrir vildu engum sönsumtaka og kröfðust ábyrgðar þeirra, er þessi mistök höfðu gert, jafnvel og ekki síður þeir félagar, sem fengið höfðu þessi ólöglegu skír- teini í hendur. Endir á þessu varð sá, að þessi umdeildu skírteini voru felld úr gildi, en þeir sem höfðu haft þau, fengu skírteini í innanlandssiglingum allt að 300 brúttó-smálestir. Hélzt nú sæmilegur friður inn- an félagsins um mörg ár, þar til félagið fær bréf, þar sem það er beðið að mæla með undanþágu handa skipstjóra, sem ekki hafði réttindi, en verið var að smíða skip beinlínis handa honum. — Fundi þeim, sem haldinn var út af þessu máli, ætla ég ekki að lýsa fyrir lesendum, en hann end- aði með því, að mælt var með undanþágunni, sem hafði þau áhrif eftir á, að stjórn félagsins sagði af sér. Tók þó síðar á ný við stjórnarstörfum fyrir beiðni margra félaga. Árið 1920 var því hreyft á fé- lagsfundi, að félagið þyrfti að eignast fána, en eins og svo oft í starfsemi félagsins háði fjár- skortur framkvæmdum. Það er fyrst árið 1939, sem fánahug- myndin verður að veruleika, en þá eignaðist félagið fagran fána. Ein var sú stofnun, sem Skip- stjórafélag Norðlendinga hafði mikla andúð á frá upphafi starf- semi hennar, en það var Síldar- einkasalan. Var mikið um bréfa- skriftir og munnleg viðtöl við stjórn einkasölunnar og alþingis- menn með tilmælum um, að þetta fyrirtæki yrði lagt niður, sem þó ekki fékkst fyrr en það lagðist út af sjálfkrafa, sem ekki gekk þó hávaðalaust og hafði þung eftir- köst. Á fyrstu starfsárum félagsins virðist sem meðlimum þess hafi ekki þótt matsveinar á fiskiskipa- flotanum héðan frá Akureyri vaxnir sínu starfi, voru þá ekki gerðar sönni kröfur um fæði og nú. Árið 1919 ákveður félagið að koma á námskeiði fyrir matsveina á fiskiskipum. Er ráðinn kennari og námskeiðið auglýst. En þá bregður svo við, að enginn sækir 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.