Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Page 14
um að notfæra sér þessa kennslu. Þeim hefur vafalaust fundizt, blessuðum, að þeir þyrftu ekki í skóla til að læra að elda ofan í karlana. Á fyrstu árum félagsins kom það fram, að hér á Akureyri yrði maður til heimilis, sem lærði að leiðrétta áttavita. Einn af fé- lagsmönnum fór til Reykjavíkur og bætti við sína þekkingu hjá skólastjóra Stýrimannaskólans því námi, er nægði til að full- nægja starfinu. Hefur hann síðan leiðrétt hér áttavita í áratugi. Skipstjórum félagsins hefur, áður en verkleg sjóvinnukennsla hófst í Stýrimannaskólanum, fundist sumir stýrimenn, sem komu úr Stýrimannaskólanum, ekki vera nógu vel búnir verk- legri kunnáttu, sem að sjómanna- starfinu laut. Set ég hér tillögu, sem félagið samþykkti á fundi 21. des. 1924: „Skipstjórafélag Norðlendinga felur Fiskifélagi Islands að beita sér fyrir því, að verkleg kunnátta í sjómennsku sé gerð að skilyrði fyrir burtfarar- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík.“ Skipstjórafélagið barðist mik- ið fyrir því, bæði áður og eftir að það gekk í FFSÍ, að maður frá sjómannasamtökum yrði kosinn í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Vita allir, sem þekkja gang þess máls, hvern endi það fékk. Annað árið, sem félagið starf- aði, komu þær raddir fram innan þess, að nauðsynlegt væri að stofna pöntunarfélag fyrirfélags- menn. Með því móti fengju þeir neyzluvörur sínar ódýrari en í verzlunum. Pöntunarfélagið skyldi vera al- gjörlega óháð skipstjórafélaginu fjárhagslega, en bera nafnið „Pöntunarfélag skipstjóra." En þetta varð aldrei nema umtalið. Margar fleiri hugsjónir fædd- ust innan skipstjórafélagsins, sem ýmist náðu aldrei fram að ganga eða þá ekki fyrr en mörgum árum 14 síðar og jafnvel áratugum. Vil ég sérstaklega nefna vigtun síldar, sem var eitt allra mesta baráttu- mál félagsins, og allir sem til þekkjavita,hvenær komst í fram- kvæmd. Mun ég ekki draga meira fram af tillögum og fundarsam- þykktum úr bókum félagsins, af svipuðu tagi og að framan er lýst. Félagslegur áhugi um alla starfsemi félagsins var í bezta lagi til ársins 1926. Þá fer félags- áhuginn dvínandi. Fundir komust ekki á, þótt boðaðir væru, félags- gjöld greiddust ekki og allt virt- ist á niðurleið. Þann 31. janúar 1926 er haldinn aðalfundur, en þar með var fundahald búið það árið. Félagið féll í öldudal. Haustið 1927 eru félagar farnir að tala um að ná saman fundi, til þess annaðhvort að leggja félagið niður eða reyna að lífga það við. Þeir, sem að þessari hugmynd stóðu, hafa ekki verið ánægðir með, að félagsstarfsemin félli með öllu niður. Hinn 18. des. 1927 er fundur haldinn, og í fé- lagið ganga 11 nýir félagar. Þar með er upplausn félagsins forðað. Það bjargaðist yfir þessa ónota- legu kyrrstöðu og deyfð, sem virð- ist hafa gripið meðlimi félagsins. Það komst upp úr öldudalnum. Eftir þetta áfall tel ég, að fé- lagið hafi þroskazt mikið, félags- andinn varð sá, að slíkt mætti ekki koma fyrir aftur. Því bætt- ust alltaf nýir starfskraftar, gjöld greiddust og öll starfsemin komst í fastara form. Líða nú ár- in með eðlilegri félagsstarfsemi. En alltaf öðru hverju er að skjóta upp þessum „réttinda“-málum, ekki innan félagsins þó. Nú eru það önnur félög, sem fara fram á að skipstjórafélagið veiti þeim aðstoð við að ná auknum réttind- um þeirra manna, sem hafa minni fiskimannapróf, en það var ólyst- ugur biti eftir það sem á undan var gengið innan félagsins. Þótt allt færi fram í bróðerni, þóttust þeir, sem til félagsins leituðu í þessum málum, fara bónleiðir frá borði. Stuttu eftir að Farmanna- og fiskimannasamband íslands var stofnað í Reykjavík, barst félag- inu bréf frá sambandinu, þar sem skýrt var vel og skilmerkilega frá stofnun þess og hver tilgangurinn væri með henni.Var félaginu með þessu bréfi boðin aðild að sam- bandinu. Þar kom eitt vandamál, sem þurfti mikillar og vandlegrar yfirvegunar, áður en endanleg ákvörðun er tekin um svo stórt mál: að binda félagið innan ann- arra félagssamtaka. Var málið rætt á fundum, en einnig utan funda, þegar félagar hittust, og sýndist sitt hverjum. Þó munu yfirleitt allir hafa verið á það sáttir, að ekki yrði til lengdar hægt að standa utan við þessi samtök. En hjá mörgum kom fram ótti við það, að þegar félag- ið væri komið í sambandið, mundu smám saman dragast frá félag- inu mörg þeirra mála, er það hafði barizt fyrir. Þetta mundi hafa þau áhrif, að félagsáhuginn dofnaði, og gæti það haft slæm áhrif á allt félagslífið, sem þó væri sjálfstætt félag innan sam- bandsins. Önnur hlið var á málinu, sem ekki er veigaminni. Það voru þau gjöld, sem til sambandsins þyrfti að greiða. Alla tíð hafði félags- gjöldum verið stillt mjög í hóf, enda var félagið eins og fyrr er getið alltaf í fjárþröng, ef eitt- hvað átti að gera, og kæmi eitt- hvað óvænt fyrir, sem kostaði fjárútlát, var það venjulega leyst með samskotum félagsmanna. En þessa hlið á málinu var ekki hægt að leysa þannig. Nú yrðu að koma hækkandi gjöld á meðlimi félags- ins. Eftir umtöl, fundahöld og vangaveltur gekk félagið í sam- bandið, og það sem hvað mest flýtti því var það, að Skipstjóra- félagið Aldan í Reykjavík var í sambandinu, en allt frá stofnun Skipstjórafélags Norðlendinga hafði verið góð samvinna milli þessara félaga um hagsmuna- og öryggismál félaganna. Meðlimir félagsins eru í dag frá Akureyri, Húsavík, Grenivík, Árskógsströnd, Hrísey, Dalvík og Ólafsfirði. Sézt á þessú, að nafn VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.