Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Side 24
Örn Steinsson: STERK SAMTÖK Félagsfáni Vélstjórafélags íslands er hvítur. — Á myndinni cr Hallgrímur Jónsson, sem var formaSur félagsins í 24 ár; og eiginkona hans, Rannveig GuSmundsdóttir, en þau hjónin gáfu félaginu þetta nýja flagg. «----------------------------------------------------------------a Á merkum tímamótum sem þeim, er við minnumst 30 ára af- mælis heildarsamtaka yfirmanna á íslenzkum skipum, kemur margt upp í hugann. Ég sé fyrir mér í fjarlægð hina fyrstu skipstjóra mynda félagsitt Ölduna árið 1893. Okkur, sem enn erum á bezta skeiði, finnst þetta langur tími, sem er þó ekki nema meðal mannsævi. Á þessu tímabili hafa geysileg- ar framfarir orðið með þjóð okk- ar og gjörbreyting orðið á högum alls almennings í landinu. Frá kútterum og skútum, sem stór skip þóttu á þeim tíma, þótt ekki væru stærri en 60—100 tonn, þró- aðist flotinn í mótorbáta og eim- knúin togskip, og loks fengum við myndarleg flutningaskip. Þróunin hin síðari árin hefur svo orðið sú, að skipin verða stærri og full- komnari. Með tilkomu hinna nýju vél- knúðu farartækja kemur ný stétt fram á sjónarsviðið, en það eru vélstjórarnir. Þeir stofna fyrsta stéttarfélag sitt árið 1909 og vekja strax athygli fyrir samtakamátt sinn, sem verið hefur mjög til fyrirmyndar allt fram á þennan dag. Með komu vélanna verður breyting á störfum manna um borð, stéttaskipting er komin og skipstjórnarmennirnir verða ekki alls ráðandi um borð og áður var. Rísa þá nokkrir úfar með mönn- um, þótt jafnan ristu ekki djúpt. En þó nægilega djúpt til að koma í veg fyrir félagslegt samstarf. Þannig má sjá í fundargjörðar- bókum félaganna fremur kaldan anda á stundum stétta í milli. — Þessi kali kemur þó ekki ein- göngu í ljós milli þilfarsmanna og vélaliðs, heldur og milli sams- konar starfshópa með mismun- andi menntagráðu. Leifar þessa sjást enn í dag og koma fram í því, að í Reykjavík einni skulu vera 4 félög skipstj órnarmanna starfandi og 2 félög vélstjóra. Og myndi ég segja ósamræmið öllu meira hjá skipstjórnarmönn- um þar sem félagar hinna ýmsu skipstj órnarmanna-félaga hafa hlotið mjög svipaða menntun úr sömu menntastofnun. Hvað vélstjórana snertir hef- ur málið horft dálítið öðruvísi við, þar sem tvær leiðir hafa verið farnar við skólun vélstjóra ogþað á vegum óskyldratveggjamennta- stofnana. Með nýrri kennslulög- gjöf, sem byrjað er að kenna eft- ir í einni stofnun ættu vélstjór- arnir að geta orðið ein heild í ein- um félagssamtökum. Að þessu er nú unnið og er það von mín að takast megi að sameina þessar tvær voldugu félagseiningar í eina sterka heild og þar með mynda félagskjarna, sem tryggir félögum þess meiri festu og meira félagslegt öryggi. Svo virðist sem vélstjórnar- menn komi fyrstir auga á að víð- tækt samstarf starfandi sjó- manna sé happadrýgst til að koma málum í höfn. Þannig kemur fram tillaga á fundi Vélstjórafélags Islands ár- ið 1922 um að stofna Farmanna- ráð 12 manna, sem yrðu úr röð- um skipstjóra, stýrimanna, vél- stjóra og háseta. Skyldi þetta ráð ræða öll sameiginleg hagsmuna- og öryggismál sjómannastéttar- innar og beita sér fyrir fram- VÍKINGUR 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.