Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Page 35
Það var kalsaveður, og sudda- rigning úr þokunni, sem lá yfir borginni og myndaði ljóshringi kringum götuljósin. Þau leituðu frá umferðagötunni inn á mjóstræti og gengu yfir auð torg. Herbíll með fjórum mönnum kom æðandi út úr hinni stuttu Schwangasse og lýsti þau upp í einum svip. „Róleg, bara róleg!“ sagði Hiram. Heidi skalf. Þau voru öll orðin vot, köld og hungruð, höfðu ekki bragðað mat allan daginn, þorðu ekki að fara inn í veitingahús eða matvörubúð. Þau höfðu heyrt hátalara til- kynna úti á götunum að þau voru eftirlýst — tveir menn, ung stúlka og drengur. Þau þorðu ekki að aka lengur í leigubifreið. — I Körtner-Strasse lá nærri að illa færi, því það bragð Hirams að leita aftur til fjölfarinna stræta, dugði augsjáanlega ekki lengur. Heidi bjargaði þeim þá með því að æpa upp á frönsku með áber- andi nefhljóði og tilburðum. Hún jós skömmum yfir Peter, svo að drengurinn fór að skæla og svar- aði henni á frönsku: „Mais je n’ai rient fait!“ Og þau sluppu af, því að þeir töldu þau vera franskt ferðafólk. Þegar bifreiðin lýsti þau upp, fór barónninn að slaga eins og hann væri blindfullur. Hann stóð skjögrandi í rennusteinunum og lyfti hendi sinni í nazistakveðju. Og þeir hlógu hæðnislega og óku áfram. „Hér er það,“ sagði Heidi. Þau stóðu framan við gamla kirkju. Veggirnir og framhliðin var snjóhvítt með hreinum línum. Heidi taldi tvær dyr frá aðal- dyrunum. Þar var tór járnsleg- in hurð.. Hiram s ildi þegar hversvegna Heidi ha.'.'ði leitað þangað. Þegar þau voru naumlega sloppin úr Karthner-Strasse, sagði Hiram ískrandi vondur: „Og þetta er menning! Fjandinn hirði það alltsaman! Værum við uppi á miðöldum gætum við í öllu falli leitað verndar kirkjunnar." VÍKINGUR „Já,“ sagði Heidi, eins og við sjáfa sig. — „Kirkjuvernd. Ég held ég geti fundið hana. Fylgið mér.“ „Þú ert viss í þinni sök?“ spurði Hiram og nú skalf rödd hans. „Ja, já, það er héi’,“ hvíslaði Heidi. Hiram knúði ákveðið dyra með myntpeningi, svo það hlaut að heyrast. Það liðu margar sekúnd- ur áður en svar barst. Þá hljóm- aði djúp og dimm rödd einá og hún kæmi neðan úr hvelfingu: „Hver er það?“ Hiram svaraði fljótmæltur og eins hátt og hann þorði: „í guðs bænum hleypið okkur inn. Hér er Peter hertogi frá Steiermark og prinsessan af Fiirstenhof." Það varð stutt þögn, en svo heyrðist röddin aftur og í sama tón: „Við þekkjum yður ekki.“ „Verdammt,“ gall í barónim um: „Heyrið þér. Opnið. Ég er Willi Frantz von Salvator. Her- toginn og prinsessan eru í mik- illi hættu stödd.. . “ Aftur hljómaði röddin: „Við — þekkjum —- yður — ekki.“ Bifreiðir þutu framhjá, ein- hver þeirra gat stanzað, menn þotið út og gripið þau. Hiram var náhvítur í framan og skalf af vanmátta heift. „0, bíðið aðeins, bíðið,“ hvísl- aði Heidi. „Nú minnist ég þess frá því ég var smástelpa. Hinir framliðnu Habsborgarar eiga sitt sérstaka einkennisorð, þegar þeir leita inngöngu til hins eilífa hvíldarstaðar. Bíðið.. .“ Hún knúði járndyrnar með hnefum sínum. Hiram hélt að nú mundu þeir ekki svara, svo löng varð biðin. En aftur var svarað að lokum: „Hver er það?“ Og Heidi svaraði: „Fjórar auð- mjúkar sálir, sem eru þreyttar og leita hvíldar.“ Það heyrðist smellur og slag- brandi var ýtt til hliðar. Hægt opnaðist hin járnslegna hurð og fyrir innan stóð risavaxinn munk- ur í brúnum kufli. Síðskeggið náði honum næstum í beltisstað og augu hans lýstu í flögrandi skyni kertis, sem hann hélt á. Og nú svaraði hann mildri röddu: „Látið alla jarðneska tilla og virðingarmerki hverfa, þér, sem nú gangið inn hér. Komið inn- fyrir. Þér eruð velkomin, börnin mín.“ Þau flýttu sér inn í anddyrið og heyrðu munkinn loka dyrun- um með slagbrandi og lás. Þau heyrðu einnig bifreiðir þjóta framhjá, og í bílhornum, en hljóðið var veikt, eins og það kæmi úr öðrum heimi. Við enda gangsins lá löng steintrappa niður. — Munkurinn lýsti upp leiðina með ósandi kert- inu. Þau komu inn í annan gang og að annari tröppu styttri en hin. Þá gengu þau inn í óskreytta hvíta grafhvelfingu. Veggirnir voru einnig úr marmara. Fjórar bronze líkkistur stóðu í hvelfingunni. Kerti brunnu í járnstjökum í veggnum. Hiram sá móta fyrir aðliggjandi graf- hvelfingum. Það ríkti skuggalegur glæsi- bragur yfir þeim. „Hvar erum við?“ spurði hann. Munkurinn brosti. Hann hafði stórar hvítar tennur. „Þér eruð í Kaisergreft. Graf- hýsi Habsborgarættarinnar. Framhald í næsta blaði. * Úr norsku blaSi. Prisstigningen rammer sœrlig barnefamiliene — Den 0konomiske politikk som regjeringen f0rer er ikke noe godt grunnlag for en mer stabil utvik- ling, og dette vil pá lengre sikt kunne áf alvorlige virkninger, sier Landsorganisasjonen i en henven- delse til regjeringen. Henvendelsen skyldes den sterke prisoppgang som har foregátt i den siste tid, en prisstigning som fár en særlig uheldig fordelingsmessig virkning fordi den i sterk grad har falt pá viktige matvarer som melk, br0d, kjott, poteter osv. Det vil si at de som blir rammet særlig sterkt er folk med lavere intekter og barnefamilier, som bruker en stor del av sine inntekter til matvarer. 36

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.