Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Qupperneq 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Qupperneq 38
Á myndinni sjáum vi8 hvar björgunarbátnum Jóni E. Bergsveinssyni er rennt á flot. Báturinn er staSsettur á Skagaströnd. 1 þessari grein alþjóðasamn- inga, sem ísland er aðili að, er því að finna skyldu sjófarenda til björgunar á hafinu. ísland undir- skrifaði þessa ályktun við sam- þykkt hennar, staðfesti samning- inn í október 1950, og tók samn- ingurinn fullt gildi 19. nóvember 1952. Þetta samnigngsákvæði birtist svo hér heima í tilkynningu stjórnarvalda nr. 63, 10. apríl 1953 um ýmsar ráðstafanir til ör- yggis við siglingar. Nú eru þessi ákvæði í nýrri tilkynningu um sama efni nr. 172, 13. september 1965. En auk þess að skapa sjófar- endum skyldur, þá eru ennfrem- ur ákvæði í samningnum, sem skapa íslenzka ríkinu mikla skyldu varðandi björgunarmál. 1 þeirri grein segir svo: Sérhvert aðildarríki tekst á hendur að tryggja að sérhverj- ar nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar til strandvörzlu og björgunar fólks í neyð á haf- inu umhverfis strendur þess. Innifalið í þessum ráðstöfun- um ætti að vera uppsetning, starfræksla og viðhald slíkra sjóferðaöryggistækja, sem telj- ast hagkvæm og nauðsynleg með hliðsjón af skipaumferð og siglingahættum og ætti, að svo miklu leyti sem mögulegt er, að skapa nægjanlega möguleika til að finna og bjarga fólki í slíkri neyð. Fullyrða má, að skyldur ís- lenzka ríkisins séu uppfylitar með vita- og fjarskiptaþjónustu ásamt útgáfu sjókorta og leiðar- vísa fyrir sjófarendur. Ennfrem- ur má fullyrða, að Slysavarnafé- lag íslands uppfylli skyldur rík- isins varðandi björgun á strönd- um landsins með fjölda björgun- arsveita og björgunarskýla, á- samt eignarhluta félagsins í skip- um og flugvélum Landhelgis- gæzlu Islands. íslenzka ríkið er ennfremur beinn þátttakandi í björgunar- 38 starfsemi, þar sem Landhelgis- gæzla íslands er með skip sín og flugvélar, sem eru sífellt við gæzlustörf á hafinu. Þriðja ákvæðið er í samningn- um frá 1952, sem mjög snertir skyldur ríkisins og ber okkur að gefa sérstakan gaum að þeim skyldum. Greinin hljóðar svo: Sérhvert aðildarríki undir- gengst að gera aðgengilegar upplýsingar um þær björgun- araðstæður, sem fyrir hendi eru, og áætlaðar breytingar á þeim, ef einhverjar eru. Ríkið sér vel fyrir nokkrum hluta skyldu sinnar í þessum efn- um, þ.e. hvað varðar upplýsingar um vita, fjarskipti, sjókort o.þ.h., en það vantar heildaryfirsýn yfir alla íslenzka björgunaraðila, enda hefur ekki enn verið komið á fót neinum vettvangi hjá okkur, sem um þá hlið málsins skyldi fjalla. En það er fyrst og fremst varð- andi þennan vettvang sem erindi þetta fjallar. Næst verður fyrir okkur samn- ingurinn um úthafið, sem gerður var í Genf 1958 og ’60 á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um réttarreglur á hafinu. 12. grein samningsins hljóðar svo: 1) Sérhvert aðildarríki skal gera þá kröfu til skipstjórnar- manns, sem siglir undir fána þess, að hann, að svo miklu leyti sem það stofnar ekki skipi, áhöfn eða farþegum í hættu: a) Veiti aðstoð hverjum þeim manni sem finnst í lífshættu úti á sjó. b) Hraði sér eins og unnt er til björgunar mönnum í neyð, ef hann fær vitneskju um hjálp- arþörf þeirra, að svo miklu leyti sem hægt er með sann- gjörnu móti að ætlast til slíks af honum. c) Veiti eftir árekstur hinu skip- inu aðstoð, svo og áhöfn þess og farþegum og tilkynni, ef unnt er, öðrum skipum nafn skips síns, heimahöfn og næstu höfn, sem þáð ætlar að taka. 2) Sérhvert strandríki skal ljá lið sitt, til að koma á fót og viðhalda starfhæfri leitar- og björgunarþjónustu vegna ör- yggis á og yfir sjó, og hafa um það samvinnu við ná- VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.