Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1975, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1975, Blaðsíða 4
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Hátúni 4a (á horni Laugavegs og Nóa- túns) Afgreiðslutími kl. 09,30-15,30 og 16,30-18,00 Við bjóðum viðskiptavinum vorum upp á alla almenna þjónustu og næg bílastæði. Slmar: 17674 og 16693 VERZLUN O. ELLINGSEN Elzta og stærsta veiðarfæra- verzlun landsins. 36 SJÓMÆLINGAR Rætt við Gunnar Bergsteins- son, forstöðumann Isl. sjó- mælinganna: EITT af |jví er fylgir sjálfstæði þjóða er að þær verða að eiga ýmsar sérstofnanir, sem ella væru naumast nauðsynlegar, allavega ekki í smáum þjóðlöndum. Þannig varð það partur af undirbúningi íslendinga undir sjálfstæðið, að taka land- helgisgæzluna í sínar hendur og ennfremur kortagerð og sjó- mælingar, en betta tvennt hafði áður verið í höndum Dana. Það verður ekki sagt, að starfið að Sjómælingum íslands sé hávaðasamt dags daglega, en þar eru í kyrrþey unnin ýmis eljuverk, er alla sjófarendur varðar, öryggi á sjó og þá er bæði átt við flutninga og fiskveiðar. Víkingur hitti Gunnar Berg- steinsson, forstöðumann Sjómæl- inganna að máli fyrir nokkru og spurðist fyrir um það helzta, sem þar væri að gerast og vinna að. Gunnar Bergsteinsson þarf ekki að kynna, en hann hefur síðan hann lauk sjóliðsforingja- prófi í Noregi árið 1950 starfað að landhelgisgæzlu og sjómæl- ingum, óslitið. Forstöðumaður Sjómæling- anna hefur hann verið síðan ár- ið 1970. Elstu sjókortin frá 1776. — Hvenær eru fyrstu not- hæfu kortin af siglingaleiðum við Island gerS? — Fyrstu kortin af íslandi og hafsvæðunum við landið eru orð- in mjög gömul; menn spreyttu sig við að teikna veröldina nokk- uð snemma, en fyrstu kortin yf- ir íslensk hafsvæði í nútímaskiln- ingi voru gerð af Dönum. Fyrstu mælingarnar hér gerði skipstjóri hjá Islandsverzluninni á árunum 1776—1778. Hann hét Ninor og drukknaði í Hafnar- firði. Hann gerði mælingakort yfir Faxaflóa og eitthvað af Breiða- firði, en síðan tóku dönsku sjó- mælingarnar við þessu starfi, en sú stofnun tók til starfa árið 1784. — Eru þessi kort sambærileg viö þau kort, sem nú eru gerS? — Þau eru byggð á mælingum, en þegar þess er gætt, að land- mælingar höfðu ekki verið gerðar á íslandi, þá voru auðvitað á þessum kortum vissir annmark- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.