Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 10
40 nAttúrufr. Botngróðíir sjávaríns. Útvarpsræöa eftir Bjarna Sæmundsson. NiSurlag. I>að er gaman, þegar svo stendur á, að horfa niður í sjóinn og virða fyrir sér mógrænan þangskóginn, sem þá rís fyrir flot- krafti loftblaðranna, kló við kló, eins og örlítil tré, með smáa, bleikrauða polýpa-klasa, hangandi eins og blóm á greinunum, sem fjörudoppurnar naga, en þanglýs og marflær skjótast eins og fljúgandi fuglar milli „trjánna“, og máske má sjá einstaka sprett- fisk eða sogfisk sveima milli steinanna. Þó er ennþá meira gam- an að virða fyrir sér fjölbrej'tnina úti í þörunum, stærð ,,trjánna“, sem keppa í hæð við skógarhríslurnar á landi, hin undursamlegu litbrigði, sem sólargeislarnir valda, þegar þarablöðin og rauðþör- ungarnir iða og dúa fram og aftur fyrir ósýnilegu afli sogadrátt- arins, líkt og trjágreinar eða gras í vindi. Milli „trjánna" má ef til vill sjá fastgróin skeldýr, rangskreiða krabba eða skræpótta marhnúta mjaka sér hægt eftir botninum, eða krossfiska og tungl- stórar sæsólir skína í kapp við himinsólina og með endurkasti af liennar ljósi. Ufsaseiði (varaseiði) og þorskseiði má og sjá, og að vor- og sumarlagi hrognkelsi við eggjabúr sín. — Já, það má. sjá margt fleira og get eg tekið undir með Bellman og sagt: „Om den prakt för ögat stár, sjunge de som kunna“, en það verða skáldin að gera. — Sé farið út á 8—10 m. dýpi, sést ekki lengur í botn, enda minnkar þaragróðurinn úr því og hættir á 30—40 m. Þá er að fara nokkrum orðum um þýðingu botngróðursins. fyrir dýralíf sjávarins. Bein þýðincj botngróðursins fyrir sjódýrin er fremur lítiL Ýmis fastgróin dýr, eins og pólýpar, mosakórallar og hrúður- karlar, sitja oft á þangi, þönglum (leggjum) og blöðum þara og á sölvum, en taka næringu sína úr sjónum, þar sem ýmsir bobbar og alnbogaskeljar ganga á beit á þanginu eða þaranum og naga þau, og í sama augnamiði ganga smábobbar á marhálminum, þar sem hann er. Kuðungslausir sniglar og fleiri dýr eru líka þarna á ferðinni, til þess að eta pólýpana. — Svona mætti lengi telja, en miklu fleiri smádýr, eins og krossfiskar, ormar, krabbar, mar- hnútar, sprettfiskar, keilubróðir og sogfiskar finna skýli og vernd gegn sjávarrótinu og óvinum sínum í þaranum og rótum hans, og hrognkelsunum þykir þar gott að vera, meðan hrygningin og klakið standa yfir. — Ungviði sumra hinna miklu nytjafiska, eins og ufsa og þorsks (varaseiði og þaraþyrsklingur) halda sig all-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.