Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 14
44 NÁTT0RUFR. vér íslendingar getum einhverntíma, ekki aðeins lifað að veru- legu leyti á gróðri sjávarins, heldur einnig miðlað öðrum þjóð- um af honum. Hverníg á eg að þekkja fjörttgróðurínn?^ Hér skal eigi rita langt mál um fjörugróður, en í sambandi við hina merku ritgjörð dr. Bjai'na Sæmundssonar, sem hér fór á und- an, skulu birtar nokkrar myndir, einkum af þörungum. Þörunga- lífið hér við strendur landsins er mjög auðugt, og vel rannsakað, í þeim rannsóknum liggur æfistarf dr. Helga heitins Jónssonar. Helgi heitinn skrifaði talsvert á útlendum málum um íslenzka sæþörunga, má þar helzt nefna doktorsritgjörð hans: ,,Om Alge- vegetationen ved Islands Kyster, Köbenh. 1910“, ,,The Marine Algæ of Iceland (Bot. Tidsskrift 1901-—1903)“ og ritgjörð hans um íslenzka þörunga í „Botany of Iceland“. Eftir hann liggja einn- ig nokkrar ritgjörðir á íslenzku, mætti þar benda á greinar hans í 20. og 32. árgangi Búnaðarfélagsritsins. Af blómplöntum er fátt hér í sjó, aðeins marhálmurinn (Zo- stera marina) getur talist sævarplanta, eins og dr. Bjarni getur um í ritgjörð sinni. Hann er af ættum nykranna, sem víða vaxa í vötnum, og líkist að lit og lögun grasi frekar en þörung. Önnur planta af sömu ætt hefir einnig seilzt til ,,landvinninga“ í sjón- um, en sú er lónajurtin (Ruppia maritima). Hana er helzt að hitta í hálf-söltum lónum. Hana má þekkja frá marhálminum á því, að blómin eru ekki vafin inn í stoðblað, og skýld í því, eins og á honum. Af þörungum eru taldir fjórir flokkar, nefnilega blágrænþör- ungar (Cyanophycæa), brúnþörungar (Phæophycæa), rauðþörung- ar (Rhodophycæa) og grænþörungar (Chlorophycæa). Blágrænþörungarnir lifa, a. m. k. lang-flestir í vötnum. Þeir eru mjög einfaldir að allri gerð, og lítilmótlegir ásýndum. Margir munu kannast við slorpungana (Nostoc), litlar dökkar kúlur, sem finna má í hrönnum við strendur vatna. Grænþörungarnir lifa flestir í vötnum, en nokkurir í sjó. Þeir eru grænir að lit, eins og plönturnar á landi. Af þeim má nefna grænhimnuna (Ulva lactuca), og ýmsa þráðlaga þörunga, sem vaxa við strendur landanna. Grænþörungarnir eru til lítilla beinlínis nota. Af rauðþörungunum, sem eins og nafnið bendir til, eru rauðir að lit, má nefna purpurahimnuna, sölin og fjörugrösin. Pvrpura- ’) Myndirnar úr Riis: Den danske Strand. Reitzels Forlag, Kbh.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.