Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFR. 51 bólurnar aflangar að lögun, og þeim er nokkuð óreglulega skipað niður. Sagþang (F. serratus) líkist all-mikið skúfþangi, en þekkist á því, að greinarnar eru tenntar. Loks eru tvær tegundir, sem mið- taug hafa í greinum, en þær eru klapparþang (F. spiralis) og skúfaþang (F. inflatus), sem einnig getur haft bólur, eins og fyr er getið. Meðal þeirra má þekkja klapparþangið á því, að grein- arnar eru vanalega nokkuð undnar. Af þangi því, sem enga miðtaug hefir í greinunum má nefna tvær tegundir, klóþangið (Ascophyllum nodosum), sem hefir stórar aflangar blöðrur í miðjum greinunum, og dvergaþangið (Pelvetia canaliculata). Hér skal nú ekki fjölyrt meira um fjörugróður, en vísað til myndanna. Þeir, sem kynnu að vilja fá stutt og gott yfirlit yfir helztu tegundir þara og þangs, sem hér finnst í fjörum, með lýs- ingum á útliti plantnanna, vísa eg í rit Helga Jónssonar í Búnaðar- ritinu (32. árg., 1.—2. hefti), á því er það, sem hér er sagt, að mestu leyti byggt. Á. F. Brúní jarðsíagínn. í febrúar-hefti Ægis skrifar Sigurður Pétursson, stud. agric. fróðlega grein um rannsóknir sínar á jarðslaga á íslenzkum salt- fiski. Eins og kunnugt er, hefir nokkuð borið á jarðslaga hér á landi síðustu árin, en jarðslagi nefnist skemmd, sem orsakast af smásæjum jurtum, gerlum og sveppum, og jafnan hefir lit, rauð- an, brúnan eða svartan í för með sér. Til er Tvenns konar jarð- slagi, rauður og brúnn, og nefnist þannig eftir lit þeim, sem fisk- urinn fær, þegar skemmdin er komin á nokkuð hátt stig. Rauði jarðslaginn orsakast af gerlum (bakteríum), sem gera fiskinn rauðan og daunillan, en sá bi’úni af sveppum, sem valda brúnum eða svörtum dílum á yfirborði fisksins. Er það einkum brúni jarð- slaginn, sem Sigurður hefir rannsakað fyrir tilstilli Fiskifélags tslands. — hæð. Vex á sama dýpi og hin tegundin. 56, þráðlaga brúnþörungur (Chorda filum), alg. hér að minnsta kosti í hlýja sjónum. Vex neðst í fjörunni og niður á 20 metra dýpi. Verður yfir 2 m. á lengd. 57, þráðlaga, greinóttur brúnþörungur (Chordaria flagelliformis). Alg. Vex neðst í fjörunni. Verður yfir 2 metrar á lengd. 4*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.