Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 25
NÁTTÚRUFR.
55
sem fæst í lyfjabúðum, í 20 lítra af vatni, og þvo veggi, gólf og
loft geymslurúmsins með blöndunni, eða spra'uta henni á fletina,
ef stórir eru. Vitanlega verður einnig að beita þessum aðferðum
við hvers konar áhöld, sem að saltfiski koma, og föt þeirra, sem
að fiskinum vinna, verða einnig að vera sótthreinsuð.
Á. F.
r
Ur sjávardjúpínu.
Sjávardjúpið og sjávarbotninn er og hefir verið æfin-
týraland dýrafræðinganna, þar ræður ímyndunaraflið ennþá
allmiklu við hlið reynzlu og þekkingar. Og eftir því, sem betur
hefir tekist að létta huliðsblæju þeirri, sem myndar kínversk-
an múr á milli landbúa og mararbúa, eftir því hefir maðurinn
orðið að hneigja sig dýpra í lotningu fyrir undraheimi sjávar-
djúpsins. Barnið, sem situr við ströndina, og horfir undrandi
augum út yfir hið mikla djúp, sem skolar steinana við fætur
þess í fjörunni, getur sér ef til vill ýmsu til um það, hvað búi
hinu megin við hinn mikla bláa flöt, bak við hafsbrúnina, þar
sem himinn og haf virðast mætast. Þarna er þekking manns-
ins á sævardjúpinu í æsku. Sjómaðurinn þekkir hafið af eigin
reynslu, oft hefir hann teflt afli sínu við hinn æsta flöt þess,
eða látið ímyndunaraflið skapa furðumyndir niðri í djúpinu,
bak við tjöldin. Af lönguninni til þess að vita, hvað í djúpinu
býr, sprettur svo vísindamaðurinn. Mörg hyldýpi þekkingar-
leysis og fávizku hafa vísindin brúað, margt er nú kunnugt
orðið, sem áður var hulið svörtu myrkri.
Ef til vill sýnir náttúran hvergi betur samræmið á milli
einstaklingsins og umhverfisins en einmitt í sævardjúpnu.
Margir sævarbúar líkjast mjög umhverfi sínu um lit og lög-
un sér til varnar gegn óvinum þeim, sem að þeim sækja úr
öllum áttum. í hinu fræga Þanghafi (Sargasso-hafi), sem eins
og kunnugt er, er hinn næstum straumlausi hluti Norður-At-
lanzhafsins fyrir austan Bermunda-eyjarnar, lifir mikill hluti
dýra í þanginu, sem vex og hefst við eins og brún breiða við
yfirborðið. Alls staðar í þanginu er fullt af rækjum, kröbb-
um, fiskum og sniglum, en svo lík eru dýrin umhverfi sínu,
að varla verða þau séð, þótt vel sé að gætt, nema þau séu