Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 32
62
NÁTTtJRUFK.
refaeinkennin fram. Ljósop augans virðist vera mitt á milli þess
að vera ílangt eins og á ref og kringlótt eins og á hundi“.
Haustið 1931 var refhundi þessum valið kvonfang, úlfynja
ættuð af preríum Norður-Ameríku (coyote). Voru þau höfð
í búri saman og tókust með þeim ástir. Árangurinn varð sá, að
í maí í fyrra fæddi úlfynjan 3 hvolpa. Döfnuðu þeir vel í fyrstu
og virtist faðirinn láta sér ant um afkvæmin. En einn góðan
veðurdag kemur skoffínsnáttúran upp í honum og drepur hann 2
af ungunum. Hinum þriðja, kvendýri, vai'ð bjargað og komst
á legg. J>að er einkennilegt við þennan ref-hund-úlf, að hann er
öllu stærri en móðirin, rauður á lit og að ýmsu leyti líkari ref en
faðirinn.
Hvers má nú vænta af þessum einkennilega kynblending?
Honum virðist vera vel í skinn komið, eftir myndum að dæma.
Og hvers má enn vænta af foreldrunum, sérstaklega föðurnum?
Menn bíða með nokkurri forvitni eftir því. Sérstaklega er loð-
dýraræktendum forvitni á hvað komast má í þessum efnum. Ein-
kennileg afbrigði komast oft í geypiverð, að minnsta lcosti í
byrjun, og er því arðsvon hjá þeim, sem heppnir eru í þeim efn-
um.
Þessar æxlanir, er ég hér hefi nefnt, sanna að vísu ekki þjóð-
sögurnar um skoffín og skuggabaldra, enda er aðstaða dýra í
búrum undir handleiðslu mannsins allt önnur en í frjálsu lífi
úti í náttúrunni. En þær afsanna þó þær kenningar vísinda-
raanna, að þetta geti ekki orðið.
Ársæll Árnason.
Frásögn þessa byggi eg á grein í »Der deutsche Jager« eftir H. Heck,
forstöðumann dýragarðsins í Hellabrunn, og annari i »Der deutcshe Pelztier-
zíichter« eftir dr. A. Priesner. Ársœll Árnason.
Samtíníngur.
Island er 490 km. að lengd, milli Gerpis og Öndverðarness, en 312 km.
á breidd. milli Dyrhólaeyjar og Sigluness. Fjarlægð til næstu landa eru:
300 km. tii Grænlands, 420 km. til Færeyja, 550 km. til Jan Mayen, 800
krn. til Skotlands og 970 km. til Noregs. Siglingarleið kringum landið er
811 kílómetrar.
Meðalárshiti í Reykjavík er 3,9 stig (Celsius), í Stykkisliólmi 3,1 stig, á
Akureyri 2,5 stig og í Vestmannaeyjum 4,5 stig. Meðalársúrkoma í Reykja-