Fréttablaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 12
12 14. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir Engin ríkisstjórn í sögu lýð-veldisins hefur tekið við verra búi úr höndum forvera sinna en sú sem nú situr. Það er því eðli- legt að stór hluti af verkefnum hennar snúist um tiltekt og hreingerningu á þeim sóðaskap sem alltof lengi fékk að þrífast í íslensku viðskiptalífi. Auðvitað eru það góð tíðindi að ríkis stjórn- in skuli hafa náð þeim árangri að verðbólga og atvinnuleysi fara nú hvorttveggja lækkandi. Það þarf samt meira til en einungis að reisa við samfélag sem var komið á hliðina. Það þarf að leysa úr milliríkjadeilum sem fram- ferði útrásarvíkinga hefur orsak- að og jafnframt koma lögum yfir þá sem hafa farið langt fram úr eðlilegu viðskiptasiðferði í viðleitni sinni við að hámarka skyndi gróðann. En það þarf einn- ig að horfa fram á við og takast á við grundvallarmeinsemdina. Ein meginástæða þess að ríkis- stjórnin á nú þann kost einan að semja um lausn á deilunni vegna Icesave-reikninganna er að traust Íslendinga á alþjóðvett- vangi er þorrið. Að ná samkomu- lagi um Icesave er ein af forsend- unum fyrir því að endurreisa það traust en þær eru miklu fleiri. Það þarf einnig að gera grund- vallarbreytingar á íslensku við- skiptalífi og jafnframt á íslensku samfélagi. Enda þótt þjóðin vilji helst ekki þurfa að bera ábyrgð á skuldum óreiðumanna er það staðreynd að allt sem þeir aðhöfð- ust var gert í skjóli þjóðarviljans, náið samstarf var á milli stjórn- málamanna og viðskiptalífs við framkvæmd útrásarinnar. Ein af goðsögum frjáls- hyggjunnar var sú að nauðsyn- legt væri að einkavæða banka svo að stjórnmálamenn væru ekki að „vasast í bankastarf- semi“. Reynslan sýnir að þetta var bábilja. Tengsl einkavæddu bankanna við stjórnmálamenn voru mun meiri en ríkis bankanna höfðu nokkurn tíma verið en aðhaldið með bönkunum var hins vegar mun minna. Bankastjórar sem einkavæddu bankanna voru meira eða minna aldir upp í ung- liðahreyfingu Sjálfstæðisflokks- ins og studdu auðvitað flokkinn áfram með ráðum og dáð; 55 milljón króna styrkur Lands- bankans til flokksins í árslok 2006 er einungis toppurinn á ísjakanum þegar kemur að þeim tengslum. Tengsl forsetaembætt- isins við einkabankana voru einn- ig mikil og náin, að minnsta kosti ef marka má nýlega ævisögu for- setans. Við þetta bættist að hinar svo kölluðu „greiningardeildir bankanna“ ráku markvissa pólitíska áróðursstarfsemi til að tryggja að hagstjórn á Íslandi félli að hagsmunum þeirra og hafa trúlega náð að framlengja erlenda skuldasöfnun þeirra. Lík- lega hafa íslenskir bankar aldrei verið pólitískari en á undanförn- um áratug þegar þeir áttu einmitt að vera lausir undan óeðlilegum ríkisafskiptum. Bankarnir voru þar að auki kjarninn í hinu mikla krosstengslaneti íslenskra fyrir- tækja sem hrundi eins og spila- borg síðastliðið haust. Grund- vallaratriði íslenskra stjórnmála næstu misserin er að búa svo um hnútana að þessi saga geti ekki endurtekið sig. En til þess að þarf að breyta öllu umhverfi viðskiptalífs á Íslandi í grund- vallaratriðum. Ríkisstjórn fólks- ins verður að koma í stað ríkis- stjórna fyrirtækjanna. Hrun frjálshyggjunnar á Íslandi hefur haft þá aukaverkun að það hriktir í öllu stoðkerfi sam- félagsins og þar eru viðfangsefni stjórnvalda mest og erfiðust. Í hinum mikla uppgangi velti áranna var hugmyndafræði einstaklings - hyggjunnar svo alls ráðandi að samfélagsleg verkefni voru sett á hakann. Velferðarnetið er orðið götóttara, menntakerfið er orðið einhæfara; hið opinbera réð ekki einu sinni við að reka góðar almenningssamgöngur. Núna þegar fjárhagsstaðan er erfið og lítið svigrúm fyrir hendi virðist nánast ókleift að ráða bug á þessu. Það er þó engu að síður það sem þarf að gera svo að þjóðin verði ekki aftur jafn vanbúin undir efnahagsleg harðindi. Þess vegna er það ótæk lausn af hálfu ýmissa sveitarfélaga að ráðast gegn grunnstoðum almanna þjónustunn- ar, minnka þjónustu grunn skólans eða kollsigla almennings sam- göngum eins og gert hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Þannig skapa þessi sveitarfélög einung- is vandamál annars staðar, velta vandanum á undan sér eða yfir á einhvern annan. Sveitarfélögin ættu frekar að fylgja því sem ríkis stjórnin hefur boðað og skera niður þar sem feitast er á stykk- inu – lækka til dæmis laun þeirra hæstlaunuðu. Framtíð Íslands ræðst af því hvort okkur tekst að sigla út úr kreppunni með óskerta velferðarþjónustu, betri grunn- þjónustu við almenning og öflugra menntakerfi. Ef það tekst þá er framtíðin björt en annars verður Ísland eftirbátur annarra þjóða. Endurreisn UMRÆÐAN Friðrik Rafnsson skrifar í tilefni af þjóð- hátíðardegi Frakklands. Hún er bæði römm og forn, vinataug-in sem tengir saman Íslendinga og Frakka. Sagan segir að Sæmundur fróði hafi numið þar í landi á sínum tíma. Hing- að reru Íslandssjómenn frá Norður-Frakk- landi öldum saman, sóttu auð í greipar hafsins og hlýju í faðm íbúanna. Hingað kom landkönnuðurinn og heimskautafarinn Jean- Baptiste Charcot árum saman á fyrri hluta 20. aldarinnar, til rannsókna og fyrirlestrahalds, og alla síðustu öld var hvers kyns samstarf í miklum blóma, einkum á sviði lista, menningar og vísinda. Fjölmörg nýleg sannindamerki eru um það hve mikið Frakkar leggja upp úr því að rækta vin- áttuna við okkur Íslendinga. Þrjú dæmi frá und- anförum árum mætti nefna. Í fyrsta lagi menn- ingarhátíðina Pourquoi pas? þar sem Risessan eftirminnilega og fjölmargir aðrir þarlendir gestir sóttu okkur heim og sýndu okkur snilli sína. Í öðru lagi skilvirka og vinsam- lega heimsókn flugsveitar franska flug- hersins í fyrrasumar sem sá um eftirlit í lofthelgi okkar um skeið. Og í þriðja lagi sýndu frönsk yfirvöld okkur afar mikinn skilning þegar efnahagskreppan skall á hér í haust og gerðu sitt til að greiða götu okkar, en Frakkar voru þá í forystu í ESB. Með ráðningu Evu Joly erum við loks farin að nýta okkur þessi vináttubönd við Frakka betur, og þó fyrr hefði verið, en í ljósi ýmissa fleiri mála (Íraksmálsins til dæmis) væri okkur ef til vill hollara og heilladrýgra að hlusta á, starfa meira með og læra af þessari fornu og traustu vinaþjóð okkar. Rækta vináttuna við þá, báðum þjóðum til hagsbóta. Þetta er verð- ugt umhugsunarefni í dag, þegar nákvæmlega tvö hundruð og tuttugu ár eru liðin frá því Frakkar hristu af sér hlekki óréttlætis og kúgunar þáver- andi þjóðskipulags. Gætum við ef til vill eitthvað lært af því? Höfundur er forseti Alliance française í Reykjavík. Treystum vináttubönd við Frakka Endurreisn Íslands FRIÐRIK RAFNSSON SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | „Líklega hafa íslenskir bankar aldrei verið pólitískari en á undanförnum áratug þegar þeir áttu einmitt að vera lausir undan óeðlilegum ríkis- afskiptum.“ N ú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brim- skafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka kom- ast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslend- ingum. Það má sigrast á mótlæti og erfiðleikum: Leiðin áfram JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sann- ast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráða- hefndir ber að forðast. Engar yfirlýsingar Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sór af sér ásakanir vara- formanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær um að hún hefði hótað vinstri grænum stjórnarslitum ef þeir myndu ekki samþykkja að senda aðildarumsókn að Evrópusamband- inu til Brussel. Sagði hún að ef svo illa færi að tillagan um aðildarumsókn yrði felld þyrftu stjórnar- flokkarnir að ræða málið sín á milli áður en yfirlýsingar yrðu gefnar um það hvaða áhrif það hefði á stjórnar- samstarfið. … eða jú annars En þrátt fyrir yfirlýsinguna um að engar yfirlýsingar yrðu gefnar, gat Jóhanna ekki setið á sér og svar- aði vangaveltunum strax sjálf með þessari yfirlýsingu: „Við skulum vona að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að þessi ríkisstjórn starfi áfram.“ Öllu hraðar getur mönnum ekki snúist hugur. Kvartað yfir kvörtunum Kortaþjónustan sagði frá því í gær að hún hefði kvart- að yfir Valitor, umboðs- aðila Visa á Íslandi, til Samkeppnis eftirlitsins. Sagði í tilkynningu Korta þjónustunnar að Valitor beitti bolabrögðum gegn öðrum aðilum á markaði í því skyni að hindra sam- keppni. Ekki stóð á svari frá Valitor, sem vísaði ásökununum á bug en lét þó vera að svara gagnrýninni efn- islega. Þess í stað var sjónum beint að kvartgirni Kortaþjónustunnar, sem kvartað hefði yfir minnst tuttugu fjármálafyrirtækjum á árinu. „Ekki er hægt að útiloka að Kortaþjón- ustan hafi kvartað undan fleiri fyrirtækjum á árinu,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi atburða liðinna mánaða og ára er gott til þess að vita að fyrirtæki séu orðin viljug að kvarta hvert yfir öðru, jafnvel þótt sum kvarti bara yfir of miklum kvörtunum. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.