Fréttablaðið - 04.08.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.08.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 34% 74% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Fréttablaðið er með 117% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ÞRIÐJUDAGUR 4. ágúst 2009 — 182. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Allt frá því að María Ísfold Stein-unnardóttir uppgötvaði Bruce Lee-myndir sem barn ól hún með sér draum um að ná langt á sviði bardagalista. Þótt hún hafi nú gefið hann upp á bátinn hugsar hún vel um sig og stundar meðal annars combat conditioning um þessar mundir.„Þetta er svona blanda af alls kyns íþróttum,“ útskýrir Maríaog bætir við ð María segist stunda combat conditioning til að vinna upp þol, styrk og snerpu og meðfram því lyftir hún ketilbjöllum til að byggja upp stoðkerfi líkamans. „Þetta eru rússneskar bjöllur svip-aðar þeim sem notaðar eru í kúlu-varpi nema með handföngum,“ segir hún og kveðst hafa náð mikl-um framförum síðl segir María hlæjandi en hún er meðal annars búfræðingur að mennt. „Þar komst ég reyndar að því að kúreka draumurinn var kannski ekki alveg eins og í bíó-myndunum. Eiginlega var þetta miklu erfiðara en mig grunaði. Þannig að ég sneri heim o fóí þett “ Vildi verða Bruce LeeMaría Ísfold Steinunnardóttir fer yfirleitt óvenjulegar leiðir í lífinu. Eitt sinn dreymdi hana um að verða Bruce Lee, svo gerðist hún kúreki á búgarði í Bandaríkjunum og nú stundar hún combat conditioning. „Ég hef aldrei heyrt setninguna „þú hefðir átt að fæðast karlmaður“ þegar áhugamálin ber á góma,“ segir María kaldhæðin og hlær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Viðurkenndar stuðningshlífarí úrvali 20 – 50% afsláttur af völdum vörum Útsalan er hafi n Sængurfatnaður frá 4.980 kr. Íslensk hönnun á enn betra verði GÖNGUGARPUR með bakpoka sem vegur fimmtán til tuttugu kíló getur gengið þrjá til fjóra kílómetra á klukkustund á jafn-sléttu. Reiknað er með einum tíma aukalega fyrir hverja sex til sjö hundruð metra upp á við. Nánar á www.ganga.is. VEÐRIÐ Í DAG Pappírslaus viðskipti hjá Byr Viðskiptavinir geta sparað sér þúsundir króna á ári! Frá og með mánaðarmótum júlí/ágúst hættir Byr sparisjóður að senda út með pósti yfirlit reikninga og kreditkorta ásamt greiðsluseðlum lána og kredit- korta. Viðskiptavinir eiga kost á að spara sér þúsundir króna á ári með því að nálgast yfirlitin í heimabankanum. Nánari upplýsingar á www.byr.is SPARN AÐUR Í ÞÍNA ÞÁGU PAPPÍR SLAUS VIÐSKIP TI FRÁ 1. ÁGÚST 2009 MARÍA ÍSFOLD STEINUNNARDÓTTIR Fyrrum kúreki með óvenjuleg áhugamál • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Enginn svikinn um fjör Durak Hakan stendur á bak við fyrstu swingdanshátíðina á Íslandi sem hefst formlega í dag. TÍMAMÓT 14 VIGNIR RAFN VALÞÓRSSON Snæfríður Íslandssól í heimsókn í Grease Sporvagninn Grease er blanda tveggja verka FÓLK 22 Kennari í Kína Arnar Ágústsson kenndi kínverskum hermönnum ensku. FÓLK 22 RIGNING SYÐRA Í dag verða austan 5-15 m/s, hvassast sunnan- lands. Fer að rigna upp úr hádegi sunnan- og suðaustanlands en yfirleitt þurrt og nokkuð bjart N-til fram á kvöld. Hiti víða 12-20 stig. VEÐUR 4 14 17 13 13 15 Björgvin vann Einvígið Björgvin Sigur- bergsson var í stuði á góð- gerðarmóti Nesklúbbs- ins. ÍÞRÓTTIR 17 Tjáning og tilfinningar „Algengast er að fólk lýsi góðri líðan, upplifun og hrifningu með orðum sem upprunalega merkja vanlíðan og ógleði,“ skrifar Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 12 FÓLK Kajakræðarinn Gísli H. Friðgeirsson lauk kajakhring- ferð sinni í gær en hann er fyrsti Íslendingurinn sem rær kajak hringinn í kringum landið. Ferð- in hófst 1. júní og kom Gísli í land við Geldinganes síðdegis í gær. Gísli er að vonum ánægður og segir hreint ævintýri að róa í kringum landið. „Þetta var bæði krefjandi og spennandi en ég fékk tækifæri til að kynnast landinu frá sjónarhorni þeirra sem reru til fiskjar á árum áður. Ég er afskaplega sáttur og finnst áfanginn gefa lífinu gildi.“ Gísli kveðst ekki hafa lent í miklum háska en að minni háttar erfiðleikar hafi þó gert vart við sig. Hann segir hluta af því að komast klakklaust í gegn- um svona ferðalag vera að hætta sér ekki út í vont veður heldur að bíða það af sér á áningarstað. Á ferðalaginu hafði Gísli félagsskap nokkurra dýra- tegunda sem að hans sögn stafaði ekki nokkur hætta af. „Hvalirnir fylgdust með mér úr hæfilegri fjarlægð og héldu sig frekar fyrir aftan mig en fram- an en auk þess fylgdu mér bæði selir og sjófuglar.“ - ve Gísli H. Friðgeirsson fyrstur Íslendinga til að fara hringinn á kajak: Reri í fylgd hvala og sjófugla TVEGGJA MÁNAÐA FERÐALAG Á ENDA Gísli H. Friðgeirsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn sem fer hringinn kringum landið á kajak. Tekið var á móti Gísla við komuna við Geldinganes um kvöldmatarleytið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir nauð- synlegt að endurskoða lög um bankaleynd. „Ekki þó að öllu leyti,“ tekur hann fram, „en þó þannig að fjölmiðlar geti fjallað um brýn málefni sem varða hagsmuni almenn- ings án þess að vera að brjóta lög. Þegar svo stendur á tel ég að hagsmunir almennings eigi að ganga framar bankaleyndinni.“ Björgvin telur að meðal þingmanna Sam- fylkingarinnar og stjórnarliða almennt sé vilji til þess að þessi lög verði tekin til endur skoðunar mjög fljótlega. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að málið hafi reyndar ekki verið rætt sérstaklega innan stjórnarinnar, en það verði þó væntanlega gert á fundi hennar í dag. Hann segist þó ekki sjá neina ástæðu til að halda upplýsingum sem tengj- ast hruninu og aðdraganda þess leyndum, og það sé líklega almenn skoðun meðal þingmanna Vinstri grænna. Hins vegar verði að aðskilja þau mál alveg frá þeirri almennu reglu um bankaviðskipti frá degi til dags, að þar verði persónuvernd að vera í hávegum höfð. Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skila- nefndar Kaupþings, segir nefndina ein- göngu hafa verið að gæta hagsmuna þeirra viðskiptavina sinna, sem á engan hátt teng- ist bankahruninu í haust. Hann segir skilanefndina ekki hafa neina ástæðu til að fetta fingur út í umfjöllun fjölmiðla um þau fyrirtæki, sem beint eru tengd hruninu. „Allir fjölmiðlar hafa hvort eð er fjallað um þetta fram og til baka án þess að nefnd- in hafi gert neinar athugasemdir þá átta mánuði sem liðnir eru. Við erum líka sjálf búin að koma upplýsingum til fjármálaeftir- litsins og til rannsóknarnefndar þingsins og þar liggur þetta allt fyrir.“ Steinar Þór bendir á að bankaleynd hefur þegar verið aflétt að hluta með lögum um rannsóknarnefnd þingsins, sem hefur mjög víðtækar heimildir til að afla sér upplýsinga og birta þær að lokum, telji hún ástæðu til. - gb / sjá síðu 4 Stjórnvöld ræða breytingar á lögum um bankaleynd Vilji er meðal stjórnarliða um að breyta lögum um bankaleynd. Fjölmiðlar eiga að geta fjallað um brýn hagsmunamál almennings. Skilanefnd Kaupþings segist gæta hagsmuna þeirra sem ekki tengjast hruninu. HEILBRIGÐISMÁL Rannsóknir Hjartaverndar á sambandi mígrenis og vefjabreytinga í litla heila vekja athygli erlend- is. Fjallað hefur verið um niður- stöðurnar í virtu bandarísku læknatímariti og á erlendum heilsuvefjum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að konur á miðj- um aldri með mígreni eru líklegri til að hafa vefja- breytingar í litla heila. „Við vitum ekki enn hvaða áhrif þessar vefja- breytingar hafa á vitræna getu og hæfni einstaklinga en erum að rannsaka það núna,“ segir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. - mmf / sjá Allt Rannsóknir á mígreni: Vekja athygli erlendra rita VILMUNDUR GUÐNASON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.