Fréttablaðið - 04.08.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.08.2009, Blaðsíða 22
14 4. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór S. Gröndal fyrrverandi sóknarprestur, Bræðraborgarstíg 18, Reykjavík, lést á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 23. júlí sl. Honum verður sungin sálumessa í Kristskirkju Landakoti miðvikudaginn 5. ágúst kl. 15.00. Ingveldur Lúðvígsdóttir Gröndal Lúðvík H. Gröndal Kristbjörg Konráðsdóttir Sigurbjörg H. Gröndal Ólafur Haukur Ólafsson Hallgrímur H. Gröndal Sólveig Fanný Magnúsdóttir Þorvaldur H. Gröndal Lára Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, uppeldisfaðir, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur, tengdasonur og frændi, Njáll Skarphéðinsson Dofrakór 7, Kópavogi, sem varð bráðkvaddur í sumarhúsi fjölskyldunnar föstudaginn 24. júlí, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast Njáls er bent á reikning barna hans, 0328- 13-300995, kt. 290972-3029. Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir Kjartan Hreinn Njálsson Skarphéðinn Njálsson Unnur Ósk Rúnarsdóttir Illugi Njálsson Hrafntinna Njálsdóttir Hallgerður Njálsdóttir Jóhann Bjarni Kjartansson Borghildur Sverrisdóttir Sigurbjörn Snævar Kjartansson Wichuda Buddeekham Skarphéðinn Sveinsson Íris Bachmann Haraldsdóttir Haraldur Skarphéðinsson Eygló Linda Hallgrímsdóttir Sveinn Skorri Skarphéðinsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Jóhann Guðjónsson. „Við byrjum þetta með svakalega flottri skrúðgöngu, þarna verður dixie- land-band, stór hópur listamanna, læti og heilmikið stuð,“ segir Hakan Durak, stofnandi Lindy Ravers eina starf- rækta Lindy Hop-félagsins á landinu, sem stendur á bakvið fyrstu alþjóðlegu swingdanshátíðina á Íslandi sem hefst formlega á Austurvelli í dag klukkan 17. Viðbúið er að bærinn taki stakka- skiptum þegar um 100 erlendir dans- arar frá 21 landi, þar á meðal Ástral- íu, Bandríkjunum, Englandi og Rúss- landi, ríða á vaðið. Er þá óupptalinn sá fjöldi íslenskra dansara sem verð- ur með, en að sögn Hakans hefur þeim fjölgað gífur lega síðan dansinn skaut rótum hérlendis fyrir um þremur árum síðan. „Ætli þeir séu ekki komnir hátt upp í hundrað,“ segir hann og kveð- ur aukninguna meðal annars ástæðu þess að ákveðið var að halda fyrstu swingdans-hátíðina á Íslandi með jafn mikilli viðhöfn. Að sögn Hakans á Lindy Hop upptök sín í Harlem í New York þar sem farið var að dansa það á þriðja áratug síð- ustu aldar. „Dansinn náði vinsældum í kjölfar kreppunnar,“ útskýrir hann og bætir við að Lindy Hop hafi þó næst- um þurrkast út með tilkomu rokksins í kringum 1950. „Það var í raun ekki fyrr en bandið Rythm Hot Shots not- aði dansinn í myndbandi á níunda ára- tugnum að hann varð aftur umtalaður, fyrst í Svíþjóð þaðan sem hljómsveit- in kemur.“ Hakan segir að í kjölfarið hafi vin- sældir dansins breiðst út að nýju og nú sé talið að iðkendur Lindy hops skipti tugum þúsunda um gjörvallan heim. „Eitt einkenni á dönsurunum er að þeir flakka heimshorna á milli, dansa, deila reynslu sinni og skemmta sér,“ segir Hakan, sem er sjálfur frá Tyrklandi en settist hér að árið 2000 og stofnaði Lindy Ravers í kringum 2007. En hvað heillaði Hakan við þetta dansform? „Þetta er svo ólíkt öðru sem ég hef dansað áður, krefst mikillar líkams- orku og er bæði hressandi og afslapp- andi. Svo finnst mér tónlistin, djassinn, alveg ótrúlega heillandi,“ svarar hann og nefnir til sögunnar þekkta tónlist- armenn á borð við Ellu Fitzgerald og Duke Ellington. „Enda er hátíðin einnig ætluð djassunnendum sem hafa gaman að swingtónlist. Til marks um það verða yfir tíu tónleikar með vinsælum íslenskum og bandarískum hljómsveit- um og plötusnúðum frá Svíþjóð, Ástral- íu, Englandi og Tyrklandi meðan á há- tíðinni stendur,“ bendir hann á og hvet- ur sem flesta til að mæta í dag. „Það verður enginn svikinn um fjör.“ Dagskrána í heild sinni má nálgast á vefsíðunni www.articlindy.com. roald@frettabladid.is HAKAN DURAK: STENDUR FYRIR FYRSTU SWINGDANS-HÁTÍÐINNI Á ÍSLANDI Bærinn tekur stakkaskiptum Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands, skammstöfuð ÞSSÍ, afhenti í vikunni sýsluyfir- völdum í Ohangwena-sýslu í Namibíu þrjár nýjar skóla- stofur í nýjan grunnskóla fyrir heyrnarlaus börn. Skóla- stofurnar eru þær fyrstu í Usko Nghaamwa-skólanum í bænum Eenhana. Að sögn Vilhjálms Wiium, umdæmisstjóra ÞSSÍ í Nam- ibíu, hófst leikskólastarf á staðnum árið 2006 þegar for- eldrar heyrnarlausra barna settu slíkan skóla á laggirn- ar. „Menntamálayfirvöldum í sýslunni þótti framtakið þess virði að styðja það, ákváðu að taka við rekstrinum og breyta leikskólanum í grunnskóla. Skólastarfið hófst í janúar og þá voru tekin inn börn í for- skóla og fyrsta bekk. Síðan verður bætt við nýjum bekk árlega.“ Hann segir stuðning ÞSSÍ felast í þriggja mánaða þjálf- un kennara í táknmáli, tjöld- um sem notuð voru sem bráðabirgðahúsnæði og bygg- ingu skólastofanna. „Heima- mönnum þykir með ólíkind- um að fólk frá landi langt í burtu skuli veita samfélaginu svona stuðning og eru þakk- látir,“ segir Vilhjálmur, sem afhenti lyklana við athöfn þar sem skólabörn sýndu dansa og önnur skemmtiatriði. Gáfu nýjar skólastofur í Namibíu Í NAMIBÍU Nokkrir heyrnarlausir nemendur fyrir framan skúrinn sem leikskólastarfsemin hófst í. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R HÁTÍÐARHÖLD Lindy Hop-hátíðin hefst formlega í dag og stendur yfir til 12. ágúst með tilheyrandi skemmtiatriðum, dansleikj- um, tónleikum og öðrum uppákomum víðs vegar um borgina. Hakan Durak hefur, ásamt fleirum, skipulagt hátíðarhöldin. MERKISATBURÐIR 1796 Hannes Finnsson Skál- holtsbiskup andast. Hann var einn menntaðasti Ís- lendingur sinnar tíðar. Af ritum hans má til dæmis nefna Um mannfækkun af hallærum á Íslandi. 1928 Ásta Jóhannesdóttir synd- ir frá Viðey til Reykjavíkur. Sundið tekur tæpar tvær klukkustundir og er um fjórir kílómetrar. 1984 Efri-Volta tekur upp nafn- ið Búrkína Fasó. 1993 Alríkisdómari dæmir tvo lögreglumenn frá Los Angeles í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hafa brot- ið á réttindum Rodneys King. 2007 Phoenix, geimskipi NASA, er skotið á loft. BARACK OBAMA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1961. „Við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsunar- hátt og annað viðhorf. Ein skaðlegasta afleiðingin frá tíma mismununar er að við höfum látið innræta okkur ákveðin höft.“ Barack Hussein Obama yngri er 44. forseti Bandaríkjanna, kjörinn forseti árið 2008 og fyrrverandi fulltrúi Illinois í öldungadeild bandaríska þingsins. AFMÆLI STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, fjármálaráð- herra og for- maður Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs, er 54 ára. BILLY BOB THORNTON, leikari og söngvari, er 54 ára. KURT BUCH ökuþór er 31 árs. DANIEL DAE KIM leikari er 41 árs. Hannes Finnsson Skálholts- biskup andaðist á þessum degi árið 1796. Hannes fæddist í Reykholti í Borgarfirði 8. maí árið 1739, sonur prestshjónanna þar, séra Finns Jónssonar, sem síðar varð biskup í Skálholti, og Guðríðar Gísladóttur. Hannes útskrifaðist sextán ára úr Skálholtsskóla 1755 og hélt um sumarið til guðfræði- náms við Hafnarháskóla. Emb- ættispróf í guðfræði tók hann 1763. Á þeim tólf árum, sem Hannes dvaldist samfleytt í Kaup- mannahöfn, kynntist hann mörgum helstu fræði- mönnum Danmerkur. Hannes sneri heim í Skálholt til aðstoðar föður sínum við ýmis fræðistörf árið 1767. Hann hélt aftur til Kaupmannahafn- ar 1770 og dvaldi þar næstu árin við störf í íslenskum fræðum. Hannes var vígður að- stoðarbiskup til Skálholts 1777. Finnur lét af emb- ætti árið 1785 og var Hann- es þá einn biskup. Árið áður höfðu Suðurlandsskjálftar lagt Skálholtsstað meira og minna í rúst og átti að flytja biskupsstólinn til Reykja- víkur. Hannes keypti þá Skálholtsstað og fékk að sitja þar áfram sem hann og gerði til æviloka. Hannes dó hinn 4. ágúst 1796 í Skálholti eftir skyndileg veikindi. Á síðustu æviárunum skrifaði hann tvö merkustu rit sín: Um mannfækkun af hallærum á Íslandi og Kvöldvökur. ÞETTA GERÐIST: 4. ÁGÚST ÁRIÐ 1796 Hannes Finnsson biskup andast Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.