Samvinnan - 01.12.1935, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.12.1935, Blaðsíða 10
SAM VINNAN 7. HEFTI í Svíþjóá eftir Guðl. Rósinkranz »Góáan daginn," segir hún. »Má ekki bjóða yður kaffi? — Pað er Lucia.“ Ég vakna með andfælum úr fasta svefni við það, að skyndilega verður ákallega ljjart i litla herberginu inínu. Ég reyni að opna augun, en það er árangurs- laust, því birtan er svo skær. Augnalokin neita að blýða. Hugsanirnar þjóta með leifturhraða um heila minn: Er kviknað í húsinu? — Dreymir mig? Sé ég ofsjónir? Eða er ég kominn í annan heim? Eg kemst þó lljótt að raun um, að ég sé á veraldlegum slað, því inndælan kaffiilm leggur að vitum mínum. Augun venjast þó brátt birtunni, og ég sé dýrðlegan ljósa- kranz fram við dyrnar. Á gólfmu stendur ung og lagleg stúllca í driflivítum kyrtli, sem nær niður á tær; á liöfðinu hefir hún kranz með logandi kertaljösum og heldur á kafíibakka í höndunum. »Góðan daginn;« segir liún, »má ekki bjóða yður kaffi? — Það er Lucia.« Stúlltan líður hægt og var- lega inn að rúmi mínu, hneigir sig mjúklega og set- ur bakkann með ilmandi kafíi og nýbökuðum kökum á stól við rúmstokkinn minn. Eg lít á klukkuna. Hún er (5. »Hvað er eiginlega um að vera?« — »Það er Lucia,« segir stúlkan aftur og brosir elskulega. »Það er siður hér í Svíþjóð að færa fólki kaffi í rúmið á Luciadaginn.« Kafíið drekk ég með beztu lyst og borða þessar Ijúífengu, nýbökuðu kökur og sofna siðan væran blund. Já, þetta var mín fyrsta kynning af sænskum jól- um. Eg var nýkominn að Tárna, sem er lýðháslvóli úti á sléttunni skammt frá Uppsölum. Eg hafði elAert heyrt lalað um þessa ljósadýrð og morgunkafíi og átti sízt von á jólunum 13. desember. En í Svíþjóð byrja jólin eiginlega á Luciadaginn. Fyr á tímum var talið, að nóttin fyrir þann 13. desember væri lengsta nóttin á árinu, og úr því færi daginn að lengja. Luciadagurinn var því dagur ljóss- ins, þegar birtunni var fagnað, enda þýðir Lucia ljósl Lucia kom með ljósið. Annars var Lucia heilög, kristin mej' austur í Litlu-Asíu. Hun hafði yndisleg seyðandi augu. Heiðinn unglingur varð heillaður al' hinum dásamlegu augum hennar og varð ástfanginn í henni; þá staklc huii úr sér augun, lagði þau á fat og sendi unga manninum. Unglingurinn tók þá kristna trú, en Guð gaf henni önnur augu, ennþá yndislegri. Fjöldi sagna er um Luciu. Meðal annars er ein sú, að hún hafi verið fyrsta kona Adams og sé rnóðir allra hollvætta. Frá ómunatíð heíir Luciadagurinn verið haldinn hátíðlegur: sem uppskeruliátíð, þegar öllum haust- önnum var lokið, ljóshálíð, til þess að fagna birtunni, og nú sem byrjun jólahátíðarinnar. Dagurinn er haldinn liátíðlegur með þeim hætti, að stúlka á heirnil- inu, íklædd hvítum kyrtli og með ljósakranz á höfðinu, færir öllu heimilisfólkinu kafíi í rúmið, með sérstöku Luciabrauði, eldsnemma um morguninn. Dagarnir líða tilbreytingarlítið fram að jólunum. Eftir því, sem nær dregur hátíðinni, aulcast áhyggjur fullorðna fólksins og jólatilhlö.kkun unglinganna og barnanna. Það verður að kaupa jólágjafir, baka, kaupa í jólamatinn, þvo og m. fl. Áður en nemendurnir fóru lieim til sín i jólaleyfið var haldin rnikil jólaskemmtun. Fyrst var sameiginleg kaffidrykkja með ræðum, söng og músík; síðan var leikið leikrit, lesið upp, dansaðir þjóðdansar, sungnar gamanvísur og farið í hringleiki. Fólkið var glatt og skemmti sér innilega og vel. Daginn eftir jólaskemmt- unina fóru nemendurnir heim í jólaleyíið, daginn fyrir Þorláksmessu. Eftir voru nokkrir nemendnr, kennarar og þrír útlendir gestir. Einn frá Eistlandi, annar frá Finnlandi og undirritaður. Við skemmtum okkur á skautum á skautabrautinni og fórum á skíðum út í skóg til þess að leita að jólatré. Við fundum slórt og fallegt jólatré og bisuð- um því heim, reistum það upp í matsalnum, komum fyrir á því fjölda kerta og skreytfum það glitrandi skrauti, sem siður er með jólatré. Aðfangadagurinn rann upp heiðskír og fagur. Úti 106

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.