Samvinnan - 01.12.1935, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.12.1935, Blaðsíða 11
7. HEFTI SAMVINNAN var 27 stiga frost á Celsius. Síðari hluta dags safn- aðist allt heimilisfólkið til miðdegisverðar í eldhúsið. Það er siður að borða í eldhúsinu á aðfangadags- kvöldið. Fyrst er byrjað á því að borða gróft brauð, sem dýft er ofan i lieitt soð af svínslærinu, sem soðið er til jólanna. Þetta er afbragðsmalur. Þar næst er borðaður »lútíiskur«, sem mest líkisl kæstri skötu á bragðið. En »lútíiskurinn« er langa, sérstak- lega tilreidd. Síðasl er þykkur rúsínugrautur með eintli möndlu í. Sá, sem fær möndluna, á fyrstur að giftast af þeim, sem viðstaddir eru. En með einhverju verður að launa lánið, og á hann því að byrja vísu, sá, er næstur lionum situr, botnar, og svo koll af kolli, þar til allir hafa annaðhvort byrjað vísu eða botnað. Þannig eru jólasiðirnir og jójamaturinn á llestum lieimilum í Svíþjóð á aðfangadagskvöldið. Og víðast mun sá siður vera að borða í eldhúsinu. Siðar um kvöldið er kveikt á jólatrénu. Á gólíinu undir jólatrénu er fjöldi jólaböggla, og er þeim nú úlhlutað. Allir fengu jólagjafir og við útlendingarnir einnig. Eftir úthlutun jólabögglanna skemmtum við okkur litla stund við leiki; síðan er drukkið kaffi, og um 12-lej'tið er gengið til hvíldar. Á jóladagsmorguninn, kl. 5, vekur hinn eistneski félagi minn mig til þess að fara til jólaóttunnar, sem byrjar ld. (3. Við rífum okkur liálfsofandi upp úr rúmunum og í fötin. Allt fólkið safnast saman í mat- salnum, og síðan er lagt af stað. Frostið er um 25 gráður. Það er heiðríkur himinn, stjörnuljós og stilli- logn. Það marrar í snjónum undir fótum okkar, þegar við göngum eftir veginum geguum skóginn. Fram- undan er sléttan bláhvít og glitrandi í tindrandi stjörnuljósinu. Á lítilli liæð skammt framundan er A sldáum í skóginum einn af jóladögunum kirkjan, öll uppljómuð. Kirkjuklukkurnar hringja skært og hljómfagurt; hljóðið verður eittlivað svo einkennilega hvellt í kuldanum og snjónum. Á milli þess, sem kirkjuklukkurnar hringja, heyrist liófadynur og bjölluliljómur hvaðanæfa utan af sléttunni. Kirkjufólkið er að koma, akandi í sleðum með ein- um eða tveim hestum fyrir með klingjandi bjöll- um. Það er óvenjuleg stemning og hátíðablær ylir öllu. Við göngum upp að kirkjunni. Þar er fjöldi sleða og hesta. Ivarlar og konur í stórum loðúlpum slíga af sleðunum. Loðkragarnir eru hrímhvítir al' andar- drættinum, og skeggið á körlunum er hélað. Hestarnir eru látnir í hús og geíið, en fólkið safnast í kirkjuna. Hinir sterku tónar orgelsins hljóma; söngurinn liefst, og síðustu kirkjugestirnir þrengjast inn í fordyrið. Kirkjan er troðlull, því allir vilja fara til kirkju á jólaóttu í svo dásamlegu jólaveðri. í lok messunuar ganga tveir menn um og safna fé í »kolleklið«. Hringlið i peningunum heyrist um alla kirkjuna, þegar þagnir verða i söngnum, og lætur hljóð þelta lieldur illa í eyrum mínum, sem ekki eru vön við slíkt. Utgöngusálmurinn er spilaður. Fólkið þyrpist út. Vinir, nágrannar og kunningjar heilsast og hjóða liver öðrum gleðileg jól. — Hestarnir eru spenntir fyrir sleðana; þeim íinnst kalt; þeir frisa og stappa niður fótunum. Það hringlar í bjöllunum. Kunningjaruir kveðjast og bjóða liver öðrum lieim. Og nú þýtur hver sleðinn al' öðrum á stað. Við skundum skógarveginn heim. Það marrar í snjónum, hófadynurinn og bjölluhljómurinn smádeyf- ist og deyr út í fjarlægðina. Heima í skólanum er allt ljósað. Það er kertaljós í hverjum glugga. Það er hlýlegt og notalegt að koma inn og fá heitt kaffi og nýbakað brauð. Það er hátíðlegt og heimalegt í 107 .. • • i

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.