Samvinnan - 01.12.1935, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.12.1935, Blaðsíða 13
7. HEFTI SAMVINNAN Heimilið - Kvenfólkið - Börnin H. S. B. Fjöðfélag með óhollum íbúðum er þjóðfélag úieð mörgum spítöl- um og fangelsum. Þessir þrir stafir eru sjálfsagt öllum kunnir, sem komið hafa til Sviþjóðar á síðari árum. Þeir cru upphafsstafir eins stærsta samvinnubyggingarfélagsins, sem til er í Evrópu, Hyresgásternas Sparkasse & Bj'ggnadsförening. I'élag þetta liefir aðalbækistöð sina i Stokkliólmi. Á 10 ára afmæli félagsins, árið 1933, voru 12 000 fjölskyldur skrásettir meðlimir, og i Stokkhólmi einum saman var bókfært verð- mæti reistra bygginga um 100 000 000,00 króna. Tilgangur félagsins er að gera meðlimum sinum mögulegt að eignast hollar, þægi- legar og ódj'rar íbúðir. Með tilliti til þeirra gæða, sem húsin hafa að bjóða, má segja, að þetta hafi tekizt. ÖIl Iiús H. S. II. eru stórhýsi. Það eru sambyggingar fjölda mismunandi stórra ibúða með sam- eiginlegri upphitun, sameiginlegum þvotta- liúsum, barnaleikskálum og leikvöllum, og viða eru tennisvellir og leikfimissalir fyrir fullorðna og unglinga. Þá eiga Stokkhólms- félögin sameiginlegt hótel, barnasumar- heimili og skemmtistað úti í Skerjagarðin- um, þar sem félögum H. S. B. er heim- ilaður aðgangur fyrir mjög sanngjarnt verð. Til húsanna er vandað af fremsta megni. Sérstök áherzla er lögð á það, að eldhúsin séu hentug og sniðin við störf húsmóðurinnar. I nýjustu liúsum II. S. B. eru eldliúsin liöfð mjög litil með fjölda af innbvggðum skápum og skúffum til að geyma í. A þann hátt sparar húsmóðirin sér margan óþarfa snúning, sem fylgir stórum eldhúsum. Þarna eru sameiginleg þvottahús, þar sem flestallt er unnið með rafknúnum vélum, þvottur, vinding, þurkun, síétting á líni o. m. 11. Þar eru einnig vélar, sem lireinsa gólfteppi, sængur, púða o. s. frv. Eitt atriði er merkileg uppfinning H. S. B. Það er, að öllu rusli, sem til fellst, er brennt i miðstöðinni. Sparast þar tvennt; eldiviður og mikill timi, sem daglcga fer í að losa ruslfötur. A göngum H. S B. húsanna er dálítið op, likt og á iniðstöð; i það er allt rusl látið, og fer það beina leið niður i miðstöðina. Hver cr mismunurinn að búa í eigin íbúð eða leigja? Því hefir H. S. B. í Stokkhólmi svarað þannig: a. »Maður og kona, sem eru nálægt 25 ára, stofna heimili. 05 ára gömul hafa þessi hjón i liestum tilfellum greitt ekki minna en U0 000 00 krónur í húsaleigu, Þessi upphæð hefir verið greidd fvrir rétt til að nota íbúðina í ákveðinn tima, sem með vissu miilibili befir verið framíengdur af húseiganda. Eftir 40 ára húsaleigugjöld standa leigjendurnir enn uppi án þess að eiga þak yfir liöfuðið — ibúðin tilheyrir enn öðrum manni.« b. »Maður og kona, sem eru nálægt þvi 25 ára, stofna heimili. Þau hafa með að- stoð byggingarsamvinnufélags fengið trvggt eignarhald á ibúð. Þar með hafa þau orðið eigin húsráðendur og þurfa ekki að óttast uppsögn eða ófyrirsjáanlegar hækkanir húsaleigu. Þau búa i þægilegri og hollri ibúð. en árlegar greiðslur vcgna hennar eni nokknð ncðan við hina almennu húsa- lcigu. Þegar þau eru 65 ára gömul, hafa árgjöldin lækkað um 40-45°/o. Með lcigunni hafa þau á liðnum árum greitt fyrir ibúðina og þar með trj'ggt sér góðan og ódí’ran dvalarstað í ellinni«. A siðustu árum liafa orðið miklar breyt- ingar á viðhorfi kvenna til atvinnumögu- leika. Nú eru þær ekki lengur bundnar við að vinna aðeins heimilisstörf; verksvið þeirra hefir víkkað; þær taka einnig þátt i þeirri hörðu lifsbaráttu, sem bafin er utan heimilisins. Þessi straumhvörf á vinnumarkaðinum og möguleikar fyrir hærra kau)ii annarstaðar en borgað er »í húsum<( valda þvi, að það verður erfiðara með hverjum degi að fá hjálp i heimilinu. Viða erlendis er ómögulegt að fá neina hjálp »i húsinu« nema fvrir ærna peninga, sem almenningur hefir engin ráð á að borga. Við þessa atýinnubreytingu hefir komið mikill skriður á barnaleik- skálahreyfinguna viða um heim. Hún er til orðin til að létta undir með húsmæðrum, sem liafa litil börn og þurfa sjálfar að gera heimilisstörf, innkaup o. m. 11. Barnaleikskálinn í H. S. B.-byggingum vekur almenna athygli Islendinga, sem heimsækja þá i Stoklihólmi. Leikskálinn er venjulega hafður sólarmegin móti garð- inum, á neðstu hæð byggingarinnar. Hann er stór, bjartur og loftgóður og létt að lialda hreinum. Þar inni eru sandhrúgur, litil, steypt tjörn, sem börnin láta skip sigla á, hyllur og slcápar með allskonar leikföngum, leikfimisáhöld og fjöldi ein- faldra, sterkra borða, sniðinna við stærð þessara litlu þjóðfélagsborgara, sem nota þau. Einnig er þarna sérstök stofa fvrir ungbörn, svo þau geti verið þar i ró og næði. Börn, er eiga foreldra, sem bæði vinna úti, koma í barnaleikskálann milli 8 og 9 á morgnana (fólk fer fyr á fætur þar en hér) og eru sótt kl. 5—6 á kvöldin. Stofnunin sér um þau að öllu leyti þennan tima. Þau borða þar, leika sér og hvila sig, allt eftir vissum reglum. Milli kl. 10—1230 á morgnana geta hús- mæður, sem ekki vinna úti, liaft börn sín í leikskálanum, meðan þær eru að vinna beimilisstörfin, og geta ekki sinnt börnum sinum. Eins geta mæður komið börnunum fyrir i nokkrar ldukkustundir, þegar þær stund úr deginum eða að kvöldinu þurfa að vera fjarverandi. Ein móðir, sem býr i H. S. B.-húsi, lýsir þannig barnaleikskálunum: »Bik kona skilur börn sin eftir hjá barnastúlku sinni, þegar hún fer út til að gera inn- kaup eða i heimsóknir. Þvi skyldi þá ekki fátækari systir hennar hafa siðferðis- legan rétt til að koma börnum sinum fyrir í skemmtilega og hreinlega barna- lcikskálanum, þegar ln'in jiarf að fara i vinnu, gera innkaup, þvo þvott o. s. frv.? ltik kona hefir efni á að halda sérstaka barnastúlku. Við, sem erum fátækari, get- um gert það í sameiningu, og þannig er til komin þessi víðtæka hughynd og fram- kvæmd með barnaleikskálana, sem riður sér til rúms víða um heim.« Það er athyglisvert í barnaleikskálum H. S. B., að öll börn innan 5—6 ára og heilsulítil börn, þó þau séu eldri, fá 1 lji klst. miðdagsdúr! Börnin hvilast þá mikið 109

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.