Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1942, Page 5

Samvinnan - 01.07.1942, Page 5
6. HEFTI SAMVINNAN Hestur Djengis Kans Eftir Paul Morand Eiríkur frá Bonn fór yfir Kínamúrinn mikla hjá Ping-Fú og hélt í áttina að Leng-Kon-skarðinu. Mon- gólía lá framundan marflöt, og þangað var litlu eyði- merkurlestinni stefnt eftir bugðóttum stígum. í lest- inni voru hestar og múldýr, tveir bláir vagnar, er múldýrum var beitt fyrir, burðarmenn og hestasvein- ar og sjálfur ferðalangurinn. Eiríkur frá Boml var ungur og einrænn og ákaflega sérlundaður maður. Hann var mikill langferðamaður og af taum- lausri ástríðu barn víðáttunnar. Hann var á leið heim til Evrópu á hestum alla leið frá Peking. Honum ægði minna kuldinn heldur en svækjan í vögnum aust- ur-síberísku járnbrautarlestarinnar. Hann hafði verið dögum saman á ferð, einn síns liðs, og sungið óperu- lög úr Parsifal eftir Wagner, eins hátt og hann hafði lungnaþol til og danglað löngum bífunum í síðurn- ar á mongólska hestinum sínum. Hann var ekki í fötum, er ætla mætti að notuð yrðu á slíku ferðalagi, heldur í yfirfrakka með borgarsniði, aðskornum í mitt- ið, síðbuxum og með harðan, háan flibba og gráan hatt, sem hann tók aldrei ofan, og vakti þess vegna mikla undrun meðal Kínverja, er hann hitti, og var auðvitað álitinn tiginn maður. Leiðin lá yfir ár, sem urðu til mikillar tafar, því að svo bugðóttar voru þær, að özla þurfti allt að fimmtán sinnum yfir sumar. Að lokum komust þeir á Góbi-eyðimörkina. Þeir mættu loðnum úlföldum frá Baktríu, er auðsjáanlega voru þegar búnir undir vet- urinn, sem í hönd fór, félausum hermönnum í lekfi, (augun í þeim voru eins og í úlfum), kaupmönnum, sem ferðuðust með konur sínar og sátu á varningi sínum og reyktu vatnspípur í náðum, trúboðum frá útlenda Biblíufélaginu og loddurum, sem iðkuðu af mikilli leikni hnetuleik, sem Mongólum stendur bæði sálarvoði og fjárhagstjón af. Kvöld eitt, þegar Eiríkur frá Bonn var tekinn að þreytast á tilbreytingaleysi þess, sem fyrir augun bar, reið hann dálítið á undan föruneyti sínu til þess að skoða veiðihöll, er stóð miðhlíðis í hæðadragi einu og byggð hafði verið handa hinum fræga keisara, Kien-Lung. Hann villtist af réttri leið og kom í dal staksteinóttan og eyðilegan. Dögum saman hafði hann ekki séð eitt einasta tré, en fram til þessarar stundar hafði hann ekki skynjað stórfenglegustu tign þess- arar austurlenzku auðnar. Jafnvel götuslóðinn var horfinn. Hann hafði dreifzt í óskýra troðninga, sem lágu í ýmsar áttir, og að lokum týnzt með öllu, þarna á yztu nöf lífsins — sokkið í kverk dauðans. Eiríkur frá Bonn kunni ekki að hræðast. Eina vopn- ið, sem hann bar á ferðum sínum, var sinepsbaukur. Hann sagðist demba sinnepi í matinn til þess að gera hann ætan, og á kvöldin sáldraði hann sinnepi í ból sitt til varnar gegn skorkvikindum. Honum var sagt, að það væri háttur stigamanna að leggja hald á ríka hirðingja og láta kaupa þá lausa, en þeir réðust nær aldrei á Norðurálfumenn, svo að engu var að kvíða, nema ásækni beiningamanna og þefnum, sem lagði af Mongólíustúlkunum. Hann litaðist um. Haustloftið var þurrt, og í glamp- andi sólskininu var sem eimyrja lægi yfir veðurbörð- um klettatindunum og sandorpnum námugöngunum, umhverfis. Alt í einu kom hann auga á eitthvað, sem glóði á, tíu til fimmtán faðma í burtu. Hann hélt fyrst, að það væri spegill. Er hann gætti betur að, sá hann, að þetta var hauskúpa af hesti. Þessi haus- kúpa var svo skjannahvít, svo fáð af regni og vindi, svo eitilhörð og einkennileg að lögun, með tómar, ægilegar augnatóftir og bogið nefbein, svo dular- full í allri nekt sinni, að ætla mátti að hún væri frá fyrstu tímum lífsins á þessari jörðu. Eiríkur frá Bonn steig af baki og tók hana upp; hún var furðulega þung. Hann lét hana í kjöltu sína og sat lengi hugsi: Voru þetta hinztu leifar einhverra eyðimerkurfara, sem dáið hefðu úr þorsta, örmagnast á hinum söltu og veðrasömu auðnum? Voru þetta síðustu minj- arnar um horfinn mongólskan konungsson í rauðum skrúða, sigursælan og hugprúðan, eða ættarhöfðingja eða merkisbera, sem endur fyrir löngu hefur verið sendur í eitthvert afskekkt vígi Kínamúrsins mikla? Eða voru þetta ef til vill hinztu vegsummerki mikill- ar orrustu, er hér hafði verið háð. Hestur! Eiríki frá Bonn varð hugsað til þess tíma, er Sung var uppi, hestur var konungur, víðfrægur af öllum skáldum, hafinn til ódauðleika af listamönnunum, og annað tveggja látinn hestur eða hestlíkneski úr leir í hverja gröf. Án hestsins hefðu hinir miklu þjóðflutningar aldrei gerzt. Þessi víði, grýtti dalur var nú auðn ein sökum þess, að hinir fornu íbúar hans, Mongólar, Húnar og Tyrkir, höfðu hesta til hernaðar og sigur- ferða um Kínaveldi, Indland og Norðurálfu. Þá var Gengis Khan drottnari heimsins, en hesturinn var drottinn hans. Mýkt hörundsins er vottur um æsku, 69

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.