Samvinnan - 01.07.1942, Qupperneq 6
SAMVINNAN
6. HEFTI
en gljáinn á hauskúpunni var sönnun þess, hve æfa-
gömul hún var. Margar aldir voru liðnar síðan holdið
rotnaði af þessari hauskúpu, er nú var eins og fíla-
bein að sjá. Eiríkur frá Bonn gaf ímyndunaraflinu
lausan tauminn, gagntekinn af ljóma þessa menja-
grips þarna í auðninni, og brátt gleymdist honum
staður og stund og loks sofnaði hann. Hann dreymdi,
að hann hefði fundið höfuð af hesti Gengis Khans
og gæti aldrei skilizt við það framar.
Fylgdarlið hans vakti hann af draumum sínum um
það bil, er skyggja tók. Förunautar hans höfðu hóp-
ast utan um hann, er hann vaknaði. Hauskúpan fyllti
þá mikilli lotningu. Hann lét koma þessum dýrmæta
gripi fyrir í öðrum vagninum, og síðan var förinni
haldið áfram. Villihundarnir voru þegar farnir að
ýlfra. Golan bar með sér reykjarþef og geitalykt,
svo að þeir þóttust vita, að þorp væri í námunda, enda
gat að líta dauf ljós úti við sjóndeildarhringinn, og
langan leirgarð, er bar við loft. Þeir voru að nálgast
Jehól, „borg hinnar flekklausu dyggðar“.
Hann varð að láta sér lynda lélegan gististað, einn
af þeim, sem í Kína eru kallaðir ,.grísakrár“, því að
það var markaðsdagur og öll önnur gistihús troðfull.
Geitaskinn voru spýtt undir beru lofti, og þefurinn
af þeim blandaðist dauninum af mykjunni og for-
inni, sem flaut eftir einu götunni í bænum. Stærðar
rumar í bláum hempum hlóðu grávöru frá Sjúnga-
ríu á úlfalda. Kínverji í gulum kufli og með mynd-
skreyttan hatt, flutti varninginn til Kyrrahafshafn-
ar, en þaðan skyldi hann sendur til Ameríku.
Þjónarnir bjuggu rúm í gestastofunni. Eiríkur frá
Bonn beið þess, að hirsikökur væru soðnar til kvöld-
verðar. Hann hafði hengt hauskúpuna á húsvegginn,
og safnaðist þar brátt saman fjöldi forvitinna manna,
sem virtu hana fyrir sér, lostnir ótta og fullir lotn-
ingar. Konur með flata og afmyndaða fætur komu
til þess að sjá hana, ljótir flækingshundar fitjuðu
upp á trýnið og gulir, krúnurakaðir Lamaprestar
dokuðu þar við og virtu fyrir sér hinn einkennilega
verndargrip hvíta mannsins.
Það mátti gerla sjá, að maður var fyrir löngu kom-
inn úr ríki hinna hlédrægu og óhlutdeilnu Kínverja
og staddur meðal hjátrúarfullra og villtra Mongóla,
í landi, þar sem töfrabrögð og svartigaldur var í há-
vegum haft. Brátt var mannþröngin svo mikil. að
húsagarðurinn troðfylltist. Kveikt var á svínsblöðr-
unum, sem notaðar eru sem ljósker. Rétt í sömu svif-
um kom sendinefnd frá ópíum-launsölunum og sýn-
ingarstjórunum í Jehól til þess að kvarta um það, að
skemmtistaðirnir væru mannlausir og biðja ferða-
langinn að ganga til svefnstofu sinnar og vera svo
ástúðlegan að halda þar kyrru fyrir.
Daginn eftir fór Eiríkur á fund héraðsstjórans og
afhenti honum nafnspjald sitt, áður en hann gengi
til musterisins, því að í Austurlöndum er litið á slíkt
sem helgan sið og sjálfsagða kurteisi. Musterið var
utan við borgina, úr leiri og umkringt af skarnhaug-
um og sorpi. Það bar ekki svip neins ákveðins tíma-
bils. Þar sat Buddha og brosti. Prestur, sem að hálfu
leyti var læknir og hálfu leyti töframaður, klæddur
gulum silkikyrtli, tók á móti Eiríki. Þetta var geð-
þekkur maður. Eiríkur lagði fyrir hann ýmsar spurn-
ingar í kurteisis skyni, eins og vera bar. Síðan spurði
hann prestinn, hvort nokkur trú eða álög væru bund-
in vici beinagrindur úr dýrum í þessum landshluta,
til dæmis hauskúpur úr hestum. Hann fékk það svar.
að öll bein væru hættuleg, af því að eirðarlausar
sálir væru alltaf á flökti í kringum þau til þess að
reyna að endurholdgast. Hauskúpur úr hestum hefðu
oft auðgað finnandann, en valdið sveinbörnum hans
dauða. Konur, sem gengið hefðu með í meira en fimm
mánuði. skyldu varast þær. En samt varðaði það mestu,
hvaða dag kúpan hefði fundizt.
í gærkvöldi, til dæmis?
Það var einn af allra verstu dögunum, sagði Lama-
presturinn. Einn af ískyggilegustu dögum ársins. Enn
væri þó nokkur von, ef bænir væru fluttar áður en
kvölda tæki. Annars væri ekki annað til bragðs að
taka en að flýja þann ósýnilega, reyna að leika á and-
ana eða brenna kúpuna.
Eiríkur frá Bonn yppti öxlum við þessari fjarstæðu
og skipaði svo fyrir, að hauskúpan skyldi bundin við
hnakk sinn. Og upp frá þessu var hún látin dúsa
þar.
Þannig ferðaðist hann um alla Mið-Asíu. Hauskúp-
an virtist vernda hann frá öllu illu. Ræningjar komu
aldrei í námunda við lestina, og alls staðar var honum
auðsýnd gestrisni. Honum var jafnvel leyft að þvo
sér í helgum laugum, og þegar hann kom á grasslétt-
urnar miklu, fékk hann ávallt nægð sína af nýju
kjöti og lagðist því nær hvert kvöld til hvíldar á við-
arbeði í hinum einkennilegum tjöldum mongólsku
hjarðmannanna, sem gerð eru úr þykkum flóka og svo
hlý, að það liggur við að þar megi sjóða matinn án
elds. Lamaprestar, sem hann mætti á pílagrímsferð-
um þeirra til Tíbet, sýndu honum þann heiður að
bjóða honum te. Á hverju kvöldi hengdi Eiríkur haus-
kúpuna á stöng utan við tjald sitt.
Það var ekki aðeins í Mongólíu, sem hann hlaut
hjartanlegar viðtökur; þær voru jafn vingjarnlegar
í Túrkestan, Kókand og Búkhara. Trúarbrögðin, hör-
undsliturinn og siðvenjurnar voru sundurleitar, en
hauskúpunni var hvarvetna sýnd lotning. Smám sam-
Framh. á bls. 76.
70