Samvinnan - 01.07.1942, Blaðsíða 8
SAMVINNAN
6. HEFTI
Störf samvinnuskólanemandanna
Eftir Guðlaug Rósinkranz
Hvað starfa þeir, sem útskrifast úr Samvinnuskól-
anum, ekki komast þeir allir í kaupfélögin? Eitthvað
á þessa leið hefi ég alloft verið spurður. Að vísu eru
þeir ekki svo ýkjamargir, sem útskrifast á hverju ári.
Venjulegast 25—30, nokkrum sinnum hafa útskrifast
fleiri, svo mikill hluti þeira sem útskrifast ættu því,
að öllum jafnaði að geta komizt að einhverjum störf-
um á vegum samvinnufélaganna.
Síðan ég byrjaði að kenna við skólann veturinn
1930—31 hefi ég til gamans, já, og fróðleiks reynt að
fylgjast með störfum nemendanna, eftir að þeir hafa
útskrifast, og hef ég fært skýrslur um nemendurna í
þessum tilgangi.
Flestir nemendurnir hafa farið til samvinnufélag-
anna. í skýrslunni hér á eftir eru einnig taldir þeir,
sem hafa verið aðeins í yngri deild, en ekki tekið
fullnaðarpróf. Skipting þeirra eftir atvinnu hefur á
þessum árum verið sem hér segir:
Starfsmenn kaupfélaga og annarra samvinnufél. 85
Starfsmenn ríkis, banka og bæjarfélaga........ 46
Starfsmenn ýmsra verzlunarfyrirtækj a einstakl-
inga og þar með taldir kaupmenn............... 60
Þeir, sem stunda búskap, iðn og algenga erfiðis-
vinnu ........................................ 65
Blaðamenn .................................... 4
Giftar konur ................................. 10
Hafa stundað annað nám........................ 18
Dánir ......................................... 6
Ókunnugt um .................................. 46
Eins og af þessu sést, stunda langflestir nem-
endurnir þau störf, sem þeir hafa undirbúið sig til,
það er að segja verzlunar- og skrifstofustörf, og flestir
vinna hjá kaupfélögunum. Fjórtán af þeim Samvinnu-
skólanemendum, sem útskrifast hafa úr skólanum á
þessu tímabili eru orðnir kaupfélagsstjórar. En það
eru eftirtaldir menn:
1. Friðjón Stefánsson frá Höfðahúsum í Fáskrúðs-
firði, útskrifaðist úr Samvinnuskólanum eftir tveggja
vetra nám þar vorið 1933. Þá gerðist hann verzlunar-
maður hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Varð deildarstjóri
hjá Kron, þegar það var stofnað, fyrst hér í Reykja-
vík og síðan í Hafnarfirði, þar til 1938 að hann varð
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suður-Borgfirðinga á
Akranesi og hefur hann verið það síðan.
2. Baldur Guðmundsson frá Patreksfirði, útskrif-
aðist úr Samvinnuskólanum eftir tveggja vetra nám
vorið 1936. Varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Patreks-
fjarðar 1938 og hefur verið það síðan.
3. Albert Guðmundsson frá Sveinseyri í Tálkna-
firði útskrifaðist úr Samvinnuskólanum eftir tveggja
vetra nám vorið 1931. Varð starfsmaður við Kaup-
félag Tálknafjarðar að loknu prófi. Tók við kaup-
félagsstjórastarfi Kaupfélags Tálknafjarðar af föður
sínum sem verið hafði þar kaupfélagsstjóri síðan
félagið var stofnað.
4. Loftur Jónsson frá Dalvík, útskrifaðist úr Sam-
vinnuskólanum eftir 1 vetrar nám vorið 1939. Stund-
aði fyrst sjómennsku, en varð kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Arnfirðinga 1940 og hefur verið það síðan.
5. Hjörtur Hjartar frá Þingeyri í Dýrafirði útskrif-
aðist úr Samvinnuskólanum eftir tveggja vetra nám
vorið 1937, og varð strax að loknu prófi kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri og hefur
hann verið það síðan.
6. Jóhannes Þ. Jónsson frá Suðureyri í Súganda-
firði, útskrifaðist úr Samvinnuskólanum eftir tveggja
72