Samvinnan - 01.07.1942, Síða 9
6. HEFTI
SAMVINNAN
vetra nám vorið 1940. Um haustið sama ár stofnaði
hann, ásamt nokkrum öðrum, Kaupfélag Súgfirðinga
og varð kaupfélagsstjóri þess og hefur verið það
síðan.
7. Friðrik Friðriksson frá Súðavík í Álftafirði, út-
skrifaðist úr Samvinnuskólanum eftir tveggja vetra
nám 1933. Hann stundaði ýmsa vinnu, þar til hann
varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Súðvíkinga 1937 og
hefur hann verið það síðan.
8. Þorbergur Jónsson frá Þingeyri í Dýrafirði, út-
skrifaðist úr Samvinnuskólanum 1931 eftir tveggja
vetra nám. Stundaði hann fyrst verzlunarstörf í
Reykjavík. Bókari hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga 1937
til 1938 að hann varð bókari hjá Kaupfélagi Stein-
grímsfjarðar. Varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Stein-
grímsfjarðar í ársbyrjun 1942.
9. Kristján Hallsson frá Hofsósi, útskrifaðist úr
Samvinnuskólanum eftir eins árs nám 1937. Að námi
loknu varð hann starfsmaður hjá Kaupfélagi Dýr-
firðinga og síðar hjá Kaupfélagi Önfirðinga, en varð
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á
Hofsósi 1939 og hefur verið það síðan.
10. Salómon Einarsson frá Selárdal í Arnarfirði, út-
skrifaðist úr Samvinnuskólanum eftir 1 árs nám
1939. Varð árið eftir starfsmaður hjá Kaupfélagi
Patreksfjarðar og var það, þar til er hann varð kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Fljótamanna í Haganesvík
1941.
11. Finnur F. Kristjánsson frá Halldórsstöðum í
Kinn tók próf frá Samvinnuskólanum eftir 1 vetrar
nám 1938. Varð kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Sval-
barðseyrar 1939 og hefur verið það síðan.
12. Björn I. Stefánsson frá Eskifirði útskrifaðist úr
Samvinnuskólanum eftir 2ja vetra nám 1933. Kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga síðan 1934.
13. Björn Stefánsson frá Höfðahúsum í Fáskrúðs-
firði útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1932 eftir 2ja
vetra nám. Var hann um nokkurt skeið starfsmaður
hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Varð kaupfélagsstj.
Kaupfélags Suður-Borgfirðinga nokkurn hluta árs-
ins 1938 en varð svo kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Stöðfirðinga sama ár og hefur verið það síðan.
14. Sveinn Guðmundsson frá Lýtingsstöðum í
Skagafirði, útskrifaðist úr Samvinnuskólanum eftir 1
vetrar nám 1939. Hann var við verkstjórn við síldar-
vinnu og skrifstofustörf, þar til hann varð kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Hallgeirseyjar 1941.
Eins og Ijóst er af þessu yfirliti, eru flestir af þess-
um ungu mönnum, sem orðið hafa kaupfélagsstjórar
þetta árabil, úr sveitunum eða kauptúnunum.
Fæstir þeirra hafa unnið við verzlun áður en þeir
komu í skólann. Af þessum 14 ungu kaupfélagsstjór-
um eru það ekki nema 2, sem unnið höfðu við kaup-
félag áður en þeir byrjuðu í skólanum. En eftir skóla-
veruna hafa þeir hér um bil allir starfað lengri eða
skemmri tíma hjá kaupfélögum, sem afgreiðslumenn
og bókarar. En nokkrir þeirra hafa ekki haft aðra
verzlunarþekkingu en þá, er þeir hafa fengið í skólan-
um, áður en þeir urðu kaupfélagsstjórar. En þrátt
fyrir það, að hinn sérfræðilegi undirbúningur, sem
margir af þessum kaupfélagsstjórum hafa feng-
ið, hefur verið svo skammur, hafa þeir sýnt mikinn
dugnað í starfi sínu, og ekki hefur þess orðið vart, að
skortur á verzlunarlegri þekkingu hafi hamlað þeim
í starfinu, því þótt þá eðlilega í fyrstu skorti nokkuð
í þekkingu á ýmsu, sem starf þeirra útheimtir, hefur
samvizkusemi þeirra, dugnaður og hinn einlægi vilji
þeirra á því að gera sitt bezta, bætt þar úr. Ég hef
komið í kaupfélögin til flestra þessara nemanda
minna og ungu kaupfélagsstjóra. Hjá þeim öllum hefi
ég fundið einlægan áhuga fyrir því að efla sitt kaup-
félag og samvinnufélagsskapinn í heild. Umgengni
hefur nær undantekningarlaust verið ágæt og mynd-
arskapur hjá þeim á rekstri félaganna. Meðal þeirra
félagsmanna, sem ég hef hitt, hef ég undantekn-
ingarlaust ekki orðið annars var en ánægju með
störf þessara ungu starfsmanna þeirra.
Auk þess sem 14 af þessum Samvinnuskólanem-
endum eru orðnir kaupfélagsstjórar, eru fjöldamargir,
eins og skýrslan hér að framan ber með sér, starfs-
73