Samvinnan - 01.07.1942, Page 13
6. HEPTI
SAMVINNAN
Frá útlöndum
Ekki hafa neinir stóratburðir
skeð í styrjöldinni, svo að marki
nokkur tímamót í stríðinu, á þessu
ári, síðan Bandaríkin fóru í stríð-
ið, þar til nú síðustu vikurnar að
hin mikla sókn Rommels hófst í
Lybíu.
Margur spyr, hvers vegna allir
þessir miklu bardagar um þessa
eyðimörk í Lybíu séu? Þar er ekk-
ert það framleitt, sem nokkurt gildi
hefur í stríðinu, og allt það, sem
herinn þarfnast, verður að flytja
að, því að Lybía er ekki veitandi
á neinu sviði. En það sem um er
barist, er aðstaðan. Það er ákaflega
mikils virði fyrir Breta að hafa
Norðurströnd Afríku á sínu valdi og
geta haft þar afnot hafnanna fyrir
flotann og flugvélar, sem notaðar
eru til verndar skipalestum á leið
til Malta, Alexandríu og annarra
hafna við botn Miðjarðarhafs,
sem Bretum er lífsnauðsyn að hafa
sambönd við.
Nú, þegar þeir hafa misst yfir-
ráðin yfir höfnum Norður-Afríku,
verður ennþá erfiðara fyrir þá að
að koma hergögnum til hersins,
sem berst í Egyptalandi og til hers-
ins í löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafs, og hætt er þá við að örð-
ugt verði að láta Malta fá nægileg
hergögn sér til verndar, og missi
þeir Malta, versnar hagur brezka
flotans á Miðjarðarhafi stórum.
Þess vegna hefur mikið kapp verið
á það lagt, frá báðum aðiljum, að
halda yfirráðunum yfir Lybíu
Eins og stendur, eru yfirráð Lybíu
í höndum Þjóðverja og litlar líkur
eru til þess að Bretum takist að
vinna þetta landsvæði i ttur, því
að við það að Þjóðverjar náðu
Tobruk, stytta þeir flutningaleið-
ina á landi um meira en tvo þriðju,
og það er hinn mesti munur. Þótt
hersveitir Rommels hafi verið
stöðvaðar í bili, má gera ráð fyrir
því, að hann fái, áður en langt
um líður, tækifæri til þess að halda
sókninni áfram til Alexandríu, sem
er fyrsta takmark hans á þessari
leið til Súezskurðarins, hvort sem
því takmarki Þjóðverja verður náð.
En ekki virðist það ólíklegt, eða að
minnsta kosti ekki útilokað, því
flutningaleið Þjóðverja á mönnum
og hergögnum er örstutt, saman-
borið við flutningaleið Breta, hvað
þá Ameríkumanna, svo Þjóðverjar
geta farið fjölda margar ferðir
meðan Bandamenn fara eina. Að-
stöðumunurinn er því mikill og all-
ur er hann Þjóðverjum í hag.
í Rússlandi hafa Þjóðverjar nú
hert sóknina á nýjan leik. Hin
margumtalaða vorsókn þeirra er
hafin, þó hún kæmi seinna en við
var búist. Þessi sókn hefur ver-
ið gífurlega hörð. En Rússar virðast
nú vera betur færir um að mæta
Þjóðverjum heldur en í fyrrasum-
ar. Sóknin hefur ekki verið eins
hröð, og Rússarnir verjast, eftir
öllum fregnum að dæma, af fá-
dæma hreysti og þrautseigju. Fall
Sevastopol er fyrsta verulega á-
fallið og sjálfsagt það versta, sem
Rússar hafa orðið fyrir á þessu
ári, því herskipahöfnin þar hafði
ákaflega mikla þýðingu fyrir varn-
ir Rússa á Svartahafi. Með því að
hafa þessa höfn til umráða hafa
Þjóðverjar aftur á móti stórum
bætt aðstöðu sína til sóknar á sjó
austur í Kákasus, en þangað er
sókninni stefnt, í hinar óþrjótandi
auðlindir. Einkum eru olíulindirnar
þar eftirsóknarverðar fyrir Þjóð-
verja. Því þótt þeir fái alla þá olíu,
sem framleidd er íRúmeníuog vinni
auk þess eitthvað úr kolum, dugir
það ekki, og þeir verða því að horfa
á olíu- og benzínforða sinn minnka
með degi hverjum og úr því verða
þeir að bæta, áður en það er orðið
of seint. Þess vegna er líklegt, að
Þjóðverjar leggi allt kapp á að
brjótast í gegn og til Kákasus í
sumar, því verði þeir ekki komnir
til Kákasus áður en haustrigning-
arnar byrja, komast þeir þangað
arnir tveir báru við næturhimininn. Nokkru ofar
rann Signa í lotningu fram hjá Louvre, konungshöll-
inni gömlu, og leið áfram í töfrandi fegurð meðfram
Pessy. Eiríkur frá Bonn lét hauskúpuna á brúarriðið.
Honum varð hugsað til hinna miklu fljóta í Síberíu,
straumkastsins í kínversku ánni Altai og mongólsku
þveránna, sem hverfa í saltan og þurran sandinn.
Lítil var Signa og grunn fyrir slíkan viðburð. Hví-
lík endalok! En á nokkur hlutur sér endalok?
Rafmagnsljósin lýstu yfir ána og vörpuðu á vatnið
rósrauðum blæ, sem minnti á andlitsduftið, sem selt
er í snyrtistofunum. Eiríkur frá Bonn lét hauskúp-
una falla í dökkt djúpið. Það var þögn. Síðan skvamp.
Kúpan var svo þung, að hún hlaut að sökkva til botns
á svipstundu. — En hvað skeði? Hauskúpan flaut.
Þessi þunga hauskúpa flaut og barst burt með
straumnum, eins og blaðsnepill. Eiríkur frá Bonn
sá gerla, hvernig hún barst út í miðjan strauminn, vék
svo léttilega til vinstri, þar sem áin beygði.
Hestur Dengis Khans, mesta gersemi Mongólíuslétt-
unnar, var lagður af stað aftur og hvert skyldi leið
hans liggja? Verið gat að eitthvað tálmaði för hans
undir eins í fyrramálið, fiskimaður eða barnshendur.
En verið gat, að hann yrði að torgætum sæhesti.
frjálsum í víðáttu hafsins, er geistist eftir ölduföld-
unum, þar sem saltið ryki um vit hans, sami salt-
þefurinn og angar um auðnirnar miklu í Mongólíu,
og minnir á það, enn í dag, að þar var eitt sinn sær.
77