Samvinnan - 01.07.1942, Qupperneq 14
SAMVINNAN
6. HEFTI
INNANLANDS 06 UTAN
Eftirfarandi skýrsla sýnir, hvernig útgjöld
fjölskyldu í Reykjavik, meff tæplega 5
manns í heimili og rúmlega 3.850 kr.
útgjöld, miðað við verðlag í ársbyrjun
1939, hefur breytzt, vegna verðbreytinga
síðan, bæði í heild sinni og einstökum
útgjaldaliðum. Útgjaldaupphæðin nær til
94,7% af meðalútgjöldum 40 fjölskyldna
í Reykjavík, án skatts, samkvæmt rann-
sókn 1939—40, sbr. Hagtíðindi 1940, nr.
10—12. Taflan sýnir útgjaldaupphæðina
miðað við verðlag á 1. ársfjórðungi 1939
og í byrjun hvers af mánuðum maí 1941
og april og maí 1942, en með vísitölum
er sýnt, hve mikil útgjaldaupphæðin í
heild og hver liður sérstaklega hefur
hækkað síðan í ársbyrjun 1939.
Útgjaldailpphœð Vísitölur
kr. Jan.—mars 1939=100
Jan.—mars Maí Apríl Maí Maí Apríl Maí
Matvörur 1939 1941 1942 1942 1941 1942 1942
Kjöt ................ 313.35 565.64 813.52 800.02 181 260 255
Fiskur ............... 157.38 293.57 308.55 308.74 187 196 196
Mjólk og feitmeti .... 610.01 1.051.18 1.531.34 1.492.61 172 251 245
Kornvörur ............ 266.76 464.06 492.10 492.10 174 184 184
Garðávextir og aldin 151.38 330.78 303.83 313.20 219 201 207
Nýlenduvörur ......... 168.26 266.82 337.31 337.25 159 200 200
Samtals 1.667.14 2.972.05 3.786.65 3.743.92 178 227 225
Eldsneyti og ijósmeti .. 215.89 398.98 444.22 440.41 185 206 204
Fatnaður ............... 642.04 1.004.97 1.091.39 1.086.18 157 170 169
Húsnæði ................ 786.02 786.02 872.48 872.48 100 111 111
Ýmisleg útgjöld ........ 541.92 750.26 860.91 856.55 138 159 158
Alls 3.853.01 5.912.28 7.055.65 6.999.54 153 183 182
Aðalvísitalan í maíbyrjun í ár var 183,
þ. e. 82% hærri heldur en á 1. ársfjórð-
ungi 1939 eða nokkru fyrir stríðsbyrjun.
Lækkaði hún um 1 stig frá næsta mán-
uði á undan, en var 19% hærri heldur
en í maíbyrjun í fyrra.
Matvöruvísitalan var 225 í byrjun maí-
mánaðar eða 26% hærri heldur en í maí-
byrjun í fyrra. Lækkaði hún um 2 stig
í aprílmánuði, aðallega vegna verðlækk-
imar á eggjum.
Eldsneytis- og ljósmetisvísitalan lækk-
aði um 2 stig í apríl vegna verðlækk-
unar á eldspýtum. Var hún 204 í maí-
byrjun, og er það 10% hærra heldur en
í maíbyrjun í fyrra.
Fatnaðarvísitalan lækkaði um 1 stig í
apríl. Var hún 169 í maíbyrjun eða 8%
hærri heldur en í maíbyrjun í fyrra.
Húsnæðisvísitalan er óbreytt, 11% hærri
held r en um sama leyti í fyrra.
ef til vill aldrei. En búast má við,
ef þeim tekst ekki að brjótast
í gegnum Rússland, að þeir reyni
þá að brjótast í gegnum Tyrkland
og með öllu er ennþá óvíst á hvora
sveifina Tyrkir hallast, þegar til
þeirra kasta kemur.
Eins og sakir standa er útlitið
mjög ískyggilegt fyrir Bandamönn-
um. Rommel hefur tekið alla Ly-
bíu og dregur nú saman lið og
undirbýr árás á Alexandríu og allt
Egyptaland. í Rússlandi eru Þjóð-
verjar búnir að taka allan Krím-
skagann og eru um það bil að brjót-
ast austur yfir Donfljótið, sem bú-
ist var við að myndi verða Þjóð-
verjum erfiðasti farartálminn á
leið þeirra til Kákasus. Þar með
hafa þeir líka slitið samgönguæð-
ina milli Moskva og Rostov og fá
aðstöðu til þess að stöðva flutninga
um Don til Rostov, hlið Kákasus.
Að vísu hafa Rússar geysimikla
Vísitalan fyrir liðinn „ýmisleg útgjöld"
lækkaði um 1 stig frá næstu vísitölu á
undan. Var vísitalan fyrir þennan lið 158
í maíbyrjun þ. á. eða 14% hærri heldur
en um sama leyti í fyrra. (Hagt.).
Svíar spara mat og föt.
Vegna þess, hve Svíþjóð er innilokuð,
verða Svíar að neita sér um ýmsar vör-
ur, eða minnka neyzlu þeirra. Einkum
gildir þetta um feitmeti. En neyzla þess
hefur minnkað um 13,7% miðað við það,
sem notað var fyrir stríð af þessum vör-
um, en það er þó ekki eins mikil lækkun,
eins og gert hafði verið ráð fyrir. Kjöt-
framleiðslan hefur lítið minnkað og miklu
minna en búist var við. Fiskframleiðslan
í landinu hefur aukizt mikið og hefur
það bætt úr því, sem þrengzt hefur um
á öðrum sviðum. Ekki eru því ennþá
nein vandræði með mat í Svíþjóð, því
Svíar höfðu líka mikinn matarforða þegar
stríðið hófst.
Englendingar spara.
Englendingar hafa gripið til ýmissa ráða
til þess að fá fólk til þess að spara. í
byrjun ársins 1940 voru fjöldamörg spam-
aðarfélög stofnuð. Eru þau þannig að þeir,
sem ganga í þessi sparnaðarfélög skuld-
binda sig til þess að spara vissa upphæð
af tekjum sinum. Fyrra sparnaðarárið,
1940, keyptu þessi sparifélög ríkisskulda-
bréf fyrir 484 millj. pund, en síðara árið
fyrir 663 milljónir, eða tæplega 30 millj-
arðar, metið í íslenzkum krónum. Spam-
aðarstarfsemin er nær eingöngu meðal
fólks með lægri laun. Þessi sparnaðar-
starfsemi sýnir hvað hægt er að spara, ef
áhugi er fyrir því.
hergagnaframleiðslu þarna langt
fyrir austan, í hinum nýju her-
gagnaborgum austur í Úralfjöllum,
svo ekki er kannske ástæða til að
örvænta um afdrif rússneska
hersins, þótt hann hörfi svo langt
austur, ef þeir hafa þarna næg
hergögn og æft varalið. En eins
og sakir standa, útlitið ískyggi-
legt.
Reykjavík, 9./7.’42
Gl. R.
78