Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 7
Guðmundur Ingi: MARÍA MAGDALENA Þegai' þær hinar, sem harmana létu réna, heilsuðu vaknandi borg, stóðstu við gröfina, María Magdalena, magnlaus í höfugri sorg. Meistarans lík, sem þú bjóst um með blíðu og harmi, burt er úr gröfinni hans. Þung er hún enn þínum unga og titrandi barmi, ástin til líkamans. Skilurðu ei enn í þeim andlegu teiknum og róstum áður en stríðinu lauk? Þrýstirðu ráðlaus að heitum og harmandi brjóstum herra þíns smyrslabauk. Þegar hann kernur, þú grætur og áttar þig ekki, orðin svo vonlaus um hann. Hver getur vænzt, að þitt kvenhjarta konung sinn þekki koma sem upprisinn mann? Loks er hann nefnir þig upphátt og yfir þér stendur, augu þín skilja og sjá. Teygir þú arma og tárvotar, fagnandi hendur til hans í kvenlegri þrá. Skilur nú sál hans af helgi og hamingju stöfuð hjarta þíns kynlega gang? Langar þig mest þetta lokkfagra, töfrandi höfuð leggja í meistarans fang. Blíðan þú heyrir í orðunum: „Snertu mig eigi“ yfir þér meistarans dóm. Ertu ekki sjálf á þeim sigurs og upprisudegi sátt við þann andlega hljóm? Finnurðu í barminum sorgir og sárindi réna, sannfærð og ánægjuleg? Skilurðu nú ekki, María Magdalena, mannsandans hamingjuveg? SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.