Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 8
•» f/4* * IFRAMANDIBORG Frúarkirkjan 1 PARÍS Fyrstu heimildir, sem þekkt- ar eru varðandi París, eru frá miðri síðustu öld fyrir Krists burð, þegar Rómverjar undir stjórn Sesars voru í óða önn að brjóta Gallíu undir veldi sitt. Varð þá fyrir þeim þorp eitt á eyju í Signu, er þeir nefndu Lutetia. Þar og í ná- grenni bjó keltneskur eða gallneskur þjóðflokkur, er Rómverjar kölluðu Parisii, er mun vera keltneskt orð og tákna fiskimenn. Hið stolta nafn hinnar miklu heimsborg- ar ætti þá á íslenzku að út- leggjast Fiskimannabær. Það skeði árið 52 fyrir Krists burð, að Labíenus, einn und- irforingja Sesars, sá er síðar reis gegn herra sínum og var drepinn fyrir vikið í orust- unni við Munda, hélt með her manns niður Signubakka, barði á Parísingum og hafði sigur. Þaðan í frá var eyþorp- ið Lutetia rómversk eign, unz hinir germönsku Frankar lögðu landið undir sig. Á valdatímum Rómverja fór vegur borgarinnar smámsam- an vaxandi, einkum eftir að Germönum óx fiskur um hrygg. Sátu keisarar og hers- höfðingjar Rómverja þá oft langdvölum í borginni og not- uðu hana sem bækistöð til að bægja frá ríkinu skaðvænum herhlaupum Franka, Ale- manna, Búrgunda og fleiri slíkra óvina. í þeim tilgangi var hún víggirt að boði Júlí- anusar keisara hins fráfallna. Á þessu tímabili öðlaðist París auk þess tvo helztu dýr- linga sína, þau Saint-Denis, er varð fyrstur biskup krist- inna í borginni, og Sainte- Geneviéve, sem mun hafa ver- ið kvenskörungur mikill. þar eð hún bægði Húnum frá staðnum. Litlu síðar gerði Klodvíg fyrsti Frankakonung- ur borgina að höfuðstað sín- um og Frakklands, og hefur hún haldið þeim titli að mestu óslitið síðan. Karl mikli og afkomendur hans sýndu borginni fremur lítinn sóma, en að þeim liðn- um upphófst veldi hennar fyrir alvöru. Filippus Ágúst- us konungur, sá hinn sami og barðist í Palestínu með Ríkharði Ijónshjarta, lét víg- girða hana og prýða á marg- an hátt, og stofnsetti meðal annars hinn fræga Parísarhá- skóla, er gerði borgina að and- legri höfuðborg Evrópu um margar aldir. Raunar hafði allmyndarlegur visir að há- skóla verið þar til áður. Þar starfaði meðal annarra spek- ingurinn Abelard, er kunn- astur er af vinfengi sínu við Heloise hina fögru. Lýsti hann ástafari þeirra af mik- illi nákvæmni, er þá vakti engra hneykslan, nema ætt- menna konunnar, sem laun- uðu honum lambið gráa á þann hátt, er elskendunum kom verst. Parísarháskóli varð miðstöð skólaspekinnar svo- nefndu, og þangað sóttu lær- dómsmenn úr flestum lönd- um álfunnar, meðal annars frá íslandi. Þar kenndi Tóm- as Aquinas, sá er mótaði lieimsskoðun rómversk-ka- þólsku kirkjunnar. í París og nágrenni varð einn- ig um þessar mundir til sá stíll, er mótaði flestar bygg- ingar í Evrópu það sem eftir lifði miðalda, gotneski stíll- inn. Stórfenglegasta minnis- merki hans er Frúarkirkjan (Notre-Dame) í París, sem er tvímælalaust frægasta bygging borgarinnar. Hefur skáldið Victor Hugo minnst hennar rækilega í einu merkasta skáldriti sínu. Er álit margra, að frönsk listmenning hafi aldrei risið hærra en á þessu skeiði. Endurreisnartíminn lét eftir sig djúp spor í Frakklandi. Um aldamótin 1500 ríkti Franz fyrsti yfir Frökkum. Hann átti lengi ærið erfiði við að stríða við Þjóðverja og Spánverja, en eftir hrakfarir þær, er hann beið fyrir þeim í orustunni við Pavía, tók hann að stillast og sneri sér nú að þarfari verkum innan ríkisins. Þar á meðal jók hann glæsileik Parísar sem mest hann mátti. Lét hann hefja byggingu hins mikla lista- safns, Louvre, sem er eitt hið frægasta sinnar tegundar í heiminum. Var smíði þess þó ekki fulllokið fyrr en á tím- um Napóleons þriðja. Katrín frá Medici, sú er fræg varð af slátrun Húgenotta á Bartó- lómeusarnótt, byggði í svip- 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.