Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 9
uðum stíl og Franz, hélt á- fram við Louvre og lét hefja byggingu Tuleriehallanna, þar sem Frakkakonungar síð- an sátu. Um þetta leyti stóðu trúarbragðastríðin í Frakk- landi sem hæst, og var það Parísarbúum að miklu leyti að þakka eða kenna, að ka- þólíkar urðu að lokum ofan á. Vörðust þeir svo vasklega Hinriki fjórða, sem var mót- mælandi, að hann varð að lok- um að ganga að nokkru að kröfum þeirra_ Á tímum hinna ríkilátu Lúð- víka var margt gert borginni til vegsemdar, einkum á dög- um sólkonungsins, Lúðvíks fjórtánda. Frá þeim tíma eru margar glæsilegar byggingar og minnismerki, til dæmis Institut de France, þar sem franska Akademían hefur að- setur sitt. Þá var einnig unn- ið að gatnagerð í stórum stíl, meðal annars var hafin lagn- ing Champs Elysées, sem vart mun eiga sinn líka meðal borgarstræta í víðri veröld. Glæsileg torg voru gerð og skreytt listaverkum af frá- bærri snilld. Eitt þeirra er Place de la Concorde, en þar kvað Anatole France vera fegursta landslag í heimi, gert af mannahöndum. Var vegur Parísar aldrei meiri en einmitt um þessar mundir, er Frakkar stóðu á hátindi veldis síns. En blóðstraumar stjórn- arbyltingarinnar gerðu skjót- an enda á konungsveldinu og hóglífi yfirstéttanna, er því fylgdi. Svo kom Napóleon mikli til sögunnar eins og vígahnöttur, sem lýsti ger- valla álfuna ægibjarma og hvarf síðan. Enda þótt lítill vafi sé á því, að hann hefði reynst jafn nýtur stjórnandi í friði sem stríði, gafst honum lítt tóm til að sýna það og sanna. Helztu minjar, sem París ber eftir valdadaga hans, er sigurboginn mikli á Vendométorgi, er hann lét reisa í minningu sigurs síns við Austerlitz. Var hann steyptur úr fallbyssum, er teknar voru herfangi af Rúss- um og Austurríkismönnum. Á stjórnarárum Napóleons keisara þriðja breytti borgin mjög um svip og fékk þá að miklu leyti það yfirbragð, er hún liefur enn í dag. Á sein- ustu áratugum hefur hún vaxið stórkostlega, og munu íbúar hennar vart vera undir hálfri sjöttu milljón, ef út- borgir eru með taldar. Getur þar margt glæsilegra bygginga frá síðustu tímum, þar sem áhrif meistara eins og Le Cor- busiers koma í ljós. Þá ber að geta liins fræga Eiffelturns, er kenndur er við bygginga- meistara þann, er réði smíði hans. Er hann um 300 metra á hæð og sér úr toppi hans yfir alla borgina. Það, sem hér hefur verið sagt um París, gefur auðvitað að- eins sáralitla hugmynd um heimsborg með slíka sögu að baki. Allt frá því að Svarti- skóli var stofnaður um alda- rnótin 1200 og fram að orust- unni við Trafalgar 1806, var þessi glæsilega borg höfuð- borg heimsins, stjórnmála- lega, félagslega og menningar- lega séð. Þar lifðu og störfuðu margir helztu frömuðir á sviði hverskyns lista og vísinda, er mannkyninu hafa fæðst. Þar lögðu andleg ofurmenni á borð við Voltaire og Rous- seau grundvöllinn að mann- helgi nútíma menningar- þjóðfélaga. í París liafa nýjar stjórnmála- og hugsjónastefn- ur oft rutt sér til rúms, ekki ósjaldan með ógnum, en sá fjársjóður, er Parísarbúar hafa goldið dýru verði með dreyra sínum, hefur orðið öll- um heimi til heilla. Stjórnar- byltingin rnikla fæddi af sér lýðræði VésturÍanda. Og þess má einnig geta, að fyrsta byltingartilraun kommúnista var gerð í París 1871. Þá tóku verkamenn völdin í borginni og stofnuðu lýðveldi, sem að vísu lifði skamma hríð. Frá París hefur frönsk menning farið sigurför um allar álfur heims, og þó að Frakkland sé nú hrörnandi ríki og áhrif þess þverrandi á flestum svið- um, er höfuðborg þess þó enn- Framh. á bls. 19. Séð yfir París frá Montmartre. Eiffelturninn er til hægri á myndinni. Gömul gata 1 París. SAMVIN NAN 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.