Samvinnan - 01.04.1977, Page 4

Samvinnan - 01.04.1977, Page 4
Samvinnustefnan er að mínum dómi þrennt: viðskiptastefna, félagsmálastefna og menningar- stefna. Spurningin er á hvaða þætti áherzlan á að hvíla. STOFNA ÞARF FRÆÐSLUSAMBAND SAMVINNUMANNA Rætt við séra Guðmund Sveinsson skólastjóra Samvinnan mun í næstu heftum birta flokk viðtala í til- efni af 75 ára afmæli Sam- bandsins. í fyrsta viðtalinu hér á eftir er rætt við séra Guð- mund Sveinsson, skólastjóra Fjölbrautarskólans i Reykjavík. Guðmundur starfaði i þágu samvinnuhreyfingarinnar í nærri tvo áratugi, og er því ekki að efa að marga muni fýsa að heyra svör hans við ýmsum spurningum varðandi Sambandið og samvinnuhug- sjónina. Séra Guðmundur Sveinsson er fæddur i Reykjavik 28. apríl 1921. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1941 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1945. Sama ár var hann vígður sóknarprestur i Hestþingaprestakalli i Borg- arfirði. Hann stundaði fram- haldsnám í Danmörku og Sví- þjóð árið 1948-51 og 1953-54 og lagði stund á semísk mál og gamlatestamentisfræði. Um tveggja missera skeið kenndi hann við Háskóla íslands. Árið 1955 var Samvinnuskól- inn fluttur úr Reykjavík að Bifröst í Borgarfirði, og var Guðmundur ráðinn þar skóla- stjóri. Jafnframt flutningi skólans urðu á honum gagn- gerar breytingar til samræmis við nýja tíma og aðstæður. Leið ekki á löngu, þar til Sam- vinnuskólinn að Bifröst var undir stjórn Guðmundar orð- inn að glæsilegri menntastofn- un. Jafnframt skólastjórastarf- inu var Guðmundur ritstjóri Samvinnunnar 1959-63. Árið 1974 varð Guðmundur skóla- stjóri nýja Fjölbrautarskólans í Breiðholti og fluttist þá til Reykj avíkur. Mannúðarstefna — Hver voru fyrstu kynni þín af samvinnuhreyfingunni? — Ég er uppalinn i Reykjavik og ekki af rótgrónu samvinnu- fólki kominn. Þó kynntist ég ungur þróun samvinnuhreyf- ingarinnar i Reykjavik. Ég fylgdist með tveim félögum, sem þá voru starfandi í bæn- um, Kaupfélagi Reykjavikur og Pöntunarfélagi verkamanna. Mér var ljóst, að þarna voru óvenjuleg félög á ferðinni, og verzlanir þeirra voru mjög frá- brugðnar öðrum búðum í bæn- um. Hins vegar má segja, að einn aðili hafi öðrum fremur vakið athygli mina á samvinnustefn- unni. Það var kennari minn i barnaskóla, Steinunn Bjart- marz. Hún var fylgjandi sam- vinnuhugsjóninni og ræddi ekki ósjaldan um hana við okkur í skólanum. Nokkru síð- ar tók ég ákveðna afstöðu með samvinnuhreyfingunni. Ég var þá nemandi i Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, svokölluðum Ágústarskóla. Litið var á hann sem skóla íhaldsins og Sjálf- stæðisflokksins hér i borginni. En ég fór mínar eigin leiðir og gerðist ákveðinn talsmaður samstjórnar Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins. Ég minnist þess, að fyrsta er- indið sem ég flutti i skólanum fjallaði um upphaf samvinnu- stefnu i Evrópu og þá sérstak- lega frumherjana í Rochdale. Félagi i samvinnuhreyfing- unni geröist ég ekki, fyrr en ég varð prestur i Hestþinga- prestakalli sem þá var kallað — á Hvanneyri. — Þú vildir kannski í örfáum orðum skýra frá því í hverju trú þín á samvinnuhugsjóninni byggist? — Samvinnuhugsjónin er mannúðarstefna, sem byggist á kristnu lifsviðhorfi. Ef til vill spyrja menn þá, hvað kristið lífsviðhorf sé. Þvi svara ég á þá leið, að það sé i fyrsta lagi op- inn hugur, þ. e. a. s. að vera við þvi búinn að taka við nýj- um hugmyndum, og i öðru lagi víðsýni. Þetta tvennt er ekki eitt og hið sama að mínum dómi. Víðsýni er fólgin í því að dæma og meta og þora að skipta um skoðun, ef önnur viðhorf sýnast réttari og sann- ari en þau sem maður hefur áður haft kynni af. Hið þriðja sem að mínu mati einkennir kristið viðhorf er vináttan, það 4

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.