Samvinnan - 01.04.1977, Qupperneq 6
ÁSTÆÐA TIL AÐ GERA
TILRAUNIR MEÐ
ANNAD LÝÐRÆÐISFORM
Benedikt á AuSnum, að
stefna beri að því að öll þjóðin
verði i einu kaupfélagi. Hins
vegar er ljóst, að Benedikt á
Auðnum sá þarna fyrir þróun,
sem gerzt hefur, það er að
miðstjórnarvald hefur eflzt. í
nágrannalöndum okkar hefur
verið tilhneiging til að mynda
eitt kaupfélag, steypa öllum
félögunum saman, þannig að
ekki væri aðeins um eina heild-
sölu að ræða, heldur eina smá-
sölu líka. Ég hygg hins vegar,
að frekar sé tími til kominn að
dreifa valdinu. Og ég fæ ekki
betur séð en mörg teikn séu
lofti sem sýna, að þeim
hugmyndum vex fylgi. Ég vil
til gaman geta þess, að ég
mætti á fundi í Danmörku ár-
ið 1959, þar sem fluttur var
af mikilli hrifningu sá boð-
skapur, að Danir ættu að
stofna eitt kaupfélag, mið-
stjórnarvaldið væri mikilvægt
og hefði ýmsa kosti i för með
sér. Ég stóð upp á þessum fundi
og mælti einn manna gegn
þessum hugmyndum. Ég taldi,
að þarna væri verið að stefna
inn á ranga braut. Ég held, að
einmitt á þessum árum hafi
hugmyndir um nauðsyn mið-
stjórnar náð hámarki; síðan
hafi heldur þokazt í hina átt-
ina.
Túlkun frum-
herjanna á
samvinnu-
hugsjóninni á
ekki við á
okkar tíma,
svo ágæt sem
hún var á
sinni tíð.
Ný viðhorf
til lýðræðis
— Flestum ber saman um, að
félagsleg deyfð ríki innan sam-
vinnuhreyfingarinnar. Hvaða
ráð eru helzt til úrbóta á þvi
sviði?
— Það er eflaust rétt að fé-
legsleg deyfð ríki, en ég held
að hún ríki ekki aðeins innan
samvinnuhreyfingarinnar. Fé-
lagsleg deyfð er einkenni á
samtíðinni. Sumir halda því
fram, að velferðarsamfélagið
skapi þessa félagslegu deyfð.
Ríkið sé orðið ein allsherjar
forsjón, og menn þurfi ekki
lengur að hugsa; félagsleg bar-
átta og umbrot hljóti því að
hverfa.
Reyndin hefur því m,;5!ur orð-
ið sú, að verulega hefur dregið
úr hinni félagslegu kviku. Ég
hygg að hér verðum við enn að
gera okkur grein fyrir því, að
samvinnuhreyfingin er þrennt:
viðskipta-, félagsmála- og
menningarstefna. Og spurn-
ingin er, hvað viljum við raun-
verulega að gerist innan þess-
arar hreyfingar? Kærum við
okkur um hið félagslega og
menningarlega, eða er kannski
hið viðskiptalega svo sterkur
þáttur í hugum okkar, jafnvel
þó að við segjum annað, að við
teljum eðlilegt að leggja slíka
megináherzlu á þann þátt? Ég
vil aðeins minna á þá hug-
mynd, sem Hallgrímur Krist-
insson fékk á sínum tíma, að
samvinnuhreyfingunni væri
skylt að rækja hinn félagslega
þátt. Ég hygg að það sé rétt
með farið, að hann hafi hugs-
að sér að um 20% af hagnaði
Sambandsins væri varið til fé-
lags- og fræðslumála. Þessari
hugmynd Hallgríms hefur ekki
verið framfylgt, enda geta
mörkin milli fræðslustarfsemi,
áróðurs, auglýsinga og annars
slíks verið ákaflega óglögg, og
hvað 20% af hagnaði Sam-
bandsins merkir í raun og veru
er aðeins bókhaldsatriði.
Ég tel, að það sem gera
þyrfti sé í stuttu máli sagt, að
áherzlan færist í ríkara mæli
yfir á hið félagslega og menn-
ingarlega svið.
— Hefur þróun mála orðið
sú hin síðari ár, að lýðræðið
innan samvinnuhreyfingarinn-
ar fari stöðugt minnkandi og
valdið sé í höndum fárra
manna?
— Orðið lýðræði getur haft
margs konar merkingu. Upp-
runaleg merking þess var hið
beina lýðræði, sem Grikkir
gerðu tilraun með á sínum
tíma, en hún mistókst eins og
kunnugt er. Síðan fengu menn
aðra gerð lýðræðis, fulltrúa-
lýðræði, og það er sú mynd
sem hefur verið ríkjandi á
seinni árum. Þegar rætt er um
lýðræði nú á dögum er gjarn-
an átt við þetta fulltrúalýð-
ræði.
Aftur á móti er þvi ekki að
leyna, að á siðari árum hefur
komið fram mjög hörð gagn-
rýni á fulltrúalýðræðinu, svo
hörð, að sagt hefur verið að
það væri andhverfa lýðræðis;
með fulltrúalýðræðinu væri
fólk að afsala sér völdum en
ekki öðlast þau. Þegar menn
kysu, hvort sem það eru al-
þingismenn eða stjórnarmenn
í ákveðnum félögum, þá væru
þeir um leið með atkvæði sínu
að afsala sér völdum í ákveð-
inn tíma. Á síðari árum hafa
þvi komið fram ýmsar hug-
myndir, sem miða að því að
gera aftur tilraunir með hið
beina lýðræði, og má nefna i
því sambandi skólalýðræði og
atvinnulýðræði.
Það er staðreynd, að sam-
vinnuhreyfingin kemur fram á
velmektardögum fulltrúalýð-
ræðis, og innan hennar er
nánast ekkert annað lýðræði
en það — með kostum þess og
göllum. Það er líka augljóst, að
hin nýju viðhorf um tilraunir
til að skapa beint lýðræði hafa
ekki að marki fest rætur inn-
an samvinnuhreyfingarinnar.
Fræðslusamband
— Þú starfaðir að fræðslu-
málum fyrir Sambandið um
langt árabil og þekkir því
manna bezt þá hlið starfsem-
innar. Hvert er álit þitt á
fræðslustarfi Sambandsins
eins og það er nú og hverju
finnst þér helzt ábótavant í
þeim efnum?
— Ég held, að það sem gert
er i fræðslústarfi Sambandsins
sé bæöi virðingarvert og heið-
arlegt svo langt sem það nær.
En ég álít, að það sem koma
þyrfti sé að samvinnuhreyfing-
in eignist sitt sérstaka fræðslu-
samband, Fræðslusamband
samvinnumanna. Við vitum, að
í nágrannalöndunum er sam-
vinnuhreyfingin i mjög nán-
um tengslum við verkalýðs-
hreyfinguna, svo nánum
tengslum að samvinnu-
hreyfingin á Norðurlöndunum
mun í flestum landanna vera
aðili að menningar- og fræðslu-
samböndum verkalýðshreyf-
ingarinnar í viðkomandi landi.
Hugsanlegt er, að þetta gseti
gerzt einnig hér á landi, ef
samvinnumenn kæra sig ekki
um að hafa sitt eigið fræðslu-
samband, sem ég teldi þó eðli-
legast. Þá mundi það tengjast
fræðslusambandi verkalýðs-
hreyfingarinnar og gerast
beinn aðili að Menningar- og
fræðslusambandi alþýðu, MFA.
í þessu sambandi vil ég
benda á, að fyrir alþingi ligg"
ur nú í þriðja sinn frumvarp
til laga um fullorðinsfræðslu.
Einmitt í þeim lögum er gert
ráð fyrir, að hér komi upp ó-
6