Samvinnan - 01.04.1977, Page 8

Samvinnan - 01.04.1977, Page 8
ALÍSLENZK STÓRIÐJA Nýja fiskiðjuverið í Krossey á Höfn í Hornafirði var tekið i notkun með hátiðlegri athöfn 29. janúar síðastliðinn. Fisk- iðjuverið er í eigu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og er eitt fullkomnasta og glæsilegasta frystihús landsins. Byggingarframkvæmdir hóf- ust árið 1970, en þá var gert ráð fyrir allt annarri samsetn- ingu afla en nú eða fyrst og fremst línu- og netafiski á vetrarvertíð. Afli báta hefur minnkað, en Hornfirðingar hafa eignazt togara, svo að afli berst nú að landi nokkuð jafnt allt árið um kring. Auk þess hefur önnur vinnsla aukizt, t. d. humarvinnsla og frysting á sild og loðnu. Byggingin var aðlöguð þessum breyttu að- stæðum á byggingartímanum. Húsið hefur verið byggt í á- föngum og var fyrsti hluti þess, 4560 rúmmetra frostgeymsla. tekinn í notkun i októbermán- uði 1972, en nú eru fram- kvæmdir á lokastigi og engin fiskvinnsla fer lengur fram í eldra frystihúsi félagsins. Grunnflötur hússins er tæp- lega 6000 fermetrar, en hluti þess er á tveim hæðum og gólf- flötur alls 7200 fermetrar, en rúmtak hússins er samtals 38.000 rúmmetrar. Dyr í fiskmóttöku snúa að löndunarbryggju fiskiskipanna og er aflanum þar landað í kassa, sem síðan eru fluttir með gaffallyfturum til vinnslu i húsinu. Nú er unnt að taka á móti um 300 tonnum af óslægðum afla og geyma í hráefnis- geymslu hússins. Aðstaða er fyrir hendi til að vinna sam- tímis að pökkun og frystingu á um 100 tonnum af flökum og 5-7 tonnum af humar. Þannig getur ef þörf krefur allt að 300 manns starfað í húsinu sam- tímis. Á Höfn i Hornafirði er risin upp alíslenzk stóriðja, eins og komizt var að orði í blaða- grein nýlega. Sagt er, að kostn- aður við byggingu fiskiðjuvers- ins sé fram til þessa aðeins um 1/30 hluti af áætluðu kostnað- arverði járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga, þar sem talið er að um 150 manns muni fá vinnu. 4 Hermann Hansson kaupfélagsstjóri flytur ávarp við vígslu nýju fiskvinnslustöðvarinnar á Höfn í Hornafirði. **®at*r r ■ r ja il ■s Æ * a 8

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.