Samvinnan - 01.04.1977, Side 12

Samvinnan - 01.04.1977, Side 12
í tilefni af afmæli Sambandsins hélt framkvæmdanefnd Alþjóðasambands samvinnu- manna fund hér á landi. Framlagið í þróunar- sjóðinn fimmfaldað Alþj óðasamvinnusambandið hélt fund í framkvæmdanefnd sinni og undirnefndum henn- ar i Reykjavílc, daganna 7.-11. marz. Við setningu fundarins flutti Erlendur Einarsson á- varp, þar sem hann skýrði frá því, að komið hefði til álita i stjórn Sambandsins, hvort ekki ætti að leggja fram einhverja fjárupphæð til stuðnings góðu málefni í tilefni af 75 ára af- mælinu. Fyrir valinu varð þró- unarsjóður Alþjóðasamvinnu- sambandsins. Sambandið vildi á afmæli sínu beina athygli að þróunar- löndunum, að fátækt og neyð fjölda fólks i þessum löndum og nauðsyn þess, að meira verði gert til þess að styrkja og efla efnahag þessara landa. Stjórn Sambandsins ákvað, að fram- lag þess i þróunarsjóðinn skyldi verða fimmfaldað í ár, úr 5 pencum fyrir hvern félags- mann í 25 penc. Erlendur afhenti siðan for- seta ICA, Roger Kerinec, ávis- un að upphæð 10 þúsund pund og flutti alþjóðasambandinu beztu óskir um góðan árangur í því mikla starfi að bæta kjör fólksins í þróunarlöndunum með eflingu samvinnustarfs. 4 Erlendur Einarsson afhendir forseta Alþjóðasamvinnusambandsins Roger Kerinec ávísun að upphæð 10 þúsund pund. J. J. Musundi frá Kenya flytur ræðu og þakkar gjöf Sambandsins í þróunarsjóðinn. Frá setningu fundar framkvæmdanefndar Alþjóðasamvinnusambands ins að Hótel Sögu. 12

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.