Samvinnan - 01.04.1977, Side 13

Samvinnan - 01.04.1977, Side 13
Munið þið enn Til samvinnumanna I. Munið þið enn þann dýra draum er vakti dapurlegt fólk af svefni myrkra alda, drauminn sem kveikti elda áður falda svo af þeim bjarma sló um fornar byggðir. Heyrið þið ennþá dunur þeirra daga er dauðans bönd af fólksins örmum hrundu, því frelsið góða fékkst á þeirri stundu þótt fylking smá að baki verka stæði. Örfáir menn sem örlög þjóðar skópu, athöfnum hennar beindu á nýjar brautir. Þeir urðu að leysa einir ótal þrautir ókunnar lýð og nýja vegu kanna. Fólkið var þá að flýja brott úr landi, fátæktarbölið, hafísana og snjóinn, kúgunarvaldið, kalinn beitarmóinn, kotbændaþjóð sem bjó við neyðarvanda. Erlendir kaupmenn arð af búum hirtu, eftir stóð fólkið snautt af skuldum bundið. Allt stóð í skorðum, engu til varð hrundið, Örum og Wulf við nes og vík og flóa. Á þeirri stund er vonin virtist þrotin vöknuðu menn á yztu norðurslóðum, kveiktu eld með yl frá draumsins glóðum, efldir af þrá, að vinna þjóð til bóta. Bjargið sem aldrei bærði eins manns glíma bifaðist loks af krafti margra handa, ofraunin forna olli ei framar vanda, aðferðin, leiðin var að standa saman. Og bjargið valt, það valt úr fólksins vegi, viðhorfið breytt og opin leið til starfa, framtíðin ný og frelsishvötin djarfa, fólkið af svefni leyst með trú á landið. II. Þannig fékk bændaþjóðin líf sitt aftur. Verk hennar blasa við um landsins strendur, verkin sem reistu saman margar hendur og hlóðu grunn að frelsi og framtíð lands. Við lifum öll sem einn og heild í senn, þetta að skilja, það oss mestu varðar, þannig að vinna að málum fósturjarðar, að velvild hjartans vaki um þjóðar hag. Því hugsjón þarfnast hjartans með í starfi, lifandi blóðs í brjóstum dætra og sona svo blómgist hún að leiðum þjóðar vona, en frjósi ei í fjötur steins og málms. Þá munu rísa ný og voldug verk, verðmætum hjartans helguð öðrum þræði en hinum efnis, saman tvinnuð bæði, mótuð af þörfum mannlegs samfélags. Stöndum um ísland vörð með hönd í hönd. Byggjum og ræktum land og líf og tíma, leggjumst á eitt svo vinnist sérhver glíma, sundrung og vansæmd sendum yzt á haf. Samvinnan lengi lifi um dal og strönd, styðji hana þjóð og þjóðar styðji hún meiðinn, þá verður greið og björt og farsæl leiðin. Góðviljinn ríki æ í okkar sál. Kolbeinn frá Strönd Þórir Baldvinsson arkitekt hefur sent Samvinnunni þetta kvæði í tilefni af 75 ára afmæli Sambandsins. Þórir er samvinnumönnum að góðu kunnur, og hefur lengi fylgzt með þróun hreyfingarinnar. Hann var um langt skeið forstöðumaður Teiknistofu landbúnaðarins og skrifaði oft greinar um húsagerðarlist í Samvinnuna áður fyrr. Þórir notar höfundarheitið Kolbeinn frá Strönd og hefur birt smásögur og kvæði í tímaritum undir því nafni.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.