Samvinnan - 01.04.1977, Page 14
Haraldur Ólafsson lektor
skrifar fyrir Samvinnuna
Durkheim og
vísindaleg
félagsfræði
í uppeldinu er börnum kennt að sjá og heyra. Þau
skynja veröldina á þann hátt sem þeim er kynnt
hún. Menningin er sú deigla, sem bræðir saman
þá reynslu, sem hverjum og einum er unnt að
öðlast.
Fyrir nokkru skýrði ég frá
hér i Samvinnunni, hvað
merkilegast væri um kenning-
ar franska rithöfundarins
Montesquieu. Áhrif Montes-
quieu voru margvísleg og náðu
viða. Skynsemi laganna var
lesin um allan hinn menntaða
heim, og þegar í stað var farið
að þýða kafla úr ritinu á aðrar
tungur. Tæplega er þó unnt að
segja, að hann hafi eignast
lærisveina. Til þess er starf
hans alltof viðamikið og hug-
myndir þær, sem þar eru sett-
ar fram eru svo margbreyti-
legar að langan tíma hlaut að
taka að melta þær allar. En
félagsvísindi eftir hans dag
taka á einhvern hátt mið af
starfi hans.
í hópi þeirra Frakka, sem
tóku upp þráðinn eftir Montes-
quieu má nefna menn eins og
Saint-Simon, sem setti fram
tillögur um skynsamiegt og
réttlátt þjóðfélag. í því þjóð-
félagi átti vinnan að vera und-
irstaða alls. Saint-Simon var
aðalsmaður að ætt og flúði í
stjórnarbyltingunni til Eng-
lands eins og fleiri aðalsmenn.
Hann dvaldist þar í útlegð um
hríð, en er hann sneri heim
hafði hann algerlega snúið frá
fyrri hugmyndum um forrétt-
indi aðals og eignamanna.
Hann boðaði, að útrýma ætti
öllum, sem óþarfir væru í hinu
skynsamlega þjóðfélagi, og þeir
sem að hans mati voru öllum
öðrum óþarfari voru aðals-
menn, prestar, þ. e. a. s. há-
klerkar og svo að sjálfsögðu
lögfræðingar. Hann kvað ein-
sætt, að lögfræðingar lifðu á
deilum, sem risu vegna rang-
látrar stjórnskipunar, og leiddi
þvi af sjálfu sér, að þeir fengju
engin verkefni i ríki þar sem
friður og réttlæti ríkti. Einnig
mætti nefna Fourier, sem taldi
að heppilegasta stjórnarform-
ið væri tengt smáum fram-
leiðslueiningum, nokkurs kon-
ar „kommúnum" og Proudon,
sem hvað harkalegast réðist
gegn eignaréttinum og er haft
eftir honum slagorðið: eign er
þjófnaður!
Þeir, sem hér hafa verið
nefndir telja, að unnt sé að
breyta þjóðfélaginu og byggja
það upp á vísindalegan hátt.
Þeir telja sig hafa fundið for-
sendur þess, sem miður fer,
og jafnframt lækningu allra
meina samfélagsins. Þeir álíta,
að lög og reglur móti alla þjóð-
félagsgerðina og hafna um leið
þeirri skoðun, að skipan ríkis-
ins sé komin eftir dularfull-
um leiðum frá æðra mætti eða
fyrir hálfgert kraftaverk. Að
þessu leyti standa þeir á herð-
um Montesquieu, sem lagði
áherslu á, að þjóðfélagið ætti
sér forsendur i ytri aðstæðum
og innri löggjöf og reglum.
Hann hafnaði guðlegri skipan
þess og þá um leið hinu guð-
lega konungdæmi.
En þá var komið að þvi að
búa til heiti á þá vísindagrein,
sem leysa átti úr gátum þjóð-
félagsins. Sá er fyrstur notaði
orðið „sociologi“ um þá grein
var Frakkinn Aguste Comte
(1798-1857). Hann var heim-
spekingur að mennt og hann
vildi finna nákvæmari flokk-
unar- og greiningaraðferðir en
kennarar hans höfðu notast
við. Hann lagði mikla áherslu
á að fjalla einungis um það,
sem væri raunverulegt, af-
markað, raunhæft, ekki það,
sem væri ímyndað eða óljóst.
Þá taldi hann einnig, að hlut-
verk heimspekinnar ætti að
vera að kanna hið nytsamlega,
ekki það sem ekkert gagn er
að, ennfremur hið ljósa og ör-
ugga, ekki það sem þoku er hul-
ið eða illt að afmarka.Um allt
hið jákvæða, nytsama, sem
Comte vildi kanna notaði hann
orðið ,,positif“. Hann notaði
það í merkingunni raunhæfur,
nytsamur, augljós, nákvæmur,
og svo auðvitað: jákvæður.
Stefna sú, er Comte mótaði
kallast positivism, sem þýtt
hefur verið raunspeki og fram-
stefna eftir því í hvaða sam-
bandi orðið er notað. Þar er
fjallað um það, sem er raun-
verulegt, en ekkert fengist við
hugleiðingar um uppruna eða
takmark hvers og eins.
Comte taldi, að sagan sýndi,
að mannkynið hefði farið af
einu stigi þekkingar og skiln-
ings á annað. Fyrst hafi verið
stig trúarinnar, þegar tengsl-
in við guði og máttarvöld voru
alls ráðandi. Menn töldu allt
stafa af guðum og máttarvöld-
um, sem réðu gangi heimsins
og örlögum manna. Þá komst
mannkynið yfir á hið háspeki-
lega stig, þegar menn reyndu
að losna undan ofurvaldi trú-
arbragðanna og fóru að gera
14